Fáviska stjórnvalda

Enn opinberast fáviska ráðherra ríkisstjórnarinnar. Nú skal tekinn upp kolefnisskattur á fast eldsneyti, þ.e. kol og þess háttar. 

Þetta setur í hættu að framkvæmdir þær sem ThorSil og Íslenska kísilfélagið komist á koppinn, að þau hætti við þau áform sín. Ekki einu sinni setur þetta fjölda starfa í upplausn, tekjur fyrir sveitarfélög og ríki og gjaldeyristekjur, heldur stuðlar þetta beinlínis að því að auka mengun í heiminum.

Sú framleiðsla sem þessi fyrirtæki ætluðu í mun verða framleidd, hvort sem það verður gert hér á landi eða ekki. Ef framleiðslan fer ekki fram hér eru meiri líkur en minni að hún muni fara fram einhversstaðar í suð-austur Asíu. Auk kolefna þarf þessi framleiðsla á rafmagni að halda og líkur á að það rafmagn sem notað verður til framleiðslunnar erlendis sé framleitt með mengandi hætti eru mjög miklar, nánast öruggt.

Og hvað er það sem þessi framleiðsla snýst um? Jú að framleiða kísil, sem ætlaður er til sólarrafframleiðslu!

Því leggur ríkisstjórnin stein í götu þeirra sem vilja stuðla að minni mengun í heiminum og neyðir þá til þeirra sem þurfa að framleiða rafmagn með mengandi aðferðum!

Og þetta er gert í nafni umhverfisverndar!! Sér er nú hver umhverfsverndin!

Þetta óhæfa fólk sem vermir stóla ríkisstjórnarinnar er svo skammsýnt að það sér einungis rétt fram á nef sér og varla það, því er með öllu fyrirmunað að horfa á mál með víðsýni og sjá það í heild.

 


mbl.is Kolefnisskattur veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur ekki verið stigið í vitið í stjórnarráðinu síðan 2009. Apabúrið við Arnarhól er tómt ef leitað er að viti og skynsemi.

Grínarinn. (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helferðarstjórnin gerir allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að það sé fýsilegur kostur fyrir erlenda fjárfesta að nýta græna orku hér.

Úr því umhverfisverndarbullið í vinstrimönnum gengur ekki í almenning, þá ná þeir bara markmiðum sínum með aðgerðum af þessu tagi. Engar framkvæmdir munu verða í orkumálum og þar með sigra umhvefis öfgamenn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 10:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Áhrif þessa skatts eru þó enn verri en bara að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir, hann mun gera rekstrargrundvöll Elkem Íslanda að engu og líklegt að sú verksmiðja muni loka, auk þess sem hann mun klárlega verða banabiti Sementsverksmiðjunnar.

Samhliða þessum fyrirtækjum, sem nú skaffa nokkur hunduðum manns atvinnu, mun rekstrargrundvöllur fjölmargra fyrirtækja á Akranesi og nágrenni, sem þjóna þessi fyrirtæki, verða gerður að engu.

Þá má ekki gleyma þeim tekjum til sveitarfélaga og ríkis sem þessi fyrirtæki skaffa, auk skattekna af launum þeirra starfsmanna sem vinna þar og hjá þeim fyrirtækjum sem þau þjóna.

Á Grundartangasvæðinu eru nú starfandi á milli 15 og 20 fyrirtæki, flest eru í þjónustu við stóriðjuna. Það liggur nærri að um 3000 manns eigi afkomu sína beint eða óbeint af þessum fyrirtækjum!

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 11:37

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þá má ekki gleyma þeim áhrifum sem þessi skattur, ef að verður, mun hafa á álit okkar erlendis, sem fjárfestingaland. Jafnvel það eitt að stjórnvöld láti frá sér hugmyndir af þessu tagi er stór skaðlegt, hvað þá að koma fram með hana í lagafrumvarpi. Síst megum við því nú að fæla fjárfesta frá landinu, nógann skaða hafa stjórnvöld gert fyrir því!

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 11:42

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er vissulega varhugaverður skattur.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2011 kl. 13:09

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki búið við þetta lengur og því er okkur skylt að fara gera eitthvað í málunum!

Sigurður Haraldsson, 20.11.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband