Á hálum ís í Reykjavík

Ég fer sjaldan til Reykjavíkur og alls ekki nema brýna nauðsyn beri til. Ekki er það af pólitískum ástæðum, heldur praktískum.

Nú er það orðið svo að varla er hægt að hugsa sér að fara þangað lengur, maður gæti lent á hálum ís!

Það má helst ekki koma innfyrir borgarmörkin á nelgdum dekkjum, það er ekki lengur praktískt að vinna að hálkueyðingu, að mati Hrólfs Jónssonar, sand er helst ekki hægt að nota til verksins þar sem þá þarf að sópa honum upp aftur og mjög sparlega þarf að nota salt til hálkueyðingu, þar sem það spillir umhverfinu! Hrólfur fattar sennilega ekki að til eru tæki sem ráða ágætlega við að brjóta upp og hreinsa burtu klakabunka, eins og þá sem plaga Reykvíkinga.

Til allrar guðsblessunar eru nú til tölvur og með þeim er hægt að sinna flestum þeim erindum sem áður þurfti að sinna í eigin persónu. Því mun ferðum mínum sennilega fækka enn og vetrarferðir leggjast af. Það er einfaldlega ekki forsvaranlegt að fara slíka hættuför!

Það leikur sér enginn að því að fara út á hálann ís!!

 


mbl.is 70 manns á bráðamóttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband