Nytsemi nagladekkja

Að kenna hálku um tjón í umferðinni er nokkuð langsótt. Hálka er eðlilegt umhverfi á vegum og götum Íslands að vetri til. Svo hefur verið síðan bílaöldin hófst og svo mun verða um alla framtíð.

Áður fyrr leystu ökumenn þetta með notkun keðja og varla að nokkur bíll sæist í umferðinni öðruvísi en á keðjum, þegar færi var slæmt. Síðan komu nagladekk til sögunnar og nánast útrýmdi keðjunum.

En sumir sjá skrattann í öllu og nagladekkin lentu fyrir barðinu á slíku fólki. Haldið hefur verið fram að nagladekk séu óþörf og að salt og sandur geti komið í staðinn. Auðvitað er hægt að salta eða sanda, en það mun aldrei verða hægt að gera slíkt allstaðar, það munu alltaf einhvejar götur verða útundan. Og þar er hálkan jafn sleip og áður og þeir sem trúa bábyljunni lenda þá í vandræðum. Svo koma upp aðstæður, eins og í gær, þar sem ekki hefst undan og hálka myndast þó saltað sé. Þá koma nagladekkin sér vel.

Þegar umferð fór að aukast í landinu og hvert heimili var komið með minnst tvo bíla, fór slit á götum að aukast. Sökudólgur fannst; nagladekkin. Þá upphófst enn meiri áróður gegn þessum öryggisbúnaði og samhliða var enn meira dælt af salti á götur borgarinnar. Notkun nagladekkja datt niður og einungis þeir sem fyrst og fremst hugsa um öryggi sitt og annara, sem þau nota innan borgarinnar. En slit gatna minnkaði ekki og svifryksmengun minnkaði ekki heldur. Ástæðan er augljós þeim sem vilja skoða þetta, saltið leysir upp bikið á götunum og það slitnar, hvort sem nagladekk eru notuð eða ekki, enda umferð mikil á götum borgarinnar. Svo miklu salti hefur stundum verið ausð á götur þar, að þær flutu í saltpækli, með tilheyrandi eyðileggingarmætti á bílum borgarbúa.

En nú eru runnir upp nýjir tímar. Salt er talið umhverfisóvænt og því ber að nota það í hófi, svo miklu hófi að gagnsemi þess er nánast engin. Ekki má nota sand þar sem sópa þarf honum upp aftur. Þá eru nagladekkin ein eftir, þau eru eina raunhæfa lausnin.

Það hafa verið gerðar margar áhugaverðar tilraunir í Svíþjóð um áhrif nagladekkja annars vegar og salts hins vegar, á malbik. Stjórnvöld borgarinnar og reyndar allra sveitarfélaga sem eyða miljónum í kaup á salti, ættu að kynna sér niðurstöður þessara skýrslna.

Þessi stefna, að útrýma skuli öryggisbúnaði og dæla salti á göturnar í staðinn, kostar þjóðarbúið mikið. Tjón á tækjum, slys á fólki, eyðing á malbiki og svifryksmengun eru dæmi um það sem hefst upp úr slíkri stefnu. Ef hins vegar væri lögleitt að allir skuli vera á nagladekkjum eða sambærilegum dekkjum og salt bannað, væri hægt að spara stórar upphæðir fyrir þjóðarbúið.

Sand á hins vegar að nota á göngu og reiðhjólastíga og ekki spara það þar. Ef það er ofvaxið borgaryfirvöldum að sópa þessa stíga á vorin, er illa farið fyrir borginni. Reyndar er spurning hvernig forgangsröðun Reykjavíkurborgar er, þar sem ekki er hægt lengur að slá grasbletti borgarinnar og nú virðist heldur ekki vera hægt að sópa sand og ryk af göngu og hjólastígum. En það skortir ekki fé til ýmissa gæluverkefna sem nýtast einungis fáum íbúum borgarinnar.

 


mbl.is Salt og sandur hefði bjargað miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband