Að veðja öllu á einn hest, fársjúkann hest !
2.2.2012 | 16:33
Bankarnir eru farnir að bjóða óverðtryggð lán vegna hræðslu. Þeir skilja vandann og hverjar afleiðingar hans muni verða, ef ekkert er að gert. Það er meir en sagt verður um Jóhönnu Sigurðardóttir!!
Húsnæðisstofnun heyrir undir stjórnvöld og því hefur hún ekki sjálfræði til að feta í fótspor bankanna. Ekki fyrr en ráðamenn þjóðarinnar vakna af sínum þyrnirósarsvefni og gera lagabreytingu þar um.
En þó bankar séu farnir að bjóða óverðtryggð lán, þá hjálpar það lítið þeim sem eru með lán fyrir. Þau eru verðtryggð og þau taka á sig allar hækkanir sem dynja á fólki. Skattahækkanir stjórnvalda skila sér beint í hækkun höfuðstóls þeirra lána. Hækkun bensíns, sem að stæðstum hluta er vegna ofurgræðgi stjórnvalda, skilar sér beint sem hækkun höfuðstóls lána. Þetta er vítahringur sem ekki er nema ein leið út úr, afnám verðtryggingar.
Jóhanna Sigurðardóttir sér eina lausn á vandanum, innganga í ESB. Svo barnalegt sem það nú er!
En segjum að þjóðin væri sammála henni og vildi ganga þangað inn. Það mun taka a.m.k. tvö ár enn að ganga frá aðildarsamningi, eitt til viðbótar þar til hann tæki gildi og síðan tveggja ára hagstjórn innan marka sem sett eru til að evra fáist. Í besta falli gætum við verið komin með evru eftir 5 - 6 ár, sennilega töluvert síðar. Eftir 5 ár verða allar fjölskildur landsins komnar á hausinn, vegna verðtryggingarinnar, svo þessi "beinasta" leið Jóhönnu er ansi fjarlæg og ekki til þess fallin að bjarga þeim sem nú berjast í bökkum! Hún liggur beint til heljar.
Úr því Jóhanna telur aðild vera einu lausn vandans, er ljóst að hún ræður ekki við hlutverk sitt. Þegar stjórnendur ráða ekki við sitt verk, er þeim skipt út fyrir hæfari menn, að öðrum kosti sjá eigendur fyrirtækja á eftir þeim í þrot. Það sama á við nú, það á að skipta út stjórn landsins, áður en við eigendur þess, kjósendur, sjáum á eftir því í þrot.
Líkur á að klárist að gera aðildarsamning eru í sjálfu sér litlar. Ástandið innan ESB er með þeim hætti að vonlaust er að ætlast til þess að við getum fengið einhverja sérmeðferð í þeim samning. Það er útilokað fyrir kommisarana í Brussel að gera samning við Ísland, þar sem einhverjar undanþágur frá meginstefnunni er, á meðan verið er að herða tökin á löndunum innan ESB. Útilokað fyrir ESB að gera samning sem er innan þeirra marka sem samninganefnd Íslands hefur frá Alþingi.
Líkur á að slíkur samningur, ef einhverntímann klárast, verði samþykktur af þjóðinni, eru enn minni.
En Jóhanna veðjar öllu sínu á ESB, sambandi sem stendur á þröskuldi þess að hrynja og ljóst er að ef það lifir, mun það verða allt annað samband en nú. Hvað, nákvæmlega, getur enginn sagt til um í dag.
Það þarf mikla heimsku til að veðja öllu sínu á einn hest, sérstaklega þegar hesturinn er fársjúkur og látinn ganga fyrir plástrum, svo hann geti keppt!!
Beinasta leiðin að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þekkirðu einhvern sem hefur fengið svona óverðtryggt lán?
Þau sem ég hef séð eru aðeins kröfur vegna áður gengistryggðra lána sem hafa verið "endurreiknuð" á óverðtryggðum vöxtum. Þessi lán hafa nær undantekningalaust hækkað við endurútreikninginn, um allt að helming rétt eins og þau væru verðtryggð hvort sem er. Ástæðan fyrir því er að við þetta beita bankarnir reikniaðferð sem er ólögleg.
Flest óverðtryggðu lánin sem hafa verið veitt eru semsagt ennþá ólögleg og ennþá allt of kostnaðarsöm, sama hvað Jóhanna segir.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2012 kl. 03:50
Þekki engann persónulega sem hefur fengið óverðtryggð lán. En bankarnir auglýsa að þeir bjóði slík lán og forsemdur þeirra eru til staðar í reiknivélum a.m.k. sumra banka. Hvort einhverjar kvaðir eru á þeim veit ég ekki.
Varðandi endurútreikning gengistryggðra lána, þá fór Árni Páll offari í lagasetningu til hjálpar bönkum, svo vægt sé til orða tekið. En er sú lagasetning ekki til skoðunar hjá ESA? Vonandi kemur einhver vitræn niðurstaða út úr því.
Það er með ólíkindum, þegar fyrirtæki eru dæmd sek, að stjórnvöld skuli breyta lögum svo þessi seku fyrirtæki þurfi ekki að taka á sig nokkurn kostnað vegna þess lögbrot, heldur skuli þeir sem brotið var á borga kostnaðinn og gott betur. Það er einnig með ólíkindum að sett skuli afturvirk lög sem leggja aukinn kostnað á þá sem lögin eru sett gegn.
Ekki vil ég mæra bankana, þeir hafa ekki unnið til þess. En það er ljóst að þeir eru ekki farnir að bjóða óverðtryggð lán vegna afskipta stjórnvalda, því er hræðslan ein eftir. Góðmennska þekkist ekki í orðabók bankamanna. Það eru ekki allir hálfvitar sem stjórna bönkunum, þó auðvelt væri að halda slíkt. Stjórnendur bankanna hljóta að átta sig á því að verði ekkert að gert munu þeir falla aftur, það er ekki endalaust hægt að pína fólk.
Þetta skilur Jóhanna hins vegar ekki!
Gunnar Heiðarsson, 3.2.2012 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.