Svartur dagur í sögu þjóðarinnar !

Árið 2011 ætlar að enda með hamförum fyrir Íslenska þjóð, ekki náttúruhamförum sem þjóðin hefur alltaf getað unnið sig úr, heldur hamförum af mannavöldum, hamförum sem mun draga þjóðina niður á nýtt plan hörmunga!

Til að seðja hungur Brussel veldisins krefst Jóhanna Sigurðardóttir þess að sá eini ráðherra sem hingað til hefur farið í einu og öllu eftir samþykkt Alþingis frá sumrinu 2009, um aðildarviðræður, verði kastað fyrir borð. Hann þykir ekki henta þeirri stefnu sem ESB ætlar íslenskum stjórnvöldum að fara eftir í þeim viðræðum, jafnvel þó stefna ESB sé í andstöðu við fyrrgreinda samþykkt. Því skal hann burtu úr ríkisstjórninni svo aðrir ráðherrar geti í friði farið eftir skipunum frá Brussel, í andstöðu við samþykkt Alþingis!

Og til að koma þessu í kring er lagður flókinn ráðherrakapall, þ.e. flókinn fyrir Jóhönnu þó allir aðrir sjái hversu barnalegur hann er. Ráðuneytum er skipt upp á nýtt, ráðherrum er fækkað og ráðuneyti sameinuð. Þetta er gert til að kasta ryki í augu fólks, en þó einkum til að freista þess að þingmenn stjórnarflokkanna samþykki þessa gerð.

Ekki er niðurstaðan fögur! Steingrímur mun láta af hendi fjármálaráðuneyti en fær í stað þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahagsráðuneyti og eftir nokkrar vikur iðnaðarráðuneytið.

Þá mun Steingrímur ná aftur yfirráðum yfir icesave málinu, hann mun hafa á sinni hendi allt er snýr að atvinnuuppbyggingu og í staðinn lætur hann af hendi stjórn fjármála.

Allir vita hvern hug Steingrímur ber til þjóðarinnar vegna þeirrar niðurlægingar sem hann fékk í icesave deilunni, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Líklegt er að hann sjái sér nú leik á borði til að sýna þjóðinni hver hefur völdin! Þá er þetta mál frekar hár þröskuldur í aðildarviðræðum að ESB og líklegt að það verði samið strax eftir áramót um lok þess, sjálfsagt þegar kominn samningur, einungis eftir að samþykkja hann.

Atvinnuuppbyggingu hefur markvisst verið haldið niðri af VG liðum innan stjórnarsamstarfsins. Nú fær Steingrímur öll yfirráð yfir þeim málaflokkum og ljóst að hann mun verða trúr sinni sannfæringu á þeim vettvangi. Ekki þarf að ætla að nokkurt fyrirtæki muni komast á koppinn næstu misseri.

Makríldeilan er annar þröskuldur í aðildarviðræðunum. Þar hefur Jón Bjarnason staðið sig betur en margur hefði þorað að vona. Hann hefur staðið hart á rétti þjóðarinnar í því máli. Nú mun verða breyting þar á, Steingrímur mun vissulega fara að vilja Jóhönnu þar, eins og í öðrum málum og semja hið fyrsta um lausn sem ESB er þóknanleg.

Sjávarútvegs og landbúnaðarmál eru helstu deilumálin milli Íslands og ESB. Þar ber mest á milli, þó Össur haldi því fram að auðvelt verði að ná samningi um þau mál. Það lýsir frekar hugsanahætti hans en raunverulegum staðreyndum, enda eru þau orð, raunveruleiki og staðreynd, orð sem Össur er fljótur að ýta til hliðar þegar að viðræðum um ESB kemur. Nú mun hann fá góðann bandamann í þeirri iðju, þar sem Steingrímur mun vissulega fara að vilja Jóhönnu og Össurar, til að geta haldið krumlu sinni um háls þeirra sem gerast svo djarfir að reyna að koma af stað einhverri atvinnuuppbyggingu!

Steingrímur lætur af hendi fjármálaráðuneytið til Samfylkingar. Það gerir hann þó ekki fyrr en fjárlög næsta árs er frá gengin og verður Samfylking því að vinna eftir hans forskrift í heilt ár, áður en hægt er að setja nýtt mark á þau. Samfylkingin mun því láta af hendi þau ráðuneyti sem munu skipta sköpum fyrir þjóðina á næstu mánuðum, þau ráðuneyti sem mestu skipta um framtíð landsins og fá í staðinn ráðuneyti þar sem búið er að negla allt í fastar skorður, allt næsta ár!  

Því er ljóst að allt næsta ár mun Ísland verða litað af afturhaldsemi VG á flestum sviðum, einungis utanríkisráðuneytið mun fá frið frá VG og það dugir Jóhönnu. Þá er hægt að halda áfram helförinni til Brussel! Það er von að margir innan Samfylkingar telji að flokkurinn verði að skipta út forustu sinni og finna sér einhver markmið. Að ætla að byggja flokkinn á einu máli er ekki vænlegt til afreka.

Það er því ljóst að hamfarir eru að skella á þjóðinni. Hamfarir sem munu leiða yfir okkur meiri hörmungar en áður hefur þekkst, frá því við fórum að vinna okkur upp úr þeirri örbyrgð sem þjóðin bjó við um aldir. Hamfarir sem mun hæglega getað komið okkur niður á plan þeirra hörmunga aftur! Að í stað þess að vera undir náð og miskun Dana, eins og við vorum um aldir, verðum við upp á náð og miskun ESB komin, að hér verði búið að koma öllum fyrirtækjarekstri undir græna torfu og við munum lifa á styrkjum frá Brussel. Styrkjum sem við munum fá fyrir að afhenda allar okkar auðlyndir á landi og sjó, til alræðisins í Brussel!!

En þessum hamförum er hægt að afstýra. Því miður er ekki vilji á Alþingi til þess, þar er enn of mikið af fólki sem hugsar meir um eiginn rass, en að standa vörð þjóðarinnar og því mun ríkisstjórnin geta staðið af sér vantraust. Það er því undir þjóðinni sjálfri komið að koma í veg fyrir þessar hamfarir, áður en það verður of seint.

Hafi orð þáverandi forsætisráðherra, Geirs H Haarde, verið nauðsynleg haustið 2008, er enn frekari nauðsyn að hafa þau uppi nú:

GUÐ BLESSI ÍSLAND OG ÍSLENSKA ÞJÓÐ

 


mbl.is Steingrímur verður atvinnuvegaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar minn; æfinlega !

Fyrir margt löngu; tók ég að efast stórlega um, að Íslendingum væri yfirleitt viðbjargandi, fornvinur góður.

Fátt; hefir breytt því viðhorfi, mínu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband