Að kljúfa heila þjóð í herðar niður
24.1.2012 | 20:29
Að beyta fyndni fyrir sig í ræðu og riti er vandasöm iðja og ekki nema á fárra færi. Össur Skarphéðinsson grípur gjarnan til þessa ráðs þegar hann vill kasta máli á dreif, oftast með miður góðum árangri, stundum skelfilegum.
Nú svarar Össur spurningu á Alþingi með þessum hætti og árangurinn er hinn sami og oftast áður, hann hittir sjálfan sig fyrir. Kannski vegna þess að hann grípur til líkingamáls sem hann hefur ekki skilning á.
Það sem þó stendur uppi eftir þessa vanmáttugu landbúnaðarumræðu Össurar, er að hann telur að Framsóknarflokkurinn hafi verið klofinn, þar sem einn af þingmönnum hans yfirgaf flokkinn.
Það er auðvitað slæmt þegar þingmenn yfirgefa flokk sinn en að flokkurinn klofni við það er full mikið sagt. Stjórnmálaflokkar geta klofna þó þingmenn þeirra yfirgefi þá ekki, eins og sannar sig innan Samfylkingar nú um stundir.
Verra er þó þegar þjóð er klofin í herðar niður, en það hefur flokk Össurar tekist með ágætum, reyndar eina sem þeim flokk hefur tekist hingað til!
ESB umsókn, vitandi að þjóðin hefur mjög skiptar skoðanir um það mál, var eins heimskuleg og frekast getur hugsast, á þeim tíma þegar mestu skipti að þjappa þjóðinni saman. Samfylkingin ákvað þó að krefjast þess af samstarfsflokk sínum í ríkisstjórn að sú leið yrði farin, vitandi að forusta þess flokks var blinduð af hatri og valdagræðgi. Nú situr sú forusta ein á þingi, án stjórnmálaflokks. Forusta VG klauf ekki flokk sinn heldur yfirgaf hann!
Með þessari gerræðislegu ákvörðun sinni klauf Samfylkingin þjóðina í tvennt. Það er afrek útaf fyrir sig en þó varla afrek sem nokkur með viti vill hæla sér af. Það eru einungis stjórnmálamenn eins og Össur sem hæla sér af slíkum verkum.
Það má deila um hvort fyrirspurn Gunnars Braga eigi erindi inn á Alþingi. Þingmenn hljóta þó að vilja vita hvað er í gangi þegar ráðherra ritar grein í fjölmiðla og lýsa þar vantrausti á samráðherra sinn, sem er þar að auki formaður þess stjórnmálaflokks sem ráðherrann er í og forsætisráðherra. Það ætti engann að undra þó slík mál séu tekin upp í sal Alþingis.
Össur hefur auðvitað ekki kjark til að svara þessari spurningu og því grípur hann til þess ráðs, sem honum er einlægt, að svara út í hött með misheppnaðri fyndni og hann komst upp með það!
Tvílembingar og hrútlömb á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.