Hárrétt hjá Sigurði

Það er hárrétt hjá Sigurði, við eigum ekki og getum ekki sætt okkur við það atvinnuleysi sem hér ríkir.

En hvers vegna eru forsvarsmenn launþega svo fámálir um þennan vanda, hann er ekki að skella á þjóðinni núna, þetta atvinnuleysi er búið að vera viðvarandi í nærri þrjú ár og ekkert lát á! Hvers vegna er forustan nú að ræskja sig? Hvers vegna hefur ekki verið bent á þetta fyrr?

Það verður að segjast eins og er að Sigurður Bessason, ásamt flestum í hópi þeirra sem teljast forsvarsmenn launafólks hefur ekki staðið sig í stykkinu, þeir hafa ekki unnið sína vinnu. Flestir hafa verið uppteknir af öðru en að huga að hag launafólks, s.s. afskiptum af pólitík.

Einna helst hefur forusta launafólks verið upptekin af því að mæra ESB aðild og miklum tíma verið varið til að verja þá vegferð. Meðal annars hefur forusta launafólks nýtt sér aðstöðu sína á kostnað launafólks við fundahöld í þessum tilgangi, þar sem krónunni er hallmælt og grafið undan henni og um leið kjörum launafólksins.

Það fyrsta sem forsvarsmenn launafólks eiga að gera og það strax, er að kanna meðal félagsmanna sinna hver hugur þess er til ESB aðildar. Einungis með meirihlutavilja félagsmanna hefur forustan leifi til að nýta sér aðstöðu sína til að tala því máli, á kostnað launafólks í landinu!

Það er kannski vegna þessarar hugsjónar sem forusta launafólks hefur verið svo fámál um atvinnuleysið hér á landi. Staðreyndin er nefnilega sú að það gífurlega atvinnuleysi sem hér er nú, er einungis svipað meðaltals atvinnuleysi innan ESB, fyrir kreppuna. Því skuli sem  minnst um það talað til að skemma ekki þá fallegu sýn sem berst frá Brussel!!

Það atvinnuleysi sem hér ríkir er hægt að minnka verulega, einungis þarf að skipta um ríkisstjórn. Í næstum þrjú ár hefur verið reynt að koma núverandi ríkisstjórn í skilning um vandann og hún beðin að þvælast ekki fyrir þeim sem vilja auka atvinnu. Það er orðið fullreynt að koma stjórnvöldum í skilning um þetta og því ekkert annað eftir en að skipta út ríkisstjórninni. Hún einfaldlega skilur ekki vandamálið!

Ef við hins vegar göngum í ESB, getum við þakkað fyrir ef atvinnuleysið verður ekki verra en núna, þá munum við búa við þetta atvinnuleysi um alla framtíð.

 


mbl.is Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er óásættanleg staða og ekki það sem við viljum bjóða framtíðarfólki okkar...

Atvinnuleysi eftir nám það er það sem ESB bíður uppá og stærir sig af...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.12.2011 kl. 07:54

2 identicon

Einhvern tíma var talað um gagnaver og sjúkrahús á Keflavíkurvelli. Hvernig gengur það? Og einhverja þjónustu við flugvélar. Hvernig gengur það? Átti ekki að reisa risa gróðurhús einhversstaðar á Hellisheiði, sem átti að gefa 400 manns vinnu. Hvernig gengur það? Eða átti kannski ríkið að borga allann pakkann?

Hafa ekki verið allskonar hugmyndir í gangi, sem maður hefur gleymt. Búa bara draumóra idiot í þessu landi! Er ekki hægt að koma nokkrum sköpuðum hlut í framkvæmd?

Hugsandi fólk yfirgefur þetta samfélag! Á Íslandi er ekkert að hafa og engin framtíð! Því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 20:11

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

V.Jóhannson, það er vissulega rétt það var talað um gagnaver og sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli, þjónustu og aðstöðu við erlendann flugskóla, risa gróðurhús og reyndar margt fleira sem hægt er að skilgreina sem "eitthvað annað", sem VG liðar eru svo duglegir að nefna.

Fæst, ef nokkuð af þessum framkvæmdum kallaði á styrki frá ríkinu, þetta voru allt framkvæmdir sem ætlunin var að byggð yrði upp af einkageiranum og ætlað að ræki sig sjálft og skilaði hagnaði í fyllingu tímans. Það eina sem beðið var um var að fá að byggja þessi fyrirtæki upp í friði, að stjórnvöld sýndu festu í stjórnarháttum, ekki hringlandahátt sem enginn skilur. Það átti sérstaklega við um skattlagningu, en ekkert fyrirtæki er tilbúið að fjárfesta í landi þar sem stjórnvöld hugsa um það eitt að leita nýrra skattstofna!

En þar stendur hnífurinn í kúnni. VG liðar vilja ekki heyra mynnst á einkaframkvæmd, þannig að þetta "eitthvað annað" sem þeir eru svo duglegir við að nefna, mun alltaf verða "eitthvað annað"!

Kannski halda VG liðar að "eitthvað annað" spretti sjálfkrafa upp, án aðkomu einhverra sem eiga peninga og að það geti borið sig sjálft án afskipa einhverra sem stjórna, að þetta "eitthvað annað" sé sjálfsprottið og sjálfberandi. Þetta væri þá ný kenning, sem reyndar stenst ekki, ekki frekar en annað sem frá því draumórafólki kemur.

Meiri líkur eru þó á að VG liðar séu enn við sama heigarðshornið og vilji einungis að ríkið fái að stofna og reka fyrirtæki landsins. Það er hin heilaga vinstri hugssjón! Það eru þó áratugir síðan ljóst var að slíkt fyrirkomulag hefur aldrei skilað árangri, þvert á móti eru ríkisrekin fyrirtæki oftast á framfæri ríkissjóðs. Nú er ástandið hins vegar þannig að ríkið á ekki fjármagn til að stofna fyrirtæki og þá skal ekkert gert á meðan.

Það er deginum ljósara að núverandi ríkisstjórn hefur beint og óbeint lagt steina í götu þeirra sem vilja sýna frumkvæði og byggja upp atvinnu í landinu. Þetta er gert í nafni pólitískrar hugsjónar, hinnar tæru vinstri hugsjónar, sem hefur verið sem krabbamein í hverju því þjóðfélagi sem sú hugsjón hefur fengið að dafna í og alltaf leitt af sér hörmungar.

Fall bankanna var stórt áfall fyrir þjóðina, ekki vegna þess fjármagns sem þjóðin tapaði, heldur vegna þess að þá komust vinstri afturhaldsöflin til valda í landinu. Það er stærra áfall fyrir þjóðina en fall bankanna og mun hafa mun verri afleiðingar í för með sér!!

Gunnar Heiðarsson, 28.12.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband