Hinn raunverulegi vandi landsins
25.1.2012 | 19:46
Spekingarnir á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé frekara svigrúm til leiðréttinga húsnæðislána almennings. Þetta hefur heyrst áður, reyndar í hvert sinn sem þessi mál hafa komið upp.
Ekkert kemur þó fram hvernig hinn mikli hagnaður bankanna verður til. Ekki heldur hvers vegna ekki má nýta þann hagnað til leiðréttinga lána, þann hagnað sem auðvitað kemur til vegna þess að bankarnir eru að nýta sér til handa þann afslátt sem þeir fengu af lánasöfnum gömlu bankanna.
Tryggvi Þór er undrandi á því orðfæri sem notað er á Alþingi um þetta mál, en hann skilur auðvitað ekki vandann. Magnús Orri er þó enn utar við raunveruleikann og telur að upptaka evrunnar muni laga þetta!! Maður spyr sig óneitanlega að því hvernig í ósköpunum slíkir menn komist á þing, menn sem virðast gjörsamlega sneyddir heilbrigðri skynsemi.
Þá er því haldið fram í greinagerð Hagfræðideildar að leiðrétting húsnæðislána gætu kostað ríkissjóð allt að 200 milljarða króna. Þetta miðast sjálfsagt við að allur kostnaðu kæmi frá ríkinu, að bankarnir fái haldið sínum hagnaði að fullu. Reyndar er þetta nokkuð stór upphæð og auðvelt að efast um að hún sé rétt.
En jafnvel þó þetta væri rétt, að kosnaðurinn væri 200 milljarðar króna, þá er um að ræða sömu upphæð og notuð var í upphafi hrunsins til að tryggja innistæður fjármagnsigenda! Af þeirri upphæð fór þó einungis brot til fjölskyldna landsins, lang stæðsti hlutinn fór í hendur örfárra manna sem áttu megnið af innistæðum bankareikninganna. Ekki er ólíklegt að Tryggvi Þór og jafnvel Magnús Orri hafi notið hluta þess fjár.
Ef svo ólíklega vill til að Hagfræðideildin hafi rétt fyrir sér, að svigrúm bankanna sé ekki lengur fyrir hendi, hlýtur að vakna spurnng um hvað veldur. Er það vegna þess að fjárhagsstaða þeirra er orðin svo bág? Það stemmir ekki við efnahagsreikning þeirra, eða laun stjóranna. Er það kannski vegna þess að bankarnir eru ekki lengur í eigu ríkisins nema að hluta? Líklega. Eftir að fyrrverandi fjármálaráðherra beytti alveg nýjum aðferðum við einkavæðingu bankanna, aðferð sem á sér varla sinn líkann, missti ríkið öll yfirráð yfir bönkunum. Þessi einkavæðing, sem fór hljótt og þing og þjóð fékk ekki að vita um fyrr en allt var um garð gengið, er einhver gerræðislegasta aðgerð sem nokkur ráðherra hefur framkvæmt og það á þeim tímum er lífsnauðsynlegt var fyrir ríkið að hafa hendur á uppbyggingu fjármálakerfisins. Þessari ábyrgð losaði fyrrum fjármálaráðherra sig við og færði einhverjum ótilteknum hóp manna, sennilega þeirra sömu og settu hér allt til fjandans.
Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær leiðrétta þarf lán heimila. Magnús Orri talaði um að beyta ætti áfram sömu "faglegu vinnubrögðum" sem stjórnvöld hafa notað hingað til. Sér er nú hver helvítis faglegheitin!! Allt sem stjórnvöld hafa lagt til hefur litlu sem engu skilað. Engum hefur verið bjargað, einungis lengt í hengingaról sumra meðan þeim sem bjargandi er, er ýtt sífellt nær bjargbrúninni.
Í stuttu máli hafa aðgerði stjórnvalda miðast að því að bjarga þeim sem verst standa. Falleg hugsun en eins fáráðnleg og hugsast getur! Þetta hefur orðið til þess að þeir sem óvarlegast fóru fyrir hrun og skulduðu mest, hafa fengið mestu niðurfellinguna. Samt er það fólk enn í sömu sporum, með hengingarólin um hálsinn, taumurinn er bara örlítið lengri. Hinir sem sýndu forsjá í sinni lántöku og tóku ekki meiri lán en svo að við eðlilegar aðstæður var lánabyrgði þeirra vel innan marka, fá enga leiðréttingu. Sammt er það svo að vegna þess forsemndubrests sem bankahrunið olli, er þetta fólk nú komið fram á sömu bjargbrún og hinum óforsjálu er haldið.
Þetta forsjála fólk, sem margt átti einhverja sjóði, hefur nú notað þá til fulls til að seðja gin bankaófreskjunnar. Það hefur dregið saman, eins og hægt er alla sína neyslu. Samt horfir það á eignir sínar hverfa til bankanna. Fólk sem átti allt að helming sinnar fasteignar fyrir hrun, á nú ekki eina krónu í henni. En vegna þess að það hefur getað staðið í skilum við bankann fær það ekki neina aðstoð. Það er spurning hversu lengi er hægt að halda þessu áfram, spurning hvenær hið óhjákvæmilega skeður að þetta fólk. sem öllu hefur fórnað til að seðja ófreskjuna, gefst upp og hættir að láta hafa sig að fíflum. Hvar munu bankarnir standa þá?
Það á að hætta þesum andskotans skollaleik! Það á að hætta að dæla fé til þeirra sem verst standa. Flestir þeirra fóru offari fyrir hrun og hefðu sjálfsagt flestir farið á hausinn þó ekkert hrun hefði orðið. Það er einnig staðreynd að sú "hjálp" sem þetta fólk fær dugir því ekki, það frestar einungis því að það fari á hausinn. Flest af þessu fólki er betur sett með því að leifa því að losna undan skuldum sínum og byrja með hreint borð að nýju. Þetta er tiltölulega lítill hluti af heildinni.
Það á að hjálpa fjöldanum, þeim sem enn er bjargandi. Það átti strax að gera flata leiðréttingu lána, en stjórnvöld höfðu ekki kjark til þess, freka en annars. Þetta er enn hægt, það er enn hægt að bjarga fjöldanum. Hvort sú björgun kemur frá bönkunum eða ríkinu skiptir í sjálfu sér litlu máli, því ef ekkert er að gert til þessa, munu bæði bankar og ríkisjóður óhjákvæmilega fara á hausinn. Önnur lending er ekki í myndinni.
Þetta þurfa þingmenn og stjórnvöld að átta sig á. Geri þau það ekki mun skella á okkur enn verri kreppa en áður hefur þekkst, kreppa sem mun leiða áður óþekktar hörmungar yfir land og þjóð!!
Jóhanna veðjar á evruna, sem er að hruni komin. Hún ætti heldur að veðja á eigin þjóð, henni er enn við bjargandi, en hver mánuðurinn sem líður án þess að hinn raunverulegi vandi er viðurkenndur og ráðstafanir gerðar samkvæmt því, eykur vandann!!
Þessi skýrsla á að fara í ruslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það að tryggja innistæður í bönkunum er vissulega umdeilanleg aðgerð, en án þess er þó líklegt að hrunið hefði orðið mun dýpra.
En sú trygging hefur ekki kostað ríkið eina einustu krónu og mun ekki gera það ef bankarnir "halda". Eignir bankanna fóru að sjálfsögðu í það að greiða innlánin og var það auðvitað mun auðveldara eftir að neyðarlögin voru sett og innlán sett í forgang. Nokkur vafi var þó um innlánin í Landsbankanum (og er hugsanlega enn) vegna þess hve eignastaða hans var veik. En þó er útlit fyrir að þar sleppi hið opinbera einnig.
Mesta hættan á að ríkið þurfi að reiða fram fé er þó í sparisjóðakerfinu (jafnvel líklegra en ekki) sérstaklega í SPK, en þar er samt um að ræða mun lægri upphæðir ekkert nálægt þeim sem voru í stóru bönkunum.
Neyðarlögin eru það sem gerði stóra muninn.
Allt útlit er fyrir að endurreins bankakerfins muni ekki kosta hið opinbera nokkurn skapaðan hlut, heldur eru nokkuð góðir möguleikar á því að það geti hagnast á aðgerðinni þegar upp er staðið.
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 00:00
Það voru lagðir nærri 200 milljarðar inn í bankakerfið við fall bankanna. Þá hefur þegar verið lagðir tugir miljarða inn í sparisjóðakerfið, svo það er engin spurning hvort ríkið leggi peninga þar inn. Hitt er spurning hvort ríkið þurfi að leggja til meira fjármagn til vegna þeirra.
Neyðarlögin voru vissulega þörf og hafa bjargað milklu. Hvort þau tryggi að ríkið fái til baka það fé sm það hefur lagt til mun framtíðin leiða í ljós. Þó eru líkurnar minni en áður, þar sem tveir af þrem stæðstu bönkunum hefur verið einkavæddir.
Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að leiðrétting til lánþega er bráð nauðsynleg, ef komast á út úr kreppunni. Fólk er orðið langþreytt og spurning hvenær uppgjöf lætur til sín taka. Það er ljóst að sá sem hefur séð á eftir eign sinni hverfa í gin bankaófreskjunnar, jafnvel þó staðið hafi verið í skilum með lánin, að sá sem hefur eytt æfisparnaðnum til að halda ófreskjunni rólegri og hefur ekki í neina sjóði lengur að sækja, hefur kannski ekki mikinn greiðsluvilja, jafnvel ekki lengur greiðslugetu. Hann hefur litlu eða engu lengur að tapa.
Ef ekki verður gengið til móts við þetta fólk, mun hætta á allsherjarhruni blasa við. Svo einfalt er það.
Gunnar Heiðarsson, 26.1.2012 kl. 00:18
Ef ég man rétt þá lagði ríkið aldrei fram fé til bankanna heldur lagði inn skuldabréf til að eiginfjárhlutfallið yrði í lagi, það getur þó hafa verið um eitthvert reiðufé að ræða, en það var lítið. Þessi frétt segir síðan til um hvernig það er að skila sér http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/30/ekkert_tap_af_eign_i_bonkunum/
Sparisjóðirnar eru annað og líklega verra mál.
En það er alls ekki rétt að halda því fram að hið opinberga hafi afhent fjármagns eða sparifjáreigendum hundruði milljarða. Enn og aftur komu neyðarlögin til bjargar.
Með tilliti til þessa er enn óskiljanlegra hvers vegna vinstri stjórnin ákvað að afhenda vogunarsjóðum 2. af 3. af stóru bönkunum.
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 00:51
Það breytir þó ekki þeirri stöðu sem lánþegar eru komnir í. Það má auðveldlega segja að það fjármagn sem ríkið leggur til þess að leiðrétta hlut lánþega, muni skila sér að fullu til ríkissjóðs.
Auðvitað eiga bankar að koma til hjálpar við þetta verkefni og nýta að fullu það sem þeir fengu vegna afsláttar af lánasöfnunum. Það er vissulega erfiðara vegna einkavæðingar þeirra, en þá er spurning hvort hægt sé að fara aðra leið til að koma þeim að borði.
Útreikningar Hagfræðideildarinnar eru hreint rugl. Þeir nota sem forsemndur upplýsingar frá Seðlabankanum annars vegar og Samtökum fjármálafyrirtækja hins vegar. Þau samtök hafa ekki verið vönd að virðingu sinni og sjaldnast takandi mark á einu orði frá þeim.
Þá er sú upphæð, 200 milljarðar, sennilega nokkuð langt frá raunveruleikanum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið er þessi upphæð nærri þriðjungur af heildarupphæð húsnæðislána!
Því er ljóst að svigrúm bankanna er nokkurt. Það sem ríkið þarf að leggja til til viðbótar skilar sér margfallt í ríkissjóð aftur. Ef ekkert er gert mun ríkissjóður og bankar tapa mun stærri upphæð. Þeir munu þá tapa öllum sínum eignum og gott betur!
Gunnar Heiðarsson, 26.1.2012 kl. 01:19
Það er rétt sem fram kemur í máli G. Tómas hér að ofan.
Það var einungis gefið út skuldabréf en engir raunverulegir peninga voru þar á bakvið.
Sennilega stærsta "ruglið" er að AGS var á sínum tíma b´+uin að gefa út að slakinn til afskrifta í kerfinu væri um 620 milljarðar og hafði lagt til að þeir peningar gengju til heimilanna. Seingrími og Slowhönnu þótti bara meitra vænt um Íbúðalánaþjóf, sem á einni nóttu var reistur við með stökkbreyttum lánum okkar N.B. vísitölubundnum og verðtryggðum.
Slowhanna hreykir sér síðan af (síðast á forsíðu f´rettablaðsins 25.jan) að hafa "fært niður skuldir um 135 milljarða".... en síðan kemur fram inni í blaðinu að vel yfir 90% af tölunni séu vegna gjaldeyrisdómsins auk þess sem að einhverjir ótaldir milljaðar í viðbót voru vegna afskrifaðra lána á gjaldþrota fyrirtæki.
Raunupphæðin sem eftir stóð eftir þessa lygaþvælu var rétt um 7,2 milljarðar... epða svona álíka og að taka verðtrygginguna á íbúðalánum landsmanna úr samandi í alveg heila 22 daga.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 01:36
Ef ég man rétt þá lagði ríkið aldrei fram fé til bankanna heldur lagði inn skuldabréf
Þjóðhagfræðilega er þetta tvennt það sama.
Loforð ríkisins um að borga 200 milljarða jafngildir loforði um milljón úr vasa hvers skattgreiðanda. Þar sem ríkið getur alltaf sett lög sem skylda þig til að láta þessa milljón af hendi (kallast skattur) þá er slíkt loforð virði þess sama og það hljóðar upp á í peningum, sem gerir það jafngilt peningum.
En hinsvegar er áfallinn kostnaður skattgreiðenda vegna einkavæðingar Landsbankans (eingöngu) kominn vel yfir 700 milljarða nú þegar, eða hálfa þjóðarframleiðslu. Svo mega menn leika sér að því að giska hversu mikils hann sé virði í raun og veru, með 300 milljarða gengistryggt IceSave akkeri fast inni í þrotabúi gamla bankans. Til samanburðar var hann upphaflegur einkavæddur fyrir 25 milljarða sem voru kámugir af prentsvertu úr Búnaðarbankanum.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2012 kl. 20:29
Það sem ég var fyrst og fremst að benda á, er að hið opinbera var ekki að leggja fé til að bjarga sparifjáreigendum. Þeirra fé var í raun bjargað með neyðarlögunum þegar innlán fengu forgang. Það er þó ekki alveg ljóst hvernig það fer með Landsbankann eins og líklega flestir vita. Sparisjóðirnar eru síðan annað mál.
Þó að skuldabréf sé vissulega verðmæti eins og peningar, þá eru þau ekki reiðufé. Það er staðreynd sem margir hafa notfært sér á undanförnum árum. Það er t.d. möguleiki á því að hið opinbera geti selt eignir sínar án þess að hafa nokkru sinni borgað af skuldabréfinu. Eða lagt fram "raunverulegt" fé. Kraftaverk nútíma bankastarfsemi ekki satt?
Ég hefði gaman af því að vita hvernig 700 milljarðarnir eru reiknaðir út og hvað er inni í þeirri tölu.
G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2012 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.