Dómgreindarleysi Katrínar
18.4.2012 | 19:18
Væri ekki einfaldara fyrir það Samfylkingarfólk sem er innan VG að flytja sig bara í réttann flokk og leifa VG liðum að eiga sinn flokk í friði?
Katrín Jakobsdóttir hefur verið talin ein að stjörnum VG, jafnvel sumir sem orða hana við formannsstólinn. En töluverður afturkippur hlýtur hafa orðið á frama hennar innan flokks eftir þessi ummæli. Það að segja að einungis ESB aðildarmálið skilji á milli flokkana ber ekki merki um mikla skynsemi. Aðildaraðlögun okkar að ESB er eitt stæðsta mál sem þjóðin hefur staðið gegn og að halda að andstæðir pólar í því geti sameinast er eins arfavitlaust og hugsast getur. Störf núverandi ríkisstjórnar bera gott merki þess.
Það er ekkert mál sem mun skipta þjóðina meira máli í framtíðinni en ESB aðild. Fiskveiðistjórnun, atvinnuleysi, skuldavandi heimila og svo framvegis, er hjóm eitt í samanburðinum. Það breytir engu hvað gert er á þeim sviðum ef við göngum í ESB, þá verður öll sú vinna fyrir bí. Þá verða ákvarðanir teknar í Brussel og Alþing gert að afgreiðslustofnun. Þá breytir engu hvaða flokkar fá meirihluta á þingi eða hverjir veljast til starfa þar. Þeir verða bundnir af ákvörðunum að ofan, bundnir að leiðsögn frá Brussel. Þeir verða afgreiðslumenn ESB á Íslandi. Þörf á endurskoðun stjórnarskrár verður þá ekki lengur fyrir hendi, reyndar ekki þörf á stjórnarskrá yfir leitt!
Því væri hreinlegast og best fyrir alla aðila að Samfylkingarfólk innan VG og reyndar annara flokka líka, flytji sig yfir í réttann flokk. Það er einungis einn flokkur með þá stefnu að ganga í ESB og því valið auðvelt fyrir þá sem þangað vilja fara, að finna sér stað.
Vill kosningabandalag VG og Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.