Hólmsheiði eða Litla Hraun

Það er með ólíkindum að nú skuli eiga að sóa stór fé í byggingu hótels fyrir afbrotamenn á Hólmsheiði. Eðlilegra er að stækka Litla Hraun.

Á Litla Hrauni er hæft starfsfólk, þar er til staðar allt sem þarf til reksturs fangelsis, eina sem þarf að gera er að stækka byggingar fyrir fanga og ráða fleira fólk.

Á Hólmsheiði er ekki neitt, alls ekkert. Það þarf að byggja allt frá grunni, fangelsi og starfsmannaaðstöðu. Það þarf að leggja vegi, rafmagn, frárennsli, vatn o.s.frv.

Ástæða þess að byggt skuli á Hólmsheiði er sögð fjarlægð og vetrarófærð.

Varðandi vetrarófærðina er það að segja að Hólmsheiði er eins og nafnið ber með sér heiði. Því má búast við miklum kostnaði við að halda vegi að hótelinu færum yfir veturinn. Veginum yfir Hellisheiði og austur að Litla Hrauni er nú þegar haldið opnum alla daga ársins og því enginn aukakostnaður þar. Einu undartekningarnar eru þegar veður er með þeim hætti að ekki er hægt að halda heiðinni opinni, en þá er nokkuð víst að ekki verði heldur haldið vegi að hóteli á Hólmsheið opnum. Það eru reyndar einungis fáir klukkutímar í senn sem ekki er hægt að halda heiðinni opinni og engum vorkun að bíða.

Eftir stendur vegalengd. Það er vissulega lengra að aka austur að Litla Hrauni en upp á Hólmsheiðina. Kostnaðaraukinn er að sjálf sögðu einhver, en hversu lengi er sá kostnaður að borga þann aukakostnað sem bygging á Hólmsheiðinni er umfram kostnað við stækkun Litla Hrauns?

Þá ber nokkuð skökku við að helstu rök fyrir mun dýrari lausn á vanda fangelsismála skulu felast í styttingu ferða, þegar stjórnvöld eru á sama tíma að leggja stór aukinn kostnað á landsbyggðarfólk við að nýta sér sjúkrahjálp.

Það er ekki horft á ferðakostnað þar!

Það eru um 60 km milli Reykjavíkur og Litla Hrauns. Samkvæmt orðum Guðbjart Hannessonar þurfa sumir að ferðast 250 km vegalengd til að komast á næsta sjúkrahús. Raunin er að sú vegalengd er fyrir suma allt að 400 km.

Það er undarleg forgangsröðun að þurfa að stytta þá vegalengd sem ferðast er með fanga, meðan verið er að lengja þær vegalengdir sem sjúkt fólk þarf að fara eftir hjálp!

Þetta er sérstaklega undarlegt þegar staðreyndin er að ferðalag fangans er einungis brot af ferðalagi sjúklingsins!!

 


mbl.is Minna fangelsi á Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband