Landið frýs og þjóðin flýr !!

Enn eykst atvinnuleysið, þrátt fyrir aukinn flótta fólks úr landi.

Það er séð að hin norræna velferðarstjórn sem boðuð var hér vorið 2009 og byggist fyrst og fremst á því að landsmenn flýji land, til hinna Norðurlandana, er ekki að ganga. Hvort það er vegna skorts á farartækjum til flutning á fólki úr landi skal ósagt látið. Að minnsta kosti eru enn um 11.700 Íslendingum of mikið í landinu!

Norræna velferðin freistar margra, en ekki nógu margra. Það er auðvitað óþolandi að landsmenn skuli ekki vilja flýja landið í nægum mæli. Þetta gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir og nægur er vandi þeirra samt. ESB aðlögunarferlið tekur mikinn tíma auk þess sem látlaus leit formanna stjórnarflokkanna að einhverju sem hægt er að klína á Sjálfstæðisflokkinn, tekur mikla orku frá þeim. Það tekur á að liggja á fjórum fótum og leita dauðaleit að því sem ekki finnst!

Það er því enginn tími fyrir stjórnvöld til að leita lausna á einhverju helvítis atvinnuleysi. Norræna velferðin byggist ekki á því og hún byggist ekki heldur á því að hjálpa fjölskyldum landsins við að kljúfa stökkbreytt lán, sem bankarnir eru svo duglegir við að rukka. Norræna velferðin byggist ekki heldur á að hjálpa öldruðum og öryrkjum, eða halda uppi nauðsynlegri heilsugæslu.

Norræna velferðin byggist á því að Íslendingar flýji land, helst til annara Norðurlanda! Þið verðið að fara skilja þetta, heimska þjóð!!

 


mbl.is 7,3% atvinnuleysi í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvarflar að þér að hluti ástæðunnar fyrir atvinnuleysinu sé sú að Bláa höndin sem stýrir Samtökum Atvinnulífsins hvetur fyrirtæki til að halda að sér höndum og draga saman seglin og á sama tíma hætta bankarnir að lána.  Það er allt gert til að stöðva uppbygginguna og koma sökina á ríkisstjórnina.  En sofðu rótt...þetta er að virka.  Djöfulsins snillingarnir munu brátt komast aftur að kjötkötlunum og halda sínum myrkraverkum áfram.  Þeir eru búnir að telja meirihluta þjóðarinnar trú um að ESB aðild og upptaka alvöru gjaldmiðils sem þeir geta ekki leikið sér með eins og þeim sýnist, sé þjóðinni skaðleg.  Fólkið gleypir við þessu og fær það sem það á skilið.  Það mun lítið breytast á Íslandi þegar þínir menn taka völdin aftur...ekkert "Nýtt Ísland".  Og kannski að SÚ vitneskja fremur en margt annað hvetji suma til að segja bless og kveðja Ísland.  

En vonandi mun þér samt líða betur í framtíðinni á Íslandi með "þína menn" í brúnni.   Bestu kveðjur

Róbert Björnsson, 13.1.2012 kl. 16:21

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er þetta það er eina sem þið stjórnarliðar getið þegar gagnrýni kemur fram, að spyrða gagnrýnandann við Sjálfstæðisflokkinn?

Þessi athugasemd þín Róbert, sannar enn og aftur vanda ykkar, þið kennið Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer en eruð fljótir að eigna ykkur það sem þó sleppur.

Vinstri afturhaldsöflin hafa nú verið við stjórn í nærri þrjú ár og alltaf versnar ástandið. Það er núverandi stjórnvöldum að kenna og engum öðrum. Það er alveg sama þó þulið sé upp það sem misfórst fyrir hrun, þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur voru við völd. Vandi núverandi ríkisstjórnar er fyrst og fremst getuleysi.

Það getuleysi skapast af þeirri heimsku formanna stjórnarflokkanna að taka upp mál, strax á fyrstu dögum stjórnarinnar, sem ekki klauf einungis þjóðina í tvennt, heldur stjórnarflokkana einnig. ESB umsóknina. Aðra eins heimsku hefur enginn Íslenskur stjórnmálamaður sýnt áður.

Stjórnin er lömuð vegna þessarar heimsku formanna stjórnarflokkanna!!

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2012 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband