Bara skarpur, Bjarni

Auðvitað er megin ástæða fyrir verðbólguni af völdum stjórnvalda, það þarf engann speking til að sjá það.

Þegar eldsneyti hækkar erlendis um eina krónu, hækkar það til neytenda hér á landi um tvær, vegna óhóflegrar skattastefnu stjórnvalda. Það veldur verðbólgu sem aftur veldur lærra gengi krónunnar og aftur þarf að hækka verð á eldsneytinu. Ríkið græðir, fyrst um sinn, en síðan fer það að tapa. Sá punktur er löngu kominn.

Gjaldahækkanir ríkis og bæja er kölluð "verðlagsuppfærslur", það leiðir til aukinnar verðbólgu og aftur þarf að "uppfæra".

Svona er þetta á öllum sviðum, en einn er þó sá hópur sem fær engar "uppfærslur", það er fólkið í landinu. Það verður að taka á sig "uppfærslur" annara, en fær sömu lúsarlaunin sín áfram. Það verður að taka á sig aukna verðbólgu, en fær sömu lúsarlaun sín áfram. Það verður að taka á sig þá skelfingu sem verðtrygging lána er, þar sem lánin hækka í margfeldi verðbólgunnar, en fær þó sín lúsarlaun áfram.

Eina ráð stjórnvalda er að bíða, bíða eftir að sárið grói. Það er beðið eftir að heimsmarkaðsverð á olíu lækki, sem er þó undarlegt, þar sem því var haldið fram af sömu stjórnvöldum að ekki væri efni til að lækka gjöld ríkisins af eldsneytinu vegna þess að þetta háa verð væri komið til með að vera. Það er beðið eftir að krónan styrkist, þó vitað sé að skráð gengi hennar er síst of lágt og reyndar allt of hátt ef jöklabréfin eru tekin inn í dæmið. Gengið ákvarðast af hagstjórn landsins og hún batnar ekki að sjálfu sér. Það þarf markvissar aðgerðir til!

Stjórnvöld ráða ekki við þann vanda sem þau tóku að sér að leysa. Stjórnun þeirra, ef stjórnun er hægt að kalla, er röng og eykur enn frekar á eymd þjóðarinnar. 

Stjórnarandstaðan er litlu betri, þar sem hún hefur gefið þessari ríkisstjórn líf allt of lengi!!

 


mbl.is Ríkið á verulegan hlut í verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lægri skattar og álögur leiða til meiri neyslu. Ríkið gæti vegna meiri neyslu fengið sömu skatttekjur og það sem meira er það væru fleiri krónur að velta um í kerfinu. Það hlýtur að vera kostur.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband