Að velja sér viðmið að hæfi

Það er hreint með ólíkindum að forsætisráðherra skuli geta komið fram í fjölmiðlum og logið blákallt að þjóðinni. Hvar í hinum siðaða heimi væri slíkt látið óátalið? 

Þau ummæli Jóhönnu að brottflutningur af landinu væri ekkert meiri en í eðlilegu árferði eru beinar lygar. Tölur sanna að svo sé og því eru þetta hreinar og klárar lygar hjá Jóhönnu. Þó hún reyni svo að réttlæta orð sín með því að segja að hún hafi miðað við árin 2009 og 2010, er það engin afsökun. Þau ár eru síður en svo "eðlilegt árferði" og því ekki marktæk í samanburðinum.

Það er orðinn leiður leikur stjórnmálamanna að velja sér viðmið að hæfi. Ef það hentar, er mðað við tölur fyrir hrun, annars eftir hrun. Við bankahrunið varð hér alger umpólun á flestum sviðum og því himin og hafa milli tölulegra upplýsinga fyrir og eftir hrun. Þetta eru ráðamenn þjóðarinnar duglegir að nýta sér, sækja sér viðmiðunartölur eftir því sem betur þóknar þeirra málstað.

En hvers vegna er ástandið hér orðið með þeim hætti að brottfluttningur Íslendinga af landinu er nánast kominn í sömu hæðir, hlutfallslega og þegar Vesturferðirnar stóðu sem hæðst, undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20.? Þá fóru að meðaltali um 2 Íslendingar af landinu á dag, nú eru þessi tala nærri 6 einstaklingar.

Menn hafa velt fyrir sér ástæðum þess að svo stór hluti þjóðarinnar skyldi fara vestur á þeim tíma. Ýmsar ástæður eru nefndar, mikil fjölgun landsmanna upp úr miðri 19. öld, atvinnutækifærin verulega takmörkuð, kuldatíð, eldgos í Öskju og síðast en ekki síst agentar sem riðu um héröð og "seldu" fólki dýrðina, en voru í raun að hugsa fyrst og fremst um eiginn hag. Ýmsar fleiri ástæður lágu sjálfsagt að baki þessara þjóðflutninga, en ljóst er að flestir þeirra sem fóru vestur gerðu það gott þar.

En hvers vegna flýja Íslendingar í þúsundatali land sitt nú?

Getur verið að ástæðan sé að á annan tug þúsunda landsmanna eru atvinnulausir og af þeim eru yfir 500 manns búnir aðvera án atvinnu í meira en 3 ár?

Getur verið að ástæðan sé sú skattheimta sem nú tröllríður landsmönnum sé einhver sökudólgur? Skattheimta á allt mögulegt og ómögulegt?

Getur verið að ástæðan sé sú staða sem stjórnvöld hafa tekið með fjármálafyrirtækjum gegn almenningi, staða um að færa fjármálafyrirtækjum allar eignir landsmanna?

Getur verið að ástæðan sé sú stefna stjórnvalda að halda niðri allri atvinnuuppbyggingu í landinu?

Getur verið að ástæðan sé vegna þess að fólk horfir upp á ríkisbáknið bólgna út á sama tíma og fjölskyldur verða að herða sultaról sína enn frekar?

Getur verið að ástæðan sé einfaldlega sú að fólk er búið að missa alla trú á stjórnvöldum? Að getuleysi þeirra sé algjört?

Sjálfsagt spila öll þessi atriði inn í ákvörðun þeirra sem ákveða að flýja landið, en þó er sennilega stæðsta atriðið framkoma formanna stjórnarflokkana gagnvart landsmönnum. Að koma í fjölmiðla trekk í trekk og ljúga að landsmönnum, er eitthvað sem enginn lætur bjóða sér. Þeir sem hafa möguleika, koma sér í burtu frá slíku landi!

Jóhanna lýgur að þjóðinni. Hún fullyrðir hluti sem standast ekki samkvæmt fyrirliggjandi tölum. Hún lofar og lofar, lofar fleiri þúsund störfum sem engin innistæða er fyrir, þvert á móti fer störfum sífellt fækkandi. Það er ekki með neinu móti hægt að trúa einu orði af því sem hún segir.

Steingrímur lýgur að þjóðinni. Hann fullyrðir að skattar á almenning hækki ekki, meðan skattleysismörkum er haldið niðri, meðan skattþrepum er haldið niðri og meðan allir hliðarskattar eru hækkaðir og nýjir fundnir upp. Hann ritar greinar um hversu vel gangi að komast út úr kreppunni og vissulega hafa vinir hans í fjármálakerfinu komið sinni ár vel fyrir borð, en almenningur verður lítið var við þennan bata, þvert á móti þrengir sífellt meira að almenning.

Ríkisstjórnin svíkur þjóðina. Í nafni hennar eru gerðir samningar við launafólk, samningar sem byggðir eru á loforðum frá stjórnvöldum. Þessi loforð eru svikin jafn óðum og þau eru gefin.

Það er því ekkert undarlegt þó hafnir séu þjóðflutningar af landinu!

 

 


mbl.is Næstmesta brottflutningsárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband