Jóhanna vill ekki
28.11.2011 | 11:25
Jóhanna og reyndar allur þingflokkur Samfylkingar vill ekki gagnsæi í stjórnsýslunni.
Jóhanna vill ekki leysa fiskveiðimálið með sátt, hún vill yfir höfuð ekki leysa það mál og leitar blóraböggla til að halda því í óvissu. Það þjónar ekki hennar tilgangi að leysa það mál, hún þarf að hafa það sem kosningamál í næstu kosningum.
Það er eins með þetta mál og verðtrygginguna. Jóhanna vill ekki afnema hana og missa með því eitt af sínum helstu vopnum í kosningum. Hún hefur haft fjölmörg tækifæri til að aflétta verðtryggingunni á þeim áratugum sem hún hefur verið á þingi, en aldrei nýtt sér þau tækifæri.
Jóhanna Sigurðardóttir telur að Íslendingar séu upp til hópa heimskir, kannski vegna þess að hún hefur valið þannig fólk í kringum sig. En Íslendingar eru ekki heimskir, þeir sjá í gegnum þetta plott hjá henni. Það er hugsanlega hægt að plata þjóðina einu sinni en ekki aftur og aftur með sömu lyginni.
Ef fiskveiðimálið verður leyst í sátt og ef verðtrygging verður afnumin eru öll vopn úr höndum Jóhönnu og Samfylkingar. Eftir standa loforð um að verja lítilmangann, en það loforð er hressilega fallið um sjálft sig og umsóknin í ESB, en þar er við ramman reip að draga hjá henni og ekki víst að mörg atkvæði fáist út á það.
Þó Jóhönnu takist að tefja fiskveiðimálið fram til næstu kosninga og þó henni takist að halda verðtryggingunni inni fram að þeim tíma, mun hún og flokkur hennar gjalda afhroð í þeim kosningum.
Vonandi verða þær kosningar sem fyrst, svo eitthvað verði eftir fyrir nýja ríkisstjórn til að byggja á. Áður en þessari helferðarstjórn tekst að gera endanlega útaf við land og þjóð. Það er stutt eftir.
Óréttmæt gagnrýni á Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur þú séð fyrir þér, hverjir sita í nýrri ríkisstjórn. Einhvern vegin sé ég bara sömu andlitin, og sömu spillinguna aftur og aftur. Eins og þú segir sjálfur. - Baktjaldamakk í bakherbegjum og þar semja flokkarnir sín á milli um það hverjir eigi að maka krókinn þetta kjörtímabil, eins og þeir hafa allatíð gert.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.