Um dreifbýlisstyrki ESB og Landa Gísla Einarssonar

Það er ljóst að samkvæmt reglum ESB er útilokað að við getum fengið eina krónu úr dreifbýlisstyrkjakerfi ESB. Það er svo langt í það markmið að ótrúlegt er að menn skuli vera að ræða um þetta mál og enn ótrúlegra að því sé gerð sérstök skil í einum vinsælasta þætti Ríkissjónvarpsins.

Björn Bjarnason var fljótur til að gangrýna þessa meðferð og að sjálfsögðu svaraði Gísli Einarsson honum í löngu bréfi. En eftir stendur sú spurning hvers vegna þetta mál var tekið fyrir í þættinum, mál sem mun ekki skipta landið nokkru máli.

Einhver, væntanlega aðildarsinni, lét þau orð falla að hugsanlega gætum við fengið afslátt á strangar reglur ESB um dreifbýlisstyrkina og hugsanlega gætum við fengið eitthvað út úr þeim okkur til handa. Í stað þess að skoða nánar þessi ummæli og kanna hvort einhver fótur væri fyrir þeim, var farið í að gera málinu rækileg skil í Landanum, rækileg skil út frá því að þessi ummæli væru heilagur sannleikur.

Vissulega má svo sem líta þannig á málið að eftir fjögrra ára stjórn vinstri afturhaldsaflanna verði ástandið hér á landi orðið með þeim hætti að landið falli undir þröng skilyrði fyrir þessum styrkjum og ætti það sennilega við um flestar þjóðir. En Íslendingar láta ekki berja sig niður og þjóðin mun væntanlega lifa þetta eina ár sem eftir er af hörmungarstjórninni. Í kjölfarið mun hér koma beta líf með skynsamari valdhöfum, sem láta hugvit, dugnað og atorku landans blómstra, svo fjölskyldur landins geti lifað og dafnað, svo fólk hætti að flýja land í von um betri hag annarsstaðar.

En aftur að styrkjunum góðu. Skilyrðin fyrir þeim eru verulega þröng og þarf ástandið hér á landi að versna svo um munar til að við föllum undir þau. Hvort um einverja afslætti af þeim skilyrðum verði fyrir okkur er auðvitað ekki hægt að fullyrða, en vonin er veruleg veik, nánast engin. Hugsanlegt er þó að einhverjir aurar verði teknir til þessa verkefnis svo samningur líti betur út, en hvernig ESB ætlar að réttlæta það fyrir aðildarþjóðum sínum er vandséð.

Það liggur á borðinu að halli verður töluverður á okkar hlut í greiðslum til og frá ESB. Hvort hann verði 3 milljarðar á verðlagi 2009, eða eitthvað meiri eða minni skiptir ekki megin máli, hann verður alltaf töluverður. Þá er einungis talað um beina styrki til og frá ESB. Þar á ofan mun verða að ganga frá ýmsum málum, s.s. makrílveiðum. Hversu mikið tap okkar þar mun verða ræðst alfarið af því hversu áköf stjórnvöld verða í inngöngu. Ýmislegt fleira mætti telja sem mun skerða okkar lífskjör við aðild, bæði sjáanlaga og hugsanlega.

Svokallaðir dreifbýlisstyrkir munu lítið breyta þar um. Ef svo ólíklega vildi til að aðildarþjóðir ESB væru tilbúnar að gefa okkur eitthvað eftir af stöngum kröfum um þessa styrki, verða þær upphæðir sem um ræðir einungis til málamynda, til þess gerðar að liðka fyrir samþykkt aðildar hér á landi.

Eftir stendur stóra spurningin: Hvers vegna ákvað Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, að taka þetta mál fyrir í þætti sínum? Hvaða forsemndur hefur hann, sem við hin höfum ekki, til að taka fyrir mál og velta kostum þess og göllum fyrir í sínum þætti, þegar ljóst er að Ísland er svo langt frá þeim markmiðum sem þarf til að fá úthlutað einni einustu krónu úr þessu styrkjakerfi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband