Það sem Hitler mistókst
16.11.2011 | 07:15
"Er Merkel að takast það sem Bismarck, keisaranum og Hitler mistókst". Þannig spyr séra Peter Mullen, breskur prestur.
Er nema von maðurinn spyrji, eftir að ESB hefur yfirtekið bæði Grikkland og Ítalíu með valdi. Nú bíða menn í ofvæni eftir því hvaða ríki verður yfirtekið næst.
Reyndar er grein Mullen af því tilefni að Cameron sagði að völd yrðu að flæða til Bretlands aftur, frá ESB, í kvöldverði hjá Lord Mayor.
Lokaorð Mullen segja meira en nokkuð annað:
"Enn á ný standa Bretar einir. Við þörfnumst ekki núna að minnsta kosti ekki enn þá Spitfire-flugvéla: við þörfnumst þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku okkar í þessu einræði skriffinnskunnar.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem svipuð ummæli hafa fallið. Var það ekki Gro Harlem sem nefndi Hitler og ESB í sama samhengi fyrir nokkrum árum? Það var þó löngu áður en sannleikurinn opinberaðist svo vel sem nú er orðið!
Það er orðið deginum ljósara að Þjóðverjar nota ESB í sama tilgangi og Hitler notaði heri sína í seinni heimsstyrjöldinni!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.