Prettir og svik
30.1.2012 | 21:13
Samkvæmt síðu OPEC hefur verð á tunnu hækkað um $2 frá áramótum, úr $109 í $111.
Samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabankans var miðgengi dollars um áramót 122,71 kr. en er í dag 123,04 kr.
Þetta eru vissulega hækkanir en þó varla merkjanlegar. Á sama tíma hefur bensínverðið hækkað um 15 kr/l, þ.e. fyrir þá hækkun sem N1 er nú að boða.
Skattahækkun ríkisstjórnarinar er vissulega að koma inn einnig, en varla upp á 21 kr/l !
Olíufélögin eru ríki í ríkinu, þau virðast ekki þurfa að lúta neinum þeim lögum sem í landinu eru sett og stunda verðsamráð sem aldrei fyrr og þá sérstaklega eftir að þau voru dæmd fyrir slíkan gjörning. Þau þurfa ekkert að leggja til svo komast megi út úr þeirri kreppu sem almenningur býr við í þessu landi, þvert á móti maka þau krókinn af mikilli áfergju!
Svo voga þeir menn sér, sem þessa glæpi stunda, að koma fram í fjölmiðla og ljúga að fólkinu í landinu!!
Hvar er verlagsstofnun, hvar er samkeppniseftirlitið, hvar eru yfirleitt þær stofnanir í landinu sem eiga að fylgjast með því að hér séu stunduð heiðarleg viðskipti? Og hvar eru stjórnvöld, sem hafa nú dregið einn fyrrverandi ráðherra fyrir dómstóla fyrir að hafa ekki séð til þess að eftirlitsstofnanir stæðu sín plikt fyrir bankahrunið? Væri ekki upplagt fyrir núverandi stjórnvöld að sýna það í verki að þau hafi stjórn á eftirlitskerfinu, eða eru þau kannski engi betri en sá fyrrum ráðherra sem þau nú ásækja?
Bensín hækkað um fjórar krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt.
Síðan hækka þeir alltaf þegar heimsmarkaðsverðið hækkar og krónan lækkar gagnvart dollar. En síðan þegar heimsmarkaðsverðið lækkar aftur og krónan styrkist, að þá lækka þeir ekki aftur bensínið. Það helst bara, eða kannski lækkað um 1 krónu. Síðan hækkar heimsmarkaðsverðið aftur.. og þá hækka þeir aftur um 4-5 krónur.
Með svona reikningskúnstum og prettum hafa þeir hækkað bensínverðið gríðarlega undanfarin ár.
Vissulega hefur gengi krónunar fallið.. en anskotinn hafi það.. þetta er komið út í rugl.
Hækkun ríkisstjórnarinnar á bensíni, áfengi og tóbaki til að fá meira í ríkiskassann hefur algjörlega mistekist því fólk kaupir minna af áfengi og tóbaki.. og keyrir minna.. og hvað gera þessir snillingar? lækka verðið eitthvað til að fólk versli meira og keyri meira? Nei.. þeir hækka bara enn meira.. aftur og aftur...
Þetta eru anskotans vitleysingar! Afsakaðu orðbragðið.
Einar (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 00:11
DJÖFULLSINS SKÍTUR OG SKÖMM.....
Svo skilja þessir bjánar á þinginu EKKERT í því að fólk er að fara héðan !!!!
Gísli Birgir Ómarsson, 31.1.2012 kl. 01:43
Þetta er bara bisness as usual svo lengi sem við leyfum því að vera svo.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 31.1.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.