Skildi Bryndýs hafa farið í rauða hliðið í tollinum, við heimkomu ?
31.1.2012 | 22:59
Það eru orðin aum rökin hjá aðildarsinnum, þegar verslunarferðir eru orðnar aðaltakmark og helstu rök þeirra.
Samkvæmt þeim rökum væri mun álitlegra að gerast aðili að Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar eru barnafötin mun ódýrari en í Brussel. Indland er töluvert ódýrara land en Bandaríkin og Kína ódýrara en Indland. Því má sjálfsagt búast við að aðildarsinnar snúist brátt frá löngun til að ganga í ESB og vilji frekar gerast aðilar að Kínverska Alþýðulýðveldinu.
Það þarf bara að bjóða framkvæmdastjóra Já Ísland í stutta för til Kína og gefa henni nokkrar mínútur þar til að versla. Hún kæmist þá fljótt að því að það er ekkert vit að ganga í ESB, verðlag þar er svo hátt miðað við Kína!!
Barnaskapurinn í framkvæmdastjóra Já Ísland nær háum hæðum um þessar mundir. Hún gæti kannski frætt okkur á því hvernig standi á því að H&M er ekki lögu komið með útibú hér á landi, EES samningurinn hefur heimilað slíkt í meir en tvo áratugi. Eða hvernig standi á því að þau matvæli sem hingað eru flutt án skatts, samkvæmt samningum þar um, eru mun dýrari út úr búð hér á landi en í ESB. Eða hvers vegna N1 selji gos sem það flytur inn frá Spáni, vegna þess að það er ódýrara en að kaupa það frá sama framleiðanda hér á landi, selur þetta ódýra gos á sama verði og Íslenskt.
Staðreyndin er einföld, verslunin hyrðir allt sem henni tekst að komast yfir, því skilar ódýrara innkaupsverð sér ekki til neytenda. Þá er einnig staðreynd að lega okkar á jarðkúlunni er með þeim hætti að útilokað er að við getum fengið vörur erlendis frá á sama verði og í framleiðslulandi. Hver borgar flutningskosnaðinn aðrir en neytendur?
Þessi orrahríð framkvæmdastjóra Já Ísland á hendi innanríkisráðherra hefur þó einn góðann kost. Hún sýnir svo ekki verður lengur um villst að aðildarsinnar, eða að minnsta kosti forsvarsmenn þeirra, eru komnir í algert rökþrot og grípa því hvert hálmstrá sem næst. Þetta hálmstrá er þó sina.
Við skulum allavega vona að þetta sé vegna þess að hún er komin í rökþrot, vegna þess að hinn möguleikinn er ekki eins fallegur, að um heimsku sé að ræða!
Hlupu út í búðirnar í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér. Allt notað til að fegra vonlausan málstað.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.