Enginn er alvitur
5.1.2012 | 10:47
Enginn er alvitur, þó sumir stjórnmálamenn telji sig allt vita.
Menn ganga í skóla og mennta sig, sumum tekst vel til og verða hinir bestu fræðingar á sínu sviði en öðrum gengur verr. Svo eru sumir sem mennta sig og mennta en eru engu vitrari á eftir.
Þegar kemur að pólitík er menntun ekki endilega það sem hjálpar mönnum áfram, þar er skynsemi mun sterkara vopn og skynsemi á ekkert skilt við menntun. Þeir sem eru skynsamir leita sér ráða hjá þeim sem málin þekkja hverju sinni, leita sér upplýsinga, meðan sá menntaði á það til að sanna snilli sína, oft með skelfilegum afleiðingum.
En þá komum við að vandanum. Er hægt að treysta mentastéttinni?
Í sjónvarpinu í gærkvöldi var sýnd myndin Inside Job. Þar kom margt merkilegt fram og kannski það merkilegasta að háskólastéttin tengist fjármálastéttinni mun meira en pólitíkusarnir. Að svo virðist vera sem fjármálastéttin stjórni pólitíkusum og kosti háskólastéttina í þeim tilgangi, að hún sé keypt til að hafa áhrif á ákvarðanatökur pólitíkusa.
Það er engin ástæða til að ætla að þessir hlutir séu öðruvísi hér en anarstaðar, reyndar mörg dæmi þesss að svo hafi verið og að svo sé enn. Eins og ég sagði í upphafi er enginn alvitur og allra síst pólitíkusar. Þeir verða því að reiða sig á ráðgjöf frá þeim sem mentaðir eru í hverju fagi. Þegar ekki er hægt að treysta menntastéttinni er fokið í flest skjól.
Það óhuggulegasta við þetta er þó að ekkert hefur verið tekið á þessum málum innan mentastéttarinnar. Þar á bæ telja menn sig hvítþvegna. Því eru enn sömu menn að gefa ráð og fyrir hrun. Hvert mun það leiða okkur?
Það væri hægt að telja upp mörg nöfn úr menntastétt Íslands, nöfn fólks sem hefur farið frjálslega með sín fræði og sumir jafnvel hafnað þeim að fullu til að geðjast sínum yfirboðurum. Fyrir hrun voru þessir yfirboðarar fjármálastéttin og enn eru yfirboðararnir þeir sömu! Það eru þuldar upp tölur til sanninda um afrek stjórnvalda, til að halda þeim góðum, en í raun hefur öll leiðsögn mentaelítunnar til stjórnvalda verið í þágu fjármálaelítunnar. Á meðan blæðir almening!
Það er skelfilegt til þess að vita að við Íslendingar, sem erum talin með betur mentuðu þjóðum heims, skulum ekki geta treyst því að sú ráðgjöf sem frá menntaelítunni kemur skuli vera byggð á staðreyndum, að við skulum þurfa að efast um heilindi þessa fólks!
Myndin Inside Job á vel við hér á landi, enda tvinnaðist hún hingað. Þeir hagfræðingar sem þar var haft viðtöl við áttu erfitt með að svara einföldust spurningum, af ótta við að segja eitthvað sem yfirboðurum og uppihöldurum þeirra kæmi illa. Þeir áttu erfitt með að skýra hvers vegna þeir gáfu ráðgjöf þvert á fræðin. Þeir sem tengdust Íslandi áttu erfitt með að skýra þær skýrslur sem þeir gerði um fjármálastarfsemina hér og þær upphæðir sem þeir fengu fyrir, greidda af fjármálafyrirtækjum!
Innan æðstu menntaelítu Íslands eru menn sem mærðu útrásarvíkingana og skrifuðu margar greinar þeim til hróss. Þeir voru duglegir við að hjálpa þeim að komast að "réttri" niðurstöðu svo allt liti sem best út. Enn eru þessir menn á bandi fjármálaelítunar, þó flestir útrásarvíkingarnir hafi verið vængstýfðir. Nú fara þessir menn í broddi fylkingar til ráðgjafar stjórnvöldum. Og afrekin láta ekki á sér standa, bankarnir bólgna út! Ríkissjóður er rekinn á lánsfé og allur gjaldeyrisvarsjóður landsins er tekinn að láni erlendis. Allt íslenskt fjármagn hefur verið sogað inn í bankakerfiðog er fast þar. Þetta rökstyður mentaelítan og til að halda einfeldngunum sem stjórna landinu góðum eru dregnar upp hinar og þessa tölur til marks um hversu vel landinu er stjórnað! Atvinnuleysið hefur þó aldrei verið meira, flólksflótti úr landinu með því mest sem þekkist, gjaldþrot heimila og fyrirtækja setja ný met í hverjum mánuði og svo mætti lengi telja. Örbyrgðin í landinu hefur sjaldan verið meiri!
Ekki vil ég draga úr þætti stjórnmálmanna í bankahruninu, en ef þeir eru sekir, er mentaelítan sekari. Stjórnmálastéttin er sek af því að taka mark á mentaelítunni, en hún er aftur sek um að rangfæra tölur, yfirboðurum sínum í hag, fjármálaelítunni!!
Boðskapur myndarinnar Inside Job er skýr. Þar er stjórnmálamönnum vissulega kennt um allt sem miður fór, en síðan kemur skýrt fram að þeim var í raun stjórnað af mentaelítunni á kostnað fjármálaelítunnar.
Því fór sem fór!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.