Graf alvarlegt mál !
22.11.2011 | 10:14
Sá skattur sem fyrirhugaður er í fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga, á fast eldsneyti (kol og þess háttar) er graf alvarlegt mál. Ekki einu sinni mun hann gera að engu áform um byggingu kýsil verksmiðja, sem fyrirhugaðar eru og ætla að framleiða kýsil sem að mestu verður nýttur til sólarrafmagnsframleiðslu, heldur kippir þetta rekstrargrundvelli undan nokkrum starfandi fyrirtækjum í landinu. Sementsverksmiðjan mun loka og nánast víst að Elkem Ísland skelli einnig í lás.
Það vekur furðu hversu lítið hefur verið rætt um þetta mál í fjölmiðlum. Örfréttir í formi tilkynninga frá einstökum hagsmunaaðlum er eina sem sést. Þær virðast ekki ná eyrum fréttamanna, eða þeim bannað að kafa ofaní kjöl þeirra.
Ágætar greinar sem formaður Verkalýðsfélags Akraness ritar á vef félagsins, lýsa vel alvarleik þessa máls. Þær má sjá hér og hér.
Hvað veldur því að ekki skuli vera meira um þetta mál rætt er óskiljanlegt. Það mun hafa áhrif á líf þúsundir manna, beint og óbeint. Það mun hafa gífurleg áhrif á sveitarfélög, bæði þau sem missa fyrirtæki úr rekstri hjá sér og hin sem ekki munu fá þá uppbyggingu sem komin var á rekspöl, en mun nú stöðvast. Síðast en ekki síst mun þetta hafa mjög mikil áhrf á ríkissjóð, þar sem gífurlegum tekjum af þesum fyrirtækjum, starfsemi í kringum þau og starfsmönnum sem allri þeirri vinnu sinna og koma til með að missa, verður fórnað á altari afturhaldsins og þröngsýninnar.
Bara sá kostnaðarauki sem atvinnutryggingasjóður mun verða fyrir vegna þessa skatts er margfaldur sá gróði sem skatturinn gæfi, ef fyrirtækin hefðu bolmagn til að greiða hann!
Það er skelfiegt til þess að vita að við skulum eiga eftir að búa við slíka helferðarríkisstjórn afturhalds, þröngsýni og beinnar heimsku í eitt og hálft ár enn!!
Hvar er stórnarandstaðan?!!
-
http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1205804/
-
Segja ríkisstjórnina ekki standa við samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.