Að klæða skepnuna í föt prinsessunar
3.5.2012 | 09:30
Það er lífsspursmál fyrir Samfylkinguna að IPA styrkir ESB komi til landsins. Þeir munu valda hér tímabundinni hagsveiflu upp á við. En einungis tímabundinni og á það treystir Samfylkingin. Hún treystir því að hún geti platað kjósendur í næstu kosningum með því að sýna fram á þá aukniningu.
Til að svo megi verða verður ríkisstjórnin að koma ýmsum málum fram, framkvæma skipanir frá Brussel svo styrkirnir fáist greiddir. Þar á meðal er bylting á stjórnsýslunni, þó engin rök mæli með því og að ekki hafi tekist að sýna fram á hagkvæmni þeirra breytinga. Þvert á móti er vitað að kostnaður vegna þeirra verður töluverður en einungis talið hugsanlegt að þetta muni spara til lengri tíma litið, talið hugsanlegt.
En þetta eitt mun þó ekki duga. Það er fleira sem þarf að gera. Fiskveiðistjórnarkerfið verður að víkja fyrir það kerfi sem er innan ESB, eða í átt að því. Þó er vitað að það kerfi sem við höfum hefur haldið þjóðinni uppi, er í raun eina kerfið sem er sjálfbært í hinum vestræna heimi, gefur þjóðinni gjaldeyri og ríkissjóð tekjur. Fiskveiðikerfi ESB hefur beðið skipbrot. Gengdarlaus ofveiði sem hefur leitt til útrýmingar fjölda teguda, stýringar á kvótum ákveðnar með hrossakaupum ESB þingmanna án þess að hlustað sé á fiskifræðinga, útrýming marga gamalgróinna fiskibæja og heilu strandsvæða og áfram mætti telja. Þetta hefur leitt til þess að styrkjakerfi til fiskveiða innan ESB er orðið ofvaxin skeppna. Þessa leið vill Samfylking fara til að þóknast ESB, síðust mánuðina sem við ráðum yfir þessari auðlind sjálf. Síðan á að færa ESB öll yfirráð yfir henni.
Stjórnarskránni verður að breyta, ekki vegna þess að sú sem nú gildir sé svo slæm, heldur til að koma inn í hana ákvæði sem heimilar stjórnvöldum að afsala yfirráðum yfir landinu til annara ríkja eða ríkjasambanda. Til að koma því í kring sömdu stjórnvöld farsa, farsa sem nú hefur endað sem harmleikur. Það mátti ekki segja hlutina eins og þeir eru, það er ekki í eðli Samfylkingar að gera slíkt, heldur átti að telja fólki trú um að stjórnarskráin væri ónýt og það þyrfti nýja. Fólki var talin trú um að það fengi að semja nýja stjórnarskrá.
Það hefur þó enginn sýnt fram á að núverandi stjórnarskrá sé ónýt, eina sem hægt er að benda á er að hún er gömul. Það eru engin rök! Vissulega eru einstaka greinar stjórnarskrárinnar sem þarfnast endurskoðunnar og aðar sem þurfa skýrari túlkunar. Hún er svolíltið loðin á köflum. En þeir lesa tillögur stjórnarskrárnefndar, þeirrar er varð til vegna ólöglegrar kosningar til stjórnlagaþings, verður fljótt ljóst að sú moðsuða er mun loðnari, jafnvel svo loðið orfæri að strax er farið að rífast um þýðingu sumra kafla hennar!! Þá komast menn einnig að því að sumar greinar þessrar tillögu stangast beinlínis á!!
Nú er þetta mál í þeirri stöðu að eytt hefur verið hundruðum miljóna í verkið og niðurstaðan engin. Hefði ekki verið betra fyrir Samfylkinguna að koma hreint fram og bera fram tilögu um breytingu á stjórnarskránni á Alþingi, breytingu sem heimilaði stjórnvöldum að afsala valdi til annara ríkja eða ríkjasambanda. Það var jú alltaf tilgangurinn!
Það mætti telja fleiri mál upp sem miða að því einu að þóknast herrunum í Brussel, sem miða að því einu að liðka fyrir því að IPA stykirnir fáist greiddir. Störf og gerðir Samfylkingar miða öll að sama markinu og sumir þingmenn VG fylgja á eftir eins og þægir rakkar!!
Það er einkenni Samfylkingar að fara kringum hlutina, að reyna að klæða skepnuna í föt prinsessunnar.
Stjórnkerfi breytt til aðlögunar við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.