Enn gruggast vatnið

Sagan endalausa um Vaðlaheiðagöng ætlar engan endi að taka. Í fjölda ár hefur verið talað fyrir þessum göngum og vissulega eru þau þörf, þó önnur séu þarfari fyrst.

Sú flétta kom svo upp fyrir nokkru að göngin yrðu gerð með sama hætti og Hvalfjarðargöng, að þau yrðu fjármögnuð með veggjaldi þeirra sem um þau fara. Þá upphófst mikil reiknivinna, þar sem reynt var að reikna þar til rétt niðurstaða fengist. Hluti þeirrar fléttu var að fá Hagfræðistofnu HÍ til að reikna, en útkoman varð vitlaus og því skýrslunni stungið undir stól.

Að ætla að gera göng undir Vaðlaheiðagöng og láta þau greiða sig upp með veggjaldi er í sjálfu sér gott og gilt, en það verður þá að ganga upp með óyggjandi hætti. Það má enginn vafi vera á því að þetta gangi upp. Sá vafi er fyrir hendi nú þegar.

Hvers vegna viðurkenna menn ekki að einhver kosnaður geti fallið á ríkið vegna þessara gangna og tala máli sínu samkvæmt því? Að hóflegt veggjald verði tekið og það muni renna upp í kostna við byggingu og rekstur gangnanna og mismunurinn verði greiddur af ríkinu.

Reyndar er ég alfarið á móti veggjöldum, sama í hvaða mynd þau eru. Það er ekki réttlæti í því að sumir þurfi að greiða gjald fyrir afnot af vegakerfinu en ekki aðrir. Að sumir fái göng gratís en aðrir þurfi að greiða fyrir að fara gegnum slík mannvirki. Það er þegar innheimtur mikill skattur af akstri landsmanna, skattur sem ætlaður er til viðhalds og nýbyggingu vegakerfisins en er notaður í allt öðrum tilgangi. Ökumenn landsins eru því skattpíndir meir en aðrir og sú skattpíning lendir fyrst og fremst á landsbyggðarfólki.

Ef sá skattur sem innheimtur er af akstri landsmanna og ætlaður er til vegakerfisins væri notaður til þess, þyrfti ekki að deila um hvort einstök framkvæmd standi undir sér eða ekki. Þá væri hægt að bora gegnum þau fjöll sem við teljum þurfa, þá væri hægt að útrýma einbreiðum brúm á landinu, þá væri hægt að koma Vestfirðingum í sómasamlegt vegasamband og útrýma þar malarvegunum sem virðast orðnir verndaðir og þá væri hægt að laga vegakerfi landsins til samræmis við regluverk ESB, en þar vantar mikið upp á. Allt þetta væri hægt að gera ef skattur af eldsneyti og kílómetragjald af stærri bílum væri notað til þess er því var ætlað. Þess í stað eru þessir peningar notaðir til að halda uppi ofvöxnu ríkisbákni!

Vaðlaheiðagöng eiga fullan rétt á sér, en það eru þó aðrar framkvæmdir við vegakerfið sem eru brýnni. Ef hins vegar vilji þingmanna er til að fara í gerða þessara gangna og taka þau framfyrir aðrar brýnni framkvæmdir, er það pólitísk ákvörðun. Þá eiga þeir að taka þá ákvörðun út frá staðreyndum og viðurkenna að kostnaður mun falla á ríkið vegna þess. Best væri þó að þeir ákvæðu að fara í þessa framkvæmd án þess að veggjald verði innheimt.

Að ætla af stað í gerð Vaðlaheiagangna á þeirri forsemndu að þau muni standa undir sér er álika gerð og bankar landsins stunduðu fyrir hrun. Þá eru ákvarðanir teknar út frá pöntuðum niðurstöðun og skollaeyrum skellt við þeim sem vara við.

Vaðlaheiðagöng hf eru í meirihluta eigu ríkisins og að minnihluta Greiðrar leiðar. Allar forsemndur sem notast er við eru byggðar á skýrslu sem Greið leið greiddi fyrir og endurreikningi Vegagerðarinnar á henni. Við bætist skýrsla sem IFS greiningar, en hún byggist á upplýsingum frá Vegagerðinni, meirihlutaeiganda Vaðlaheiðagangna hf.

Skýrsla Greiðrar leiðar og Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að göngin geti hæglega borgað sig upp. Þetta er skýrsla eigenda og því vart marktæk. Skýrsla IFS er varfærnari og er þar fyrst og fremst sett spurningamerki við framhaldsfjármögnun. Talsmenn gangnanna gera lítið úr þeim aðvörunum, þó hrunið ætti að segja okkur að þá hættu ætti síst að vanmeta.

Síðan er skýrsla Pálma Kristinnsonar, verkfræðings, sem er vægast sagt svört. Pálmi er þó sennilega sá íslenskra fræðinga sem mest vit hefur á slíkum framkvæmdum. Því er óráðlegt að hlusta ekki á aðvarinir hans.

Og nú kemur fram ein skýrlan enn, frá Hagfræðistofnun HÍ. Um innihald hennar er lítið vitað, en henni var stungið undir stól. Þó er vitað að samkvæmt henni þarf veggjaldið að vera nærri helmingi hærra en gert er ráð fyrir í áætlunum Vaðlaheiðagangna hf. Það er nærri því sama niðurstaða og Pálmi komst að og því sennilegt að skýrsla HÍ sé á svipuðum nótum og skýrsla Pálma. Kolsvört!

Það er komin tími til að menn sýni í verki að þeir hafi eitthvað lært af hruninu, sérstaklega þingmenn!!

 


mbl.is Skýrslu stungið undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð færsla en ekki nokkur einasta von um að þingmenn læri nokkurn skapaðan hlut!

Sigurður Haraldsson, 13.1.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband