Grímulaus áróður Gylfa Arnbjörnssonar

Gylfi Arnbjörnsson heldur uppi grímulausum áróðri fyrir aðild að ESB og til þessarar persónulegu baráttu sinnar notar hann heildarsamtök launþega. Hann notar ASÍ til einkaherferðar fyrir aðild að ESB!

Þetta eru stór orð, það eru stór orð að væna forseta ASÍ um að beyta samtökunum í eigin þágu, en engu að síður sönn!!

Það hefur aldrei verið gerð könnun meðal launþega um hvort ASÍ eigi að beyta sér á þessu sviði. Það hefur aldrei verið gerð könnun meðal launþega hver vilji þeirra er til aðildar að ESB. Meðan svo er, hefur Gylfi Arnbjörnsson ekkert leifi til að beyta þeim samtökum sem áróðursmaskínu ESB. Alls ekkert!!

Samt eru haldnir reglulegir fundir um ágæti ESB, þar sem heppilegir fyrirlesarar fá að láta móðinn mása! Nú hafa tveir fundir um krónuna verið haldnir með stuttu millibili, þar sem grafið er undan krónunni og um leið launþegum. Ekkert er horft til þess ástands sem ríkir innan evrulandsins og ekki fá neinir að flytja mál sitt á þessum fundum sem eru andstæðir Gylfa um aðild. Þá virðist Gylfi ekki átta sig á því að nokkur ár mun taka að fá evru sem lögeyri, jafnvel þó allt gengi á besta veg og meirihluti þjóðarinnar væri því samþykkur. Hann viðurkennir heldur ekki þá staðreynd að ekki er víst að evran verði enn til þegar til þess gæti komið. Það er staðreynd að við munum því búa við krónu a.m.k nokkur ár enn og því forkastanlegt þegar forseti launþegasamtaka landsins grefur með skipulegum hætti undan henni. Hann er með því að grafa undan launþegum með beinum hætti!!

Gylfi Arnbjörnsson titlar sig sem forseta ASÍ og sem slíkur ætti hann að vera í nánu sambandi við kollega sína í öðrum löndum, einkum þeim sem eru okkur næst. Ekki er að sjá að hann hafi mikil sambönd við kollega sína í Evrópu, að minnsta kosti ekki þeirra ríkja sem eru innan ESB. Ef svo væri hlyti hann að taka undir baráttu þeirra gegn ESB, hann hlyti þá að taka undir með kollegum sínum innan ESB sem telja að allt of mikil afskipti Brussel af vinnumarkaði sé að grafa undan launafólki innan ESB!!

Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir um vilja landsmanna til aðildar, þó aldrei af hálfu ASÍ. Niðurstöður þeirra kannana hafa verið á einn veg, meirihlutinn er á móti aðild. Það eru því miklar líkur á að svipuð niðurstaða fengist ef skoðanakönnun yrði gerð meðal launþega landsins. Ef svo er, er það glæpsamlegt af Gylfa að nota ASÍ sem áróðursvél fyrir ESB!!

Gylfi hefur marg sannað að hann hefur fjarlægst sína umbjóðendur, að hann er ekki í neinum tengslum við þá. Hann situr í stól forseta ASÍ vegna ólýðræðislegra kosningalaga ASÍ. Þar hefur honum tekist að raða um sig sínum hundum, sem hlýða honum í einu og öllu. Gylfi hikar ekki við að siga þessum hundum sínum á þá sem gerast svo óforskammaðir að efast um ágæti hans. Þessum hundum er miskunarlaust beytt til að grafa undan og útiloka þá sem eru ekki að skapi Gylfa. Þetta hefur oftar en ekki tekist. Þar til forseti ASÍ verður kosinn í almennri kosningu launafólks, verður ASÍ ómarktækt!

Varðandi ESB aðdáun Gylfa Arnbjörnssonar þá verður hann að eiga hana við sína samvisku. En honum er með öllu óheimilt að beyta ASÍ í þessu persónulega áróðursstríði sínu. Fyrst þarf hann að sækja umboð til umbjóðenda sinna, þeirra sem greiða honum ofurlaunin. Það umboð getur Gylfi sótt í einfaldri kosningu meðal launafólks, ef hann þorir!!

Á næsta ársfundi ASÍ verður ekki kosið um forseta, um hann verður kosið árið 2013. Því er lag til breytinga á lögum ASÍ á næsta ársfundi, þar sem kjör til miðstjórnar og forseta í beinni kosningu allra launþega sem aðild eiga að ASÍ yrði samþykkt. Ársfundarfulltrúar myndu sýna mikinn kjark ef slíkt lýðræði yrði innleitt í sambandið! Það myndi auka tiltrú hins almenna launamanns á ASÍ.

Þá hlýtur að verða borin upp tillaga á næsta ársfundi um kosningu innan aðildarfélaga ASÍ um aðildarviðræðurnar. Annað er gjörsamlega út í hött!! Það er algerlega óviðunnandi að forseti ASÍ noti sambandið til einkanota, án alls umboðs launagreiðenda sinna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar. Ég skrifaði formönnum allra aðildarfélaganna og spurði þessa spurning .þ.e. hvort Gylfi hafi umboð þeirra að agentera í nafni félagsins varðandi inngöngu í ESB. Það svoruðu allir og sögðu að svo væri ekki og að þetta mál sé í höndum hvers og eins en ekki félagsins. Semsagt hann gerir þetta í óleyfi félagsmannanna. Ég á öll þessi bréf.

Valdimar Samúelsson, 11.1.2012 kl. 15:27

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljótt að heyra, en jafnvel þó hann hefði umboð formanna stéttarfélaga er það ekki umboð frá fólkinu sem að þeim stéttarfélögum stendur og þá um leið ASÍ.

Gunnar Heiðarsson, 11.1.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband