Stór Evrópa fæðist (USE)

Loks eru línur að skýrast í því hvert leiðtogar ESB og embættismenn þess ætla að stefna. Stór Evrópa er að fæðast.

Þetta hefur svo sem legið lengi fyrir, strax við upphaf stofnunar Stál og kolabandalagsins voru menn með slíkar hugmyndir og sumir lágu ekki á þeim, þó stjórnmálamenn hafi alla tíð viljað tala sem minnst um þetta.

Þegar evran var tekin upp var það í raun fyrsta alvöru skrefið til þess að sameina Evrópu undir eina alræðisstjórn, en kjarkleysi stjórnmálamanna kom í veg fyrir að skrefið yrði stigið til fulls. Afleiðingar þess kjarkleysis skekur nú fjármálaheiminn og eykur dýpt heimskreppunnar.

Nú er loks komið að því að stíga það skref sem alla tíð hefur legið að baki ESB og fyrirrennerum þess. Að sameina Evrópu undir eitt stórríki, Bandaríki Evrópu (USE). Embættismenn ESB hafa talað mikið fyrir þessari leið undanfarið og nú loks eru stjórnmálamenn farnir að taka undir þetta. Þeim sem eru á móti er einfaldlega skipt út og kommiserar frá ESB settir í þeirra stað.

Hvort þetta muni bjarga evrunni og minnka þann skaða sem hún hefur valdið heimsbyggðinni verður að koma í ljós. Hugsanlega dugir þetta til en þó eru meiri líkur á að skaðinn sé þegar orðinn of mikill og þessi aðgerð muni ekki duga, að hún komi of seint.

Hvort gott sé fyrir íbúa Evrópu að þeir verði hluti USE er ekki gott að segja. Þó er ljóst að samhliða slíkri breytingu þarf að efla lýðræðið. Eins og það er nú innan ESB, mun ekki ganga í USE. Að slíku stórríki verði stjórnað af embættismönnum sem margir hafa ekkert umboð kjósenda, er gjörsamlega út í hött. Það verður að vera lýðræðislega stjórn yfir því ríki.

Oft hefur verið reynt að sameina Evrópu í eitt stórríki en aldrei tekist. Hernaði hefur ætið verið beytt hingað til og er skemmst að minnast tilraunar Hitlers. Hvort sú aðferð sem nú er notuð, að beyta fjármagninu til verksins, sé árangursríkara, verður að koma í ljós. Enn eru þessar tillögur um sameiningu innan embættismannakerfisins og nokkurra stjórnmálamanna. Að vísu er embættismannakerfi ESB öflugt og hefur öll þau vopn sem þarf til sameiningar, en hinn almenni þegn í ríkjum Evrópu hlýtur alltaf að hafa síðasta orðið. Þeir hafa ekki enn verið spurðir um þetta mál!

Auðvelt er að klúðra þessari sameiningu. Ef hún fer ekki fram í sátt við íbúa landa Evrópu er hún dauðadæmd, það mun einungis leiða til mótmæla sem endar svo í borgarastyrjöld.

Eitt er þó ljóst að þessi yfirlýsing Roumpuy's gerir að engu umsókn Íslands að ESB. Ástæðan er einföld, umsókn okkar liggur í því að kanna hvernig samning við getum fengið við viðskiptasambandið ESB, ekki hefur verið tekin ákvörðun um að sækja um aðild að stórríkinu USE.

Ég votta íbúum ESB ríkjanna samúð mína.

 


mbl.is Samstaða þýðir missi sjálfstæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk en NEI takk.

GB (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband