Vandi verkalýðshreyfingarinnar
4.5.2012 | 12:15
Vandi verkalýðshreyfingarinnar fellst ekki í deilum milli forvígismanna hennar. Þær deilur skapast vegna vanda hreyfingarinnar.
Vandi verkalýðshreyfingarinnar er vegna sambandleysis forvígmanna hennar, sérstaklega forustu ASÍ, við launafólkð í landinu. Pólitísk afskiptasemi þessara manna er einnig stór vandi hreyfingarinnar, kannski sá stæðsti. Þegar hagur stjórnmálaflokka skiptir forustuna meira máli en hagur launafólks, er trúverðugleiki verkalýðhreyfingarinnar farinn veg allrar veraldar. Menn sem haga sér með þeim hætti eru ótrúverðugir!!
Því fyrr sem forusta launafólks áttar sig á þessari staðreynd og breytir samkvæmt henni, því fyrr mun traust á verkalýðshreyfinguna eflast og hagur launafólks aukast. Fyrsta verk forustunnar ætti að vera að stíga til hliðar og láta nýtt fólk að taka við. Að leyfa launafólki sjálfu að velja það fólk sem það treystir í þessar stöður.
Björn Snæbjörnsson leikur sér að eldinum. Hann kastar fram fullyrðingu sem er til þess eins að auka úlfúð innan hreyfingarinnar. Hver hugsun hans er að baki þessu er útilokað að skilja. Ef hann heldur að með svona framkomu megi auka samtakamátt verklýðshreyfingarinnar er hann í röngu starfi, kolröngu!!
Skoðanaskipti eru alltaf af hinu góða, sérstaklega í stórum samtökum sem SGS og ASÍ. Þeir sem ekki þola slík skoðanaskipti ættu ekki að taka að sér formennsku í þeim, eða yfirleitt neinum störfum fyrir launafólk. Þeir geta aldrei orðið fulltrúar launafólks. Skipanir að ofan er ekki það sem launafólk landsins vill, það vill vera þáttakendur í stefnumörkun hreyfingarinar.
Það væri stórmannlegt af Birni að biðjast afsökunar á þessum orðum sínum, en það er þó vart von til þess!!
Sem betur fer eru til forvígismenn innan verkalýðshreyfingarinnar sem sýnt hafa að þeir beri hag lunafólks fyrir brjósti, sem sýnt hafa að þeir eru fulltrúar launafólks en ekki einhverra stjórnmálaflokka. Þessum mönnum ber að þakka, þeir sýna í verki að enn er von fyrir launafólkið!!
Það er einmitt vegna baráttu þessara manna sem orð Björns féllu, baráttu manna um frekara lýðræði innan samtaka launþega.
Það lýðræði virðist Björn óttast!!
Vandi verkalýðshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Gunnar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2012 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.