Og hvernig er það hægt ?
5.3.2012 | 15:42
Talsmaður Breiðfylkingar, Friðrik Þór Guðmundsson, segir að þau félagasamtök, stjórnmálasamtök og einstaklingar sem að framboðinu standa, séu sammála um að vera ósammála um aðlögunarferlið að ESB. Þetta kemur ekki á óvart, þar sem innan hópsins er fólk mjög svo ósamstætt í þessu máli.
Nú er það svo að í næstu kosningum mun aðlögunarmálið verða mjög fyrirferðarmikið, sennilega aðalmál þeirra kosninga, hvort sem samningur verður kominn á borðið eða ekki. Enda ekki skrítið þar sem um sjálft sjálfstæði þjóðarinnar liggur að veði.
Það er því spurning hvernig Breiðfylkingin ætlar sér að ná til kjósenda. Væntanlega verður þá búið að afgreiða stjórnarskrármálið til réttra aðila, Alþingis, svo ekki verður neinn matur fyrir þá þar. Skuldavandi heimilanna er vissulega stór, en ef á að bíða með að leysa hann til vorsins 2013, þarf ekki að hugsa um þann vanda lengur, flest heimili verða komin á hausinn og vandamálið leyst, a la Jóhanna!
En ESB aðlögunarferlinu verður ekki lokið og sannarlega verður ekki búið að kjósa um aðildina, þegar við fáum loks að kjósa nýtt Alþingi. Það er því frekar ótrúverðugt framboð til Alþingis, sem ekki hefur skýra stefnu í því máli! Öll trúverðug framboð verða að hafa skýra stefnu um ESB aðild, annað er ekki í boði!
Því spyr ég; hvernig ætla frambjóðendur Breiðfylkingar að koma fram fyrir kjósendur og segja að þeir hafi ekki skoðun á ESB aðlögunarferlinu? Hvernig er það hægt?!!
![]() |
Breiðfylkingin boðar til stofnfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll. Ég tek það fram að ég er ekki hlutlaus hvað varðar þetta málefni heldur á að því nokkra aðkomu. Þetta er ekki til að reyna segja þér hvort þetta sé gott eða slæmt heldur aðeins til að skýra þér frá staðreyndum.
Þessi fylking er fullkomlega sammála um:
Svo má deila um hvort þetta sé trúverðugt eða ekki.
Er þjóðin ótrúverðug? Því verður hver að svara fyrir sig.
Taktu líka eftir að þarna er ekki bara kveðið á um að þjóðin ráði, heldur að þjóðin geti einnig haft frumkvæði að viðræðuslitum (með aðferð sem lýst er í 66. gr. tillagna stjórnlagaráðs). Ég veit ekki til þess að neinn flokkur hafi þennan möguleika á stefnuskrá sinni með svo afgerandi hætti.
Einnig er þarna kveðið á um að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, hvort sem er í lok aðildarferslisins eða í kjölfar undirskriftasöfnunar um viðræðuslit, sé bindandi, að minnsta kosti hvað varðar stefnu þessa framboðs. Það ræðst svo auðvitað af niðurstöðum þingkosninga og hvernig meirihluti myndar ríkisstjórn, hvort sú stefna nær upp á pallborðið þar. Um það er engu hægt að lofa fyrirfram. Hefði verið trúverðugra að lofa því að fara alls ekki í ESB, eins og annar ríkisstjórnarflokkurinn sem er á fullri ferð þangað gerði? Hvað ef það reyndist svo vilji þjóðarinnar að fara þangað eftir allt saman, hvort ætti slíkur flokkur þá að fara gegn eigin stefnu eða þjóðinni?
Allir þessir lausu endar eru snyrtilega afgreiddir í stefnudrögunum, sem eiga eftir að fara til endanlegrar afgreiðslu stofnundar, þar sem er ekki útilokað að tillögur að breytingum komi fram, en um þetta verða svo greidd atkvæði. Það er líka lýðræðislegt. Einnig verður valið nafn á sköpunarverkið með sama hætti.
Ég endurtek að ég er fyrst og fremst að reyna að koma þessum skýringum og upplýsingum á framfæri, en svo verður hver og einn að vega og meta fyrir sig hvort þetta sé góð eða slæm stefna. Áróður fyrir slíku má koma síðar.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2012 kl. 17:14
Þú misskilur mig Guðmundur. Kannski hef ég ekki verið nægjanlega skýr í pistlinum. Það sem ég á við er einmitt þetta, að þjóðin fái að ráða. Því miður var það ekki gert við upphaf málsins, en er engu að síður hægt að gera hvenær sem er. Hinsvegar gefur Friðrik það í skyn að aðlögunni skuli haldið áfram og þjóðin fái að kjósa að því loknu. Það er ekki raunverulegur valkostur, þar sem á þeim tímapunkti verðum við orðin svo flækt í vef ESB að ekki verði aftur snúið.
Hinsvegar ritaði ég pistilinn eftir lestur fréttarinnar. Þar stendur skýrum stöfum og haft eftir Friðrik, að þeir sem standi að Breiðfylkingu séu sammála um að vera ósammála um ESB. Skýrara getur það varla verið, þó hann hafi annarstaðar sagt að viðræðum skuli lokið.
Það er svo aftur rétt hjá þér að VG sveik sína kjósendur og það er líka rétt hjá þér að aðrir flokkar þurfa að verða skýrmæltari.
Það getur ekkert framboð gengið til næstu kosninga án þess að skýra, svo ekki verði misskilið, hvert það ætlar sér í þessu máli. Þó þjóðin fái að kjósa, skulum við ekki gleyma þeirri staðreind að sú kosning verður ekki bindandi fyrir Alþingi!!
Sumir halda því fram að Alþingi færi aldrei gegn þjóðinni, en verum ekki svo vissir um það. Ekki þarf annað en skoða störf núverandi ríkistjórnar og hvernig hún hefur svikið sína þjóð, til að sjá að ekkert er heilagt stjórnmálamönnum!!
Það verður því í næstu kosningum til Alþingis sem þjóðin mun kveða sinn dóm um ESB aðild, en til þess að þjóðin fái þeim rétti sínum beitt, verða allir stjórnmálaflokkar og öll framboð að vera með hreina og klára stefnu!!
Gunnar Heiðarsson, 5.3.2012 kl. 17:50
Þó þjóðin fái að kjósa, skulum við ekki gleyma þeirri staðreind að sú kosning verður ekki bindandi fyrir Alþingi!!
Sumir halda því fram að Alþingi færi aldrei gegn þjóðinni, en verum ekki svo vissir um það. Ekki þarf annað en skoða störf núverandi ríkistjórnar og hvernig hún hefur svikið sína þjóð, til að sjá að ekkert er heilagt stjórnmálamönnum!!
Stefnuskráin gengur út á að þetta framboð geri það stefnu að sinni að þetta sé einmitt bindandi aðferð við málsmeðferðina. Það gefur einmitt aðstandendum framboðsins frelsi til að hafa hver sína skoðun og tala fyrir henni. Það mun þá ekki verða ágreiningsefni heldur.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2012 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.