Samráð ?
15.4.2012 | 17:18
Össur Skarphéðinsson fullyrðir að samráð hafi verið milli hans og utanríksmálanefndar um aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að dómsmáli ESA gegn Íslandi. Samt kannast enginn á þeim bænum við að hafa vitað um þetta, fyrr en það kom í fréttir fjölmiðla. Kannski samráðið sem hann talar um hafi bara verið á milli utanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar!
Þá heldur Össur enn fram þeirri vitleysu að aðkoma ESB að dómnum sé til heilla fyrir okkur. Ástæðan sé að við getum þá svarað athugasemdum framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er málflutningur sem er ekki boðlegur, hvorki fyrir utanríkisráðherra né Össur Skarphéðinsson!!
Hvenær hefur það verið talið til bóta þegar einhver á í dómsmáli, að sjórnvöld, hvað þá stórveldi, taki sér stöðu með dómurum? Þvílík fjarstæða!!
Varðandi það að ESB muni hvort sem er koma að málinu og því sé betra fyrir okkur að það sé opinbert, er full ástæða að skoða ESA dómstólinn og verk hans. Á þessi dómstóll ekki að vera sjálfstæður? Er það bara allt í lagi að ESB sé að gera athugasemdir við störf hans og setja fram sínar kröfur á hann, meðan mál er í ferli? Ef svo er, er ESA ekki sjálfstæður dómstóll, honum er stjórnað af framkvæmdastjórn ESB. Því er þessi dómstóll ekki lengur marktækur.
Hvað segði fólk ef stjórnvöld hér á landi færi að senda Hæstarétti athugasemdir við störf hans, áður en dómur er felldur, eða að stjórnvöld kræfust þess að verða aðilar að einhverju dómsmáli sem fyrir honum lægi, vegna þess að það gæti haft svo víðtæk áhrif á aðra en þá sem fyrir dómum eru? Hvernig hefði fólki þótt það að stjórnvöld hefðu krafist þess að verða meðflutningsaðilar með bönkunum um gengislánadóminn? Sá dómur hefur vissulega mikil áhrif á marga landsmenn.
Dómstóll á að vera sjálfstæð stofnun, einungis þannig virkar réttarkerfið. Það getur hann ekki verið þegar stjórnvald eða stórveldi tekur sér stöðu með honum. Það er ESA dómstóllinn ekki, ef hann leifir framkvæmdastjórn ESB að taka þátt í réttarhaldinu, hvort heldur beint eða óbeint. Þá er hann orðinn verkfæri í höndum hennar og dómurinn því ómarktækur.
Framkvæmdastjórn ESB á að leifa dómstólnum að vinna sitt verk, að bíða niðurstöðu dómsins, án afskipta af honum. Eftir það og einungis þá getur framkvæmdstjórnin komið að málinu. Þyki henni dómurinn ekki vera að sínu skapi, getur hún unnið að breyingum laga til samræmis við það. Að koma inn í mál á miðju ferlis þess, er einungis gert til að hafa áhrif á dóminn!!
Það væri nær að málflutningsmenn Íslands mótmæltu aðkomu framkvæmdastjórnar að dómnum, hvort heldur er beint eða óbeint. Öll afskipti hennar af dómnum rýrir störf hans!!
Össur hefur ekki áhyggjur af fylgistapi Samfylkingar. Það er gott, því við hin höfum það ekki heldur. Kannski hann sjái eitthvað gott við það einnig. Það er þá í samræmi við annað hjá honum, hann sér evruna styrkjast þegar hún er að falli komin, hann sér hag fyrir Ísland þegar stórveldi tekur sér stöðu gegn því fyrir dómstólum, hví ætti hann þá ekki að sjá tækifæri fyrir Samfylkinguna þegar hún þurkast út úr íslenskri pólitík?
Össur kom sér frá ábyrgð á verkum hrunstjórnarinnar, með því að segjast ekki hafa hundsvit á fjármálum. Honum rataðist kannski á rétt orð, en það er ljóst að hann hefur ekki hundsvit á ýmsu fleira. T.d. er orðið deginum ljósara að Össur hefur ekki hundsvit á pólitík, kann ekki stjórnskipunarlög, skilur ekki eðli dómstóla og að auki virðist hann ekki vera læs. A.m.k. les hann ekki þær skelfingarfréttir sem daglega koma frá ríkjum ESB, einkum þeim ríkjum er nota evru sem lögeyri.
Hvernig má það vera að slíkur maður kemst í stól utanríkisráðherra?
Samráð var haft í málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig má það vera að slíkur maður kemst í stól utanríkisráðherra?
Góð spurning Gunnar. Góð spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2012 kl. 17:33
Það hefði verið gott að fá fullyrðingar Össurar staðfestar nú eða hraktar. Það sjá það allir sem vilja að einhver er að ljúga. Skyldu ekki vera einhverjir sem hafa tíma og vit til að fynna út úr þessu, því ekki gerir RUFIÐ það.
Óstaðfestar fullyrðingar eru náttúrulega bara eins og hvert annað bull.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.4.2012 kl. 19:58
Það er engin hætta á að fréttamenn RUV fari að skoða þetta mál, Hrólfur. Þeir gera ekkert sem kemur þeirra eigin flokki illa.
Gunnar Heiðarsson, 15.4.2012 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.