Heimska af háu stigi !

Og hvernig hyggjast stjórnvöld ætla að ná tökum á þessum skatti?

Sú staðreynd að fimm fyrirtæki skuli hafa skráð sig til ríkisskattstjóra er í raun merkileg en segir ekkert um það hvort þau muni standa skil af þessum skatti, þó þau vissulega munu innheimta hann í nafni íslenskra stjórnvalda. Þessum fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvernig skýrslu þau skila til ríkisskattstjóra og ekket sem hægt er að gera til að sannreyna það.

Allur fjöldi annara fyrirtækja mun láta þetta sér sem vind um eyru fjúka, enda utan íslenskrar lögsögu í einu og öllu. 

Þetta er einhver heimskasta skattlagning sem um getur og lýsir skattpíningastefnu stjórnvalda vel, þegar land og þjóð eru ekki látin duga heldur seilst til annara landa eftir sköttum! Sattlaging sem er dæmd til að mistakast af þeirri ástæðu einni að þeir sem eiga að innheimta skattinn eru utan lögsögu Íslands. Skattlagning sem gerir þó þeim erlendu fyrirtækjum, sem svo kjósa, að hækka verulega verð vöru sinnar í nafni íslenskra stjórnvalda og taka þá hækkun í vasann, án þess að nokkur geti neitt að gert.

Heimska og hálfvitaskapur ríkisstjórnar Íslands nær stöðugt nýjum hæðum!!

 


mbl.is Rafrænar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef ég skil fréttina rétt er aðeins verið að tryggja að virðisaukaskattur verði innheimtur af þessum vörum. Svona verslun hefur alltaf verið virðisaukaskattsskyld, það er ekkert nýtt.

Hinsvegar skil ég ekki hvernig skattmann hyggst fylgja lögunum eftir, hvort ætlunin sé að hlera allar netgáttir inn í landið eða hvað?

Theódór Norðkvist, 3.1.2012 kl. 00:54

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Smá leiðrétting, rafrænar bækur hafa reyndar ekki verið vsk-skyldar, aðeins pappírsbækur (alvöru bækur.) Er hissa á því að VSK innheimta hafi ekki verið samræmd milli bóka fyrr en nú, á hvaða formi sem þær eru, annaðhvort með því að fella VSK alveg niður af þeim, eða hafa sömu prósentuna á bækur á rafrænar bækur og er á hljóðbækur og þessar venjulegu. Rafrænar bækur hafa verið við lýði í mörg ár.

Theódór Norðkvist, 3.1.2012 kl. 01:11

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega hefur megnið af þeim vörum sem keypt er rafrænt verið skattskyllt. Af vörum sem keyptar eru með þeim hætti og sendar í pósti hefur verið skylda að greiða skattinn í tolli.

Hvernig hægt er að fylgjast með og innheimta skat af vörum sem berast rafrænt er þó óskiljanlegt.

Hitt er ljóst að þau erlendu fyrirtæki sem skrá sig hjá ríkiskattstjóra munu hækka verð sinnar vöru um skattinn, hvort þeim skatti verði skilað til íslenska ríkisins er aftur annað mál og engin leið að sjá hvort svo verður.

Gunnar Heiðarsson, 3.1.2012 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband