Hvenær verður hænsfugl að kjúkling ?
12.1.2012 | 12:24
Þar sem ég er alinn upp var talað um unga, unghænsni og varphænsni, þá var auðvitað einnig talað um hana, en það á við um karlkyn hænsnfugla. Orðið pútur var einnig notað og þá oftast um varphænur. Aldrei var talað um kjúklinga fyrr en búið var að drepa og handera fuglinn.
Nú getur verið að ég hafi fengið slæmt uppeldi og ekki verið kennd rétt orðatiltæki um hænsfugla. En í huga mér getur kjúklingur aldrei verið lifandi.
Ekki dettur neinum í hug að tala um lifandi svín sem skinnku eða beikon. Kannski það eigi eftir að breytast og við förum að sjá beikonið hlaupa út um víðann völl.
Kjúklingar duttu af bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og þegar ég var bóndi þá sendi ég kýr á sláturhús en þegar þær komu á borð neitenda þá voru þær orðnar að nautahakki.
Sigurður Haraldsson, 12.1.2012 kl. 12:30
Ég man eftir þessu sem þú skrifar Gunnar. Þetta er nú bara málvenja sem breyttist úr því sem þið segið í tímana rás. En getur Kjúklingur ekki alveg eins verið Ungviði?
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2012 kl. 15:44
Málvenjur geta verið misjafnar. Oft var sagt við krakka sem ekki höguðu sér skynsamlega að þeir væru óttarlegir kálfar. Það er þó ekki þar með sagt að börn kallist kálfar.
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2012 kl. 16:04
Það hefur verið talað um að krakkar séu fjörugir eins og (óttalegir) kálfar sem hleyft er út á vorin (hoppa um af kæti). Tilvísanin með kálfa er vanalega til þessa.
Hinsvegar er talað um kjúklinga (þegar lifandi) því þegar er vitað (með tilvísan í) að þeir lenda í að verða slátrað í fjöldavís. Það er jú engin forundran
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2012 kl. 19:05
Ég er ekki forundrandi yfir þessari orðnotkun á unghænsnum, Guðni, heldur er þetta mér framandi.
Um kálfana þá hefur þú sennilega alist upp á öðru landsvæði en ég, því orðatiltækið "óttarlegur kálfur" var aldrei notað í þeirri merkingu sem þú segir í minni sveit.
Gunnar Heiðarsson, 13.1.2012 kl. 05:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.