Evruríkið Spánn í frjálsu falli
27.4.2012 | 10:20
Það er margt líkt með Spáni nú og Grikklandi fyrir tæpum tveim árum.
Þó er kannski sá megin munur á að atvinnuleysið á Spáni er mun meira en það var í Grikklandi á þeim tíma, en þó hafa þessi tvö ríki verið leiðandi og á svipuðu róli hvað varðar atvinnuleysi, allt frá upphafi kreppunnar. Ástæðan að Grikkland féll fyrr er að gríski ríkissjóðurinn skuldaði mikið, en skuldir þess spænska eru hins vegar tiltölulega litlar. Því hefur Spánverjum tekist að halda sér á floti með sífelldum samdrætti og er svo komið nú að atvinnuleysið þar hefur enn náð nýjum hæðum. Þeir eru að komast á endastöð og ekkert sem bíður þeirra annað en að fara bónleið til Brussel og óska eftir íhlutun ESB.
Vandi þessara ríkja er þó hinn sami, gjaldmiðillinn. Bæði hafa gjaldmiðil sem ekki tekur mið af því ástandi sem hagkerfi þeirri bjóða, heldur tekur mið af hagkerfi Þýskalands. Þetta gengur auðvitað ekki, eins og bent hefur verið á um langa tíð, reyndar gerðu nokkrir tugir hagfræðinga tilraun til að stoppa þetta feigðarflan áður en það hófst, gerðu tilraun til að stoppa af upptöku evrunnar. Á þá var ekki hlustað þá, frekar en nú!
Stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að telja sig vitrari á öllum sviðum en það fólk sem menntar sig, það fólk sem sækir sér sérþekkingar um hin ýmsu mál. Þetta er galli stjórnmálamanna og hefur valdið mörgum hörmungum gegnum aldirnar. Því meiri völd sem stjórnmálamenn fá, því vitrari þykjast þeir vera. Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi nú um stundir og þetta endurspeglar allar gerðir þeirra sem hafa tekið sér alræðisvald yfir sambandi því er kallast ESB!!
Þar er ekkert hlustað á þá sem til þekkja, þar er ekkert farið að ráðum þeirra sem menntað sig hafa í fræðunum. Þar er tekin einstefna þeirra sem frekastir eru og telja sig vitrasta, þrátt fyrir varnaðarorð hvaðanæfa að úr heiminum.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, alþjóðabankinn, ótalinn fjöldi hagfræðinga, fréttaskírendur og bara allir sem skoða vanda evrulanda, eru sammála um að stefna Angelu Merkel er röng. Æ fleiri forustumenn ríkja ESB eru þessu sammála, en það er ekkert hlustað. Merkel telur sig vera vitrari en allt þetta fólk, hún telur sig geta sagt því til. Þetta telur hún sig geta í krafti þess að Þýskalandi sé svo "vel" stjórnað. Þó eru skuldir Þýskalands, mældar af vergri þjóðarframleiðslu mun hærri en skuldir Spánar, mældar með sömu mælistiku!!
Grikkland er fallið, Írland og Portúgal eru í gjörgæslu og munu verða þar næstu áratugi. Spánn er í frjálsu falli, Ítalía sækir fast á eftir og ekki ótrúlegt að einungis nokkrir mánuðir líði þar til upp verður komin sama staða þar. Skuldastaða Frakklands er orðinn geigvænleg, Holland er að missa stjórn á efnahgsmálum sínum, í Danmörku er allt á niðurleið. Svona væri hægt að telja endalaust upp, meira að segja eru skuldir Þjóðverja komnar langt umfram það mark er kveðið er á um í hinum nýja ríkjasáttmála, sem ekki hefur enn verið samþykktur, þó farið sé að vinna eftir honum.
Evran hefur runnið sitt skeið á enda. Það er bara spurning hversu miklum skaða hún veldur enn. Skaðinn er þegar orðinn mikill, efir rétt rúman áratug evrunnar. Hann mun aukast um hvern þann dag sem vandinn verður ekki viðurkenndur og gengið til lausnar hans. Kostnaður fyrir Evrópu og reyndar heimsbyggðina alla verður mikill við upplausn evrunnar, en sá kostnaður verður þó margfaldur ef haldið verður á sömu braut og hingað til!
Enn eykst atvinnuleysi á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta heldur svona áfram meðan stjórnmálaelítan í Evrópu fær að ráða. Kannski þarf byltingu til að snúa af þessari braut.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:36
Með sama áframhaldi mun verða bylting í Evrópu, hjá því verður ekki komist.
Það er bara spurning hvort fólkinu sjálfu, íbúum þessara landa, tekst að gera slíka byltingu áður en einhverjir óprúttnir siðleysingjar nýta sér þetta ástand.
Það væri það versta sem gæti skeð, að einhverjir muni nýta sér ástandið í löndum ESB og yfirtaki stjórnun þess, að valdarán verði framið af einhverjum einræðisherra!
Ef slíkur maður nær völdum hefur hann aðgang að herjum þessara ríkja og geta beytt þeim gegn almúganum. Þá verður stríðsástand í Evrópu.
Sagan getur kennt mönnum margt og þeir sem skoða uppgang og valdatöku nasismans í Þýskalandi á sínum tíma, sjá að ESB hefur plægt akurinn vel fyrir þá sem vilja fara svipaða leið og Hitler.
Það er svo aftur spurning hvort þegar sé komið af stað í þann leiðangur! Hvort valdaránið hefur þegar átt sér stað. Það eru mörg teikn þess!
Gunnar Heiðarsson, 27.4.2012 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.