Yfirgangur Þjóðverja er farinn að minna illilega á söguna
28.1.2012 | 00:02
Þjóðverjar vilja nú yfirtaka Grikkland, þeim nægir ekki að setja af þjóðkjörna stjórn landsins og skipa sínar undirtátur til valda. Nú skal skrefið stigið til fulls og landið yfirtekið með manni og mús!!
Það er þó tvennt sem gæti sett strik í reikninginn hjá Þjóðverjum, annars vegar gríska þjóðin og hins vegar gríski herinn. Það er ljóst að gríska þjóðin er ekki sátt við yfirgang Þjóðverja, minnugir fyrri viðskipta við það ríki. Gríska þjóðin tekur ekki slíkri kúgun og yfirgangi þegjandi. Þá hefur gríski herinn látið til sín taka af minna tilefni en þetta. Þeir hafa áður tekið völdin á Grikklandi og geta gert það hvenær sem er aftur. Að ekki sé minnst á þá ógn sem þessi hugmynd gæti valdið, ef hún verður að veruleika. Það er nefnilega ekki víst að gríski herinn láti sér nægja að taka völdin í eigin landi, hann gæti allt eins reynt að verja það gegn óvinum sínum og þar er hætt við að Þýskaland verði ofarlega á blaði!
Þjóðverjar, undir stjórn Angelu Merkel, eru að leika sér að eldinum með svona yfirlýsingum. Og eldspítustokkur Angelu er ESB, sem hún beytir fyrir sig. Það sem Angela sér sem "björgun Evrópu", sjá aðrir sem skelfingu fyrir álfuna og reyndar allann heiminn. Yfirgangur hennar og valdasýki opinberast, svo ekki verður um villst, í þessari tillögu. Biðjum til guðs að einhverjum takist að hafa vit fyrir manneskjunni!!
Það kemur svo sem ekki á óvart að fréttastofa RUV skuli flytja jákvæðar fréttir af þeirri þróun sem á sér stað innan ESB, meðan erlendir fréttamiðlar súpa hveljur yfir yfirgangsstefnu Þjóðverja og bíða í ofvæni eftir næsta leik, hvort enn lengra verður haldið í helstefnu Angelu eða hvort einhverjum tekst að koma viti fyrir hana. Cristine Legarde hefur gert ýtrekaðar tilraunir til að koma viti fyrir kannslara Þýskalands, án árangurs. Matrio Monti og David Cameron hafa einnig reynt að koma viti fyrir Angelu, einnig án árangurs. Nicolas Sarkozy er vængbrotinn eftir þá niðurlægingu sem hann fékk frá matsfyrirtækjunum. Þá er stutt í kosningar í Frakklandi og hann í raun einungis áhrifalaus starfsforseti fram að þeim, þar til nýr forseti tekur við. Litlar líkur eru á að sá sem kosinn verður sem forseti Frakklands muni setja sig við hlið Angelu, meiri líkur eru á að hann bindist höndum við Monti, Cameron og Legarde. Hitt gæti einnig skeð að til valda þar verði kosinn maður sem alls engin frekari samneyti vill hafa við ESB.
Það er orðið ljóst að Angela Merkel er orðin eyland innan ESB ríkja. Hún heldur völdum sínum þó enn, einkum vegna stöðu Þýskalands innan sambandsins. Þeirri stöðu hafa Þjóðverjar náð í krafti evrunnar, þeir hafa tögl og haldir á fjármálasviðinu innan Evrópu. En það er ekki víst að það dugi þeim til að yfirtaka Evrópu undir sig. Þegar kemur að því að fólk áttar sig á að lýðræðið er að víkja fyrir Mammon, er hætt við að það láti til sín taka. Það er ekkert verðmætara en lýðræðið og þegar það er tekið af fólki skiptir efnahagur litlu máli. Það hefur enda ætið sannast að efnahagur ríkja sem búia við einræði hefur alltaf hrunið!
Í fyrirsögn þessa pistils nefni ég yfirgang Þjóðverja, það geri ég vegna þeirrar fréttar sem bloggið tengist við. Auðvitað vill hinn almenni Þjóðverji ekki að til ófriðar komi í álfunni, það er hins vegar við völd í Þýskalndi valdasjúkt fólk og það vill Evrópuyfirráð, hvað sem það kostar!!
Það er vonandi að einhverjum takist að koma viti fyrir Angelu Merkel og hennar slekkti. Ef ekki, gætu hörmungar og jafnvel stríðsátök brotist út í álfunni. Það er stutt í sprengjuþráðnum, mjög stutt!!
ESB taki yfir fjármál Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugmyndafræði Hitlers er en til staðar hjá þjóðverjum,og henni á að framfylgja..Íþetta bölvað bandalag vil Össur og Jóhanna.þeir sem vilja ganga í ESB eru landráða Fólk..
Vilhjálmur Stefánsson, 28.1.2012 kl. 00:44
ESB taki yfir fjármál Íslands - fyrirsögn framtíðarinnar?
Andri (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 01:04
Efnahagsráðherra Spánar er Luis de Guindos. Áður en hann varð efnahagsráðherra starfaði hann fyrir ýmsa aðila á fjármálasviði, m.a. sem ráðgjafi fyrir Lehman brothers í Evrópu frá 2006 og þar til sú svikamylla féll. Frá falli Lehmann bankans starfaði hann fyrir fjármálasvið PricewaterhouseCoopers þar til hann varð efnahagsmálaráðherra. 2011 vann hann einnig fyrir bankaráð Banco Mare Nostrum þar til hann varð efnahagsráðherra.
Á Ítalíu er Mario Monti, nýr forsætis, fjármála og efnahagsmálaráðherra hagfræðingur frá Yale og lærði þar m.a. hjá James Tobin, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Mario hefur undanfarinn áratug starfað í Brussel. Hann var skipaður “þingmaður til lífstíðar” viku áður en hann varð forsætisráðherra, væntanlega í þeim tilgangi að tryggja afkomu hans sem best áður en hann ræðst í herför fjármálaaflanna gegn Ítölum.
Í Grikklandi er forstæisráðherrann Lucas Papademos með doktorsgráðu í hagfræði frá MIT í Bandaríkjunum 1978. Hann hefur m.a. starfað sem yfirmaður Bank of Greece 1994-2002 og sem varaforseti Seðlabanka Evrópu 2002-2010.
Það er fróðlegt að sjá hvernig ráðamenn tengjst nú fjármálakerfinu og bandarískum hagsmunum með beinum og augljósum hætti. Greinilegt er að fjármálöflin eru nú í úrslitatilraun til að sölsa undir sig heilu ríkin í þeim tilgangi að fá greiddar "skuldir" sínar.
Þetta getur auðvitað ekki endað nema með styrjöld.
Jón Pétur Líndal, 28.1.2012 kl. 01:13
Auðvitað eiga Grikkir að fá að hegða sér eins og þeir vilja, það styðjum við íslendingar. Það er mjög gott að fara á eftirlaun 55 ára.
Ok með það, grikkja val.
Það að ESB geri athugasemdir við það styrkir okkur íslendinga
frekar í því að vera ein og sérstök eins og Grikkir
Valdimar (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 01:45
Það að ríkisstjórn landsins fái að ráða tryggir að sjálfsögðu ekki að teknar séu réttar ákvarðanir.
En það að ESB fái að ráða tryggir ekki heldur að teknar séu réttar ákvarðanir.
Við það bætist að ESB er alveg sama um hagsmuni Grikkja (eða Íslendinga) ef hagsmunir stóru ESB þjóðanna og hagsmunir Grikkja (eða Íslendinga) fara ekki saman.
Andri (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 02:20
Jebb,ekki grét Zorba eina hrunda vatnsvirkjun þótt í hana eyddi afli,unnum stundum og örfáum Drögmum,!? Auðsafnari missir aðgangseyri að eilífðinni,tapi hann, oft skálduðum fjármunum,í sjóðsvélum bankanna. Zorba gamli (gaman væri að sjá þessa mynd aftur),lætur vel að búbbilínu,gerir þá eina manneskju hamningjudama og færir fölvskalausa gleði Svona upp á íslensku;"Er sælt að vera fátækur elsku Dísa mín".
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 03:48
Kannski við ættum að bjóða Zorba pólitískt hæli hér á Íslandi ásamt sinni Búbbólínu....?
Ómar Bjarki Smárason, 28.1.2012 kl. 03:59
Nóg pláss á Grímstöðum.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 04:20
Don't mention the war!
Kristófer B (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 04:33
Hitler var á móti;
http://www.youtube.com/watch?v=SySRsVxQ0c8
GB (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 10:12
Ég held nú að gríski herinn verði ekki mikil hindrun ef stríð brýst út. Hans vopnasafn samanstendur af vopnum frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, BNA og Rússlandi. Þeir munu einfaldlega verða sveltir af birgðum.
Þriðja heimsstyrjöldin er hins vegar hafin. Hún er bara háð í gegnum fjármálakerfið......eins og er!
Erlingur Alfreð Jónsson, 28.1.2012 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.