Orð og gerðir eru sitt hvað
7.3.2012 | 16:37
Við þessa ályktun miðstjórnar ASÍ er litlu að bæta. Þarna er hinn nakti sannleikur sagður berum orðum.
Í ljósi þess er undarlegt að stjórn ASÍ skuli beyta öllum sínum kröftum að aðilögunarferli Íslands að ESB. Það eru haldnir reglulegir fundir um hversu slæm krónan sé og góð evran, þó fáir sjái þó muninn. Með því grefur stjórn ASÍ undan kjörum sinna umbjóðenda. Það er sóað fjármunum ASÍ í auglýsingar í þágu ESB, fjármunum sem væri betur varið í annað!
Enn undarlegra er þetta þó, þegar verkalýðsfélög og sambönd þeirra innan ESB standa nú í stríði við sambandið, einkum vegna þess að framkvæmdastjórn sambandsins hefur lagt til að réttindi launþega verði skert verulega til bjargar fyrirtækjum. Þetta er gert í nafni þess að bjarga þurfi evrunni, en er í raun til bjargar fjármálafyrirtækjum!
Þá er einnig undarleg afstaða ASÍ í ljósi þess að verkalýðsfélög og sambönd þess í Noregi hafa staðið í málaferlum við eftirlitsstofnanir ESB vegna svokallaðrar þjónustutilskipunar, en hún dregur einnig verulega úr því afli sem stéttarfélög hafa.
Orð og gerðir eru sitt hvað. Orð forustu ASÍ eru á stundum fögur, en gerðir hennar eru svartari en allt svart.
Forusta ASÍ verður dæmd af gerðum sínum!!
Mörg íslensk börn alast upp í fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.