Reiknimeistarar Steingríms

Það er sama hvernig reiknað er, hvort tekin eru síðustu ár útgerðafyrirtækjann og skoðað hvernig þeim hefði reitt af ef þetta frumvarp hefði verið lög, eða hvort fjármálafyrirtækin skoði áhrif þess ef frumvarpið verði að lögum, allir komast að því að um feigðarflan er að ræða.

Það er ljóst að einungis örfá fyrirtæki hefðu lifað af síðustu ár, ef frumvarp sjávrútvegsráðherra hefði verið lög undanfarin ár. Að meðaltali hefðu fyrirtækin þurft að greiða 107% af hagnaði í veiðigjald! Þá er ljóst að flest sjávarútvegfyrirtæki munu ekki geta staðið undir skuldum sínum ef þetta frumvarp verður að lögum.

En það er merkilegt að fulltrúar þess hóps sem kannski mest munu verða fyrir barðinu á þessu frumvarpi, launþega, hefur ekki gert eina einustu tilraun til að skoða hvaða áhrif það mun hafa á sína félagsmenn. Að vísu hafa einstök stéttarfélög skoðað málið og komist að miður góðri niðurstöðu, en ASÍ lætur alveg vera að skoða þetta. Er ekki einmitt verkefni ASÍ að fylgjast með svona málum, að standa vörð sinna umbjóðenda? Eða eru allir hagfræðingar þess svo uppteknir við að reikna út gróðann af upptöku evrunnar?!

Það er merkilegt að ASÍ skuli ekki skoða áhrif þessa frumvarps á launþega landsins. Það eru ekki einungis sjómenn sem munu skaðast, eða fiskvinnslufólk. Það er fjöldi annara launþega sem einnig eiga alla sína afkomu af sjávarútvegi. Hvernig mun þetta frumvarp hafa áhrif á þá?

Glópagullið frá Brussel virðist hafa blindað forustu ASÍ. Þar á bæ skiptir engu máli hvernig launþegum landsins reiðir af, einungis að við tökum upp evru, gjaldmiðil sem kominn af fótum fram og óvíst hvort lifir af árið!!

Einn er þó sá hópur sem hefur reiknað út að þetta frumvarp sé bara hið besta og muni ekki skaða neinn, ekki sjávarútvegfyrirtækin, bankana, né launþega. Það eru reiknimeistarar Steingríms. Það er ljóst að þeir hafa reiknað eitthvað skakkt, nú sem fyrr!!

 


mbl.is Byggi til skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Frábær ábending sem eflaust er eins og heit kartafla sem enginn vill halda á eða ræða; áhrif frumvarpsins á launþega. Þessu frumvarpi er greinilega ekki ætlað að bæta hag almennings. Þvert á móti á stjórnin að vita að störf munu glatast. Fiskvinnslusamtökin og samtök útgerðamanna hljóta að krefjast funda með ASÍ um afleiðingar framvarpsins á störfin í landinu.

Ætlun stjórnvalda er að stefna á allan hátt að því að þjóðin gefist upp og sýni vilja til að ganga ESB á hönd - enda er sjálfgefið að ESB mun taka fiskimiðin okkar traustataki eins og þeir hafa gert með fiskimið breta og fyrir utan strendur Afríku. Ofveiði ESB ríkjanna og rányrkja er slík að ESB ríkin eru að rústa afkomu Senigal og fleiri ríkja.

Manni verður flökurt af skinhelgi og hræsni ESB. Þeirra eigin gengdarlausa ofveiði og rányrkja þykir þeim ekki tiltökumál, þeir vilja bara ekki una öðrum fiskiauðlinda.

Sólbjörg, 23.4.2012 kl. 07:25

2 identicon

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 07:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hefði kannski átt að bíða í klukkutíma með blogg mitt, Kristján.

Sólbjörg, það er nokkuð til í þessu, það er eins og stjórnvöld stuðli beinlínis að eymd þjóðarinnar. Hvort það er gert til að reyna að nauðga henni til inngöngu í ESB, skal ósagt látið, en óneitanlega hvarflar það að manni. En þá þekkja stjórnvöld íslenska þjóð illa. Hver raun sem hún lendir í og hvert það óréttlæti sem henni er fengið, hefur ætíð styrkt þjóðina og sameinað hana gegn kúgurum sínum!

Gunnar Heiðarsson, 23.4.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Sólbjörg

Þar er ég sammála þér Gunnar að þjóðin styrkist og sameinast gegn erlendum kúgurum. En því miður ekki ef "ógnin" talar íslensku, nema þegar landar okkar eru málpípur og skósveinar erlendara kúgarar. Það liggur í persónu Steingríms J. að líka það vel að fólk hafi það aumt þannig á lífið að vera nema fyrir nokkra útvalda - hann þráir að vera alvaldið engin skal hafa neitt til neins nema fyrir hans tilstilli. Það er líka löngu komið á daginn, Steingrímur hefur raðað undir sig ráðherraembættum og vill drottna yfir öll. Þannig eru kommúnistar í hnotskurn; Vilja koma á kommúnisma fyrir þjóðina en ekki verða fyrir barðinu á honum sjálfir. Þeir ætla sjálfum sér að lifa í auð og öruggum vellystingum á kostnað þegnanna. Aumari lífstefnu er ekki hægt að hafa og kalla það svo hugsjón.

Sólbjörg, 23.4.2012 kl. 15:40

5 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála þessari umræðu og það er alveg á tandurhreinu að þarna er um ótrúlegt frumvarp að ræða sem er ekkert nema hrákasmíð enda hefur Steingrímur enga þekkingu á sjávarútvegi.

Munum að það erum við fólkið í landinu sem mun fella inngöngu í ESB, sem betur fer.

Tryggvi Þórarinsson, 23.4.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband