Sérstakur hugsanaháttur

Enn á ný fær ríkisstjórnJóhönnu Sigurðardóttir á sig dóm Hæstaréttar. Ekki ætla ég að blogga um dóminn, hann er skýr og ekkert um hann að segja.Og ekki mun hann verða til þess að stjórnin biðjist lausnar, ekki frekar en aðrir dómar hæstaréttar sem fallið hafa á verk hennar.

Það eru hins vegar orð formanns efnahags og viðskiptanefndar, í fjölmiðlum, sem eru sérstök og ástæða til að benda á. Í viðtali, eftir að Hæstiréttur hafði dæmt verk ríkisstjórnarinnar ólögmæt og gert bönkum að leiðrétta hjá brotaþolum það sem þeir höfðu ofreiknað í vexti af lánum, sagði formaðurinn að ekki væri enn ljóst hversu mikill skaði fjámálafyrirtækjanna yrði.

Þetta er nokkuð sérstakur hugsanaháttur og lýsir vel því hugarfari er ríkir á stjórnarheimilinu. Það er skaði sem fjármálafyrirtækin verða fyrir af því þau verða að hlíta dómi Hæstaréttar. Flestir telja þetta vera leiðréttingu í samræmi við dóminn, en ekki á stjórnarheimilinu.

Þar er talað um skaða fjármálafyrirtækja!

 


mbl.is Tugmilljarðar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband