Dómstóll EFTA orðin verkfæri ESB í pólitískum hráskinnsleik
24.4.2012 | 10:11
Þar með er EFTA dómstóllinn ekki lengur óháð og fullvalda stofnun, hann hefur gefist upp! Stjórnmál eru tekin framyfir lög!
Sú staðreynd að EFTA dómstóllinn hefur heimilað framkvæmdastjórn ESB aðild að dómsmáli gegn okkur er frekar óhuggulegt. Það er ekki lengur hægt að treysta því að dómar dómsins verði samkvæmt lögum. Þetta er alger uppgjöf af hálfu dómsins. Pólitík er látin ráða gerðum hans.
Þá er spurning hvað átt er við í úrskurðinum þegar sagt er að þetta muni hafa áhrif á EES samninginn, bæði texta og framkvæmd hans. Er ekki um samning að ræða, samning sem gerður var milli ríkja EES og ESB? Ætlar dómstóllinn að breyta þeim texta upp á sitt einsdæmi? Eða er kannski framkvæmdastjórnin búin að tilkynna dómnum að hún ætli að breyta þessum texta? Er það kannski megin ástæða aðkomu hennar að málinu?
Samning verður ekki breytt nema allir aðilar hans samþykki þá breytingu, eftir viðræður þar um. Þegar einn aðili ætlar að gera breytingar upp á sitt einsdæm, er ekki lengur um samning að ræða. Því mun, ef dómur dómsins fer á þann veg að texti EES samningsins breytist, sá samningur ekki verða lengur í gildi. Er þetta hótun um að slíta þeim samning?
Þetta mál er allt orðið hið undarlegasta og séð að ekki eigi að fara að lögum, að framkvæmdastjórn ESB ætli sér að nota þennan vettvang til að koma sínu máli fram, að nota þennan vettvang til að herða krumlu sína á okkur Íslendingum!
Dómstóll EFTA er orðinn verkfæri framkvæmdastjórnar ESB í pólitískum hráskinnsleik hennar!!
Meðalganga ESB staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var alltaf vitað að myndi gerast. EFTA og tilskipanir þeirra er þróttlítið tól en ESB og dómsvald þeirra er það.
Egi ESB að vera "arbitor" í þesu máli öllu og blanda þar saman áður óskildum málum (ESB umsókn og IceSave) er hætt við því að blandan verði banabiti umsóknarinnar þar sem að ESB vill fá að keyra dómsmálið á fastalandinu meðan íslensk lög gera ráð fyrir að það sé keyrt fyrir Hæstarétti.
Óskar Guðmundsson, 24.4.2012 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.