Pólitískur rétttrúnaður

Enn notar Steingrímur málpípu sína. Hann getur auðvitað ekki komið sjálfur fram til að halda uppi rétttrúnaði VG í málinu, eftir að hafa kreist fram tár í hvarma í fjölmiðlum, þegar Alþingi hafði samþykkt ákæruna á Geir. Því sendir hann Björn Val í sinn stað.

Það er þó merkileg rök sem Björn Valur kýs að grípa til, að niðurfelling ákærunnar sé ígildi þess að afneita hruninu, að þá sé eins hægt að setja hrunskýrsluna í pappírstætara.

Að afturkalla ákæru sem sprottin er af pólitískum toga og er til þess ætluð að upphefja einn stjórnmálaflokk á kostnað annars, getur aldrei verið ígildi þess að afneita hruninu. Það kom og allir hafa verið verulega varir við það, að minnst kosti þeir sem eru utan veggja Alþingishússins. Það getur verið að Björn Valur hafi getu til að afneita því og gleima, en við sem nú erum sviðin inn að beinu vegna þess, gleimum því ekki.

Þá er ekki að sjá að ríkisstjórn sú er Björn Valur styður, hafi nýtt sér boðskap hrunskýrslunnar, þvert á móti eru flestar aðgerðir stjórnarinnar með þeim hætti sem mest var gagnrýnt í skýrslunni. Leyndarhyggja, baktjaldamakk, alræði og fleira í þeim dúr hefur einkennt störf þessarar ríkisstjórnar.

Því hefur verið haldið fram að verstu afleiðingar bankahrunsins hafi verið sá fjármálalegi skellur sem þjóðin varð fyrir. Vissulega var sá skellur slæmur, en fráleitt að halda því fram að hann sé versta afleiðing hrunsins.

Versta afleiðing þess var að hér komst að völdum vinstristjórn, að inn á þing komust menn eins og Björn Valur, menn sem taka pólitíska réttsýni fram yfir hag þjóðarinnar. Vegna þessa eru hörmungar þjóðarinnar nú enn verri en efni stóðu til!!

Vegna pólitískrar réttsýni hefur allri atvinnuuppbyggingu verið haldð niðri. Vegna pólitískrar réttsýni hefur verið gerð hver tilraunin á fætur annari við að koma á þjóðina skuldaklafa og ekki enn séð fyrir endan á því. Vegna pólitískrar réttsýni bólgnar ríkisbáknið meðan almenningur er sveltur. Pólitísk réttsýni er grunnur þeirrar ákæru sem lögð var á Geir H Haarde.

Í sjálfu sér er pólitísk réttsýni í lagi, ef hún hefur einhvern uppbyggilegann tilgang og menn hafi skynsemi til að meta hvenær hún þarf að víkja fyrir öðrum þíðingameiri gildum. Svo á þó ekki við um þingflokk VG. Þeirra pólitíska réttsýni byggist ekki einu sinni á samþykktum flokks þeirra, heldur af því einu að sitja sem fastast. Þeirra pólitíska réttsýni byggir á því einu að hleypa ekki því sem þeir kalla "íhaldsöflunum" að. Þetta gengur fyrir öllu hjá þingmönnum VG og fjarri er því að þeir hafi skynsemi til að víkja því til hliðar fyrir öðrum gildum, jafnvel þó skynsemin ætti að segja annað. Því er staða þjóðarinnar í dag mun verri en hún gæti verið, ef skynsemi hefði verið tekin fram yfir hina pólitísku réttsýni!

Viðtalið við Jóhönnu í morgun var þó lítið skárra en yfirlýsing Björn Vals (Steingríms). Þar talaði hún um frekju þingmanna Sjálfstæðisflokks, frekju af því þeir leggja tillöguna svo seint fyrir þingið. Það er sem sagt frekja þegar stjórnarandstaðan notar sömu vinnubrögð og stjórnin!

 

 


mbl.is Björn Valur: Ígildi þess að afneita hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband