Eigun við að byggja landið upp af eiginn verðleikum eða hlaupa í skjól ESB ?

Það er vissulega styrkur fyrir evruna í vanda hennar að hafa trausta talsmenn upp á Íslandi. Fjármálaheimurnn hlýtur að leggja við eyru og taka mark á þessum spámönnum Íslands, sem fullyrða að vandi evrunnar sé minniháttar. Að evran sé sterkur gjaldmiðill og muni styrkjast enn frekar. Þetta er sjálfsagt framandi fyrir fjármálaheiminn, en íslensku spámennirnir hljóta að hafa eitthvað til síns máls!

Gylfi Arnbjörnsson hefur verið duglegur að nota fé launafólks til að koma "sannleikanum" á framfæri. Sá spámaður hefur þó algerlega látið það vera að spyrja launafólkið þeirrar spurninga hvort hann hafi heimild til að nota fé þess til þessa, enda nokkuð langt síðan hann sneri baki við því.

Annar duglegur spámaður og litlu síðri, er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, forsætisráðherra, sjávarútvegs-, dóms-, og kirkjumálaráðherra, núverandi samningamaður Íslands í samninganefnd um aðildarviðræður að ESB.  Á sínum ráðherraferli taldi Þorsteinn að Íslandi yrði betur borgið utan ESB. Nú ber öðru við, hann ritar vikulega greinar í Fréttablaðið og oftast um hugðarefni sitt, dásemnd ESB. Auðvitað er öllum heimilt að skipta um skoðun, en það getur varla talist eðlilegt að samningamaður í alþjóðlegri samninganefnd fyrir land og þjóð, riti vikulega greinar í dagblað, þar sem málstað gagnaðila er haldið á lofti.

Nú um helgina var engin undantekning á reglu Þorsteins, hans pistill var birtur og vissulega fjallar hann um dásemd ESB, þó hann setji það í örlítinn felubúning.

Megin þema greinar Þorsteins er lof á Gylfa Arnbjörnsson og "þarft" verk hans um gagnrýni á íslensku krónuna.

Þorsteinn tekur undir með Gylfa og telur að krónan hafi valdið bankahruninu haustið 2008. Þetta er ótrúleg fullyrðing, sér í lagi frá manni sem hefur fimm ráðherratitla í sinni ferilsskrá, þar á meðal fjármálaráðherra. Maður skildi ætla að slíkur maður bæri örlítið meira skynbragð á hvernig hagkerfi virkar og hvað gjaldmiðill þjóða stendur fyrir.

Gjaldmiðillinn er einungis mælikvarði á getu stjórnvalda til að stjórna hagkerfi landsins. Gjaldmiðill getur aldrei orðið gerandi. Skiptir þar engu hvort gjaldmiðill er smár eða stór. Það skiptir heldur engu hvort um sjálfstæðann gjaldmiði er að ræða eða um sameginlegann gjaldmilil nokkurra þjóða. Ef hagstjórnin er ekki í lagi er útkoman alltaf sú sama, það er einungis byrtingamynd hennar sem breytist.

Það er vissulega rétt hjá Þorsteini að hagstjórnin hér á landi var ekki upp á það besta fyrir hrun, en hvort það var ástæða hrunsins er aftur annað mál, þó vissulega megi rökstyðja að röng hagsstjórn hafi ekki hjálpað. Hrunið varð einkum vegna þess að siðlausir menn komust til valda í bönkum landsins og þeir nýttu sér barnslegann hugsanahátt eftirlitsaðila, sem töldu sitt verkefni fyrst og fremst vera að sækja laun sín til ríkissins. Þegar svo alþjóðleg bankakreppa skall á var íslenska bankakerfið gjörsamlega vanbúið að takast á við þann vanda.

Krónan kom þar lítið að málum, þó þessir siðlausu menn, sem hér settu allt á hausinn, hefðu verið búnir að kalla eftir evru um nokkurt skeið. Nú halda menn eins og Gylfi og Þorsteinn uppi merki þessara siðlausu bankamanna!

Þorsteinn spyr í lok greinar sinnar hvort endurtekning sé eini kosturinn. Hann bendir á að auka þurfi aga í hagstjórn og í reynd viðurkennir hann þar megin vandann. Það er hins vegar lausn Þorsteins sem vekur manni ugg. Hann telur að ekki sé hægt að hafa uppi slíkann aga nema með afskiptum erlendra aðila. Þetta er þungur dómur, vonandi þó ekki felldur af eigin reynslu í pólitík!

Ef þetta er rétt hjá Þorsteini er algjörlega galið fyrir Ísland að ganga í ESB. Þær þjóðir sem verst hafa komið úr því sambandi eru einmitt þær þjóðir sem erfiðast hafa átt að halda aga á sinni stjórnsýslu. Því væri það dauðadómur fyrir landið að ganga í ESB.

Það væri mun skynsamlegra og heiðarlegra að senda tölvupósta til sem flestra ríkja heims og athuga hvort eitthvert þeirra væri tilbúið að taka landið yfir og það agalausa fólk sem á því býr!

Það er sem betur fer enn fjöldi Íslendinga sem hefur trú á framtíðina. Þeir sjá ekki allt svart, eins og Þorsteinn, Gylfi og Samfylkingin. Tækifærin liggja um allt í okkar kæra landi, einungis þarf að virkja þau. Vissulega þarf að taka stór átak í stjórnmálaelítunni og mun það verða krefjandi verkefni, en alls ekki óviðráðanlegt. Framtíð Íslands byggist á landinu sjálfu, kostum þess og gæðum og auðvitað íbúm þess og dugnaði.

Framtíð ESB er hins vegar svört, svo það er kannski von að þeir sem haldnir eru svartsýni vilji þangað. En þangað er ekkert að sækja.

Við eigum að efla samskipti við lönd ESB, sem og öll önnur lönd heimsins. Við eigum að vinna okkur út úr kreppunni á eigin verðleikum, ekki annara. Þannig komum við sterk út úr henni.

En það þarf að hefja það starf strax og til þess verður að losna við þessa skaðræðis ESB ríkisstjórn landsins. Það þarf að boða til kosninga og hleypa nýju fólki að, vonandi fólki með meiri siðvitund en margur þingmaðurinn og ráðherrann hefur nú.

Það þarf að koma úrtölu og svartsýnisfólki frá völdum, fólki sem sér það eitt til lausnar að sækja í skjól stórþjóða eða þjóðarsambanda. Þjóðarsambanda sem hafa nú með skýrum hætti sýnt að stjórnsýslan þar er engu betri en sú íslenska á árunum fyrir hrun!

Þrjú ár hafa nú farið til spillis við enduruppbyggingu landsins. Það litla sem hefur gerst er á nákvæmlega sama grunni og hér var fyrrir hrun.

Það vill þjóðin ekki!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband