Einkavæðing andskotans

Einkavæðing andskotans er hafin að fullu. Hún felst í því að halda heilbrigðiskerfinu sem mest innan ríkisgeirans en rukka samt sem mest fyrir allt sem gert er án þess að skattar fólks lækki á móti. 

Sú þróun sem hefur orðið á heilbrigðisþjónustu undanfarið kemur algerlega aftan að fólki, þar sem gjaldtaka fyrir lyf og aðgerðir fer sífellt hækkandi. Fólk er ekki viðbúið þessu, það á ekki von á að ríkisrekin heilbrigðisþjónusta þurfi að taka full gjöld fyrir hvert viðvik. Ekki eru skattar lækkaðir á móti, þvert á móti eru þeir hækkaðir!

Á sama tíma er til nægt fé í alls kyns gæluverkefni gamalmennana sem stjórna landinu. Það er hægt að sóa tugum milljarða króna til að halda uppi fjármálafyrirtækjum sem komin eru af fótum fram. Það er hægt að sóa milljörðum í ESB umsókn, eitthvað sem erlendir hagfræðaingar botna ekkert í og stór meirihluti þjóðarinnar er á móti. Það er hægt að sóa milljörðum í endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem endaði svo með þvílíkum ósköpum að annað eins þekkist ekki. Það þykir eðlilegt að sóa tugum milljarða í eitt tónlistarhús, sem aldrei mun geta staðið undir sér sjálft. Það mátti sóa miljörðum í icesave samninga, sem hefðu getað lagt landið endanlega í rúst. Það er hægt að sóa fé í flest annað en uppbyggingu og grunnþjónustu! Og ekki dettur þessum gamalmennum í hug að lækka eigin laun eða skerða þó ekki væri nema smá hluta þeirra hlunninda sem alþingismenn fá.

Sjálfur er ég ekki hlyntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, tel þetta eiga vera eitt að því fáa sem ríkið á að sjá um, að fullu. En ef tekið er gjald af þeirri þjónustu sem þarf að sækja hljóta skattar að eiga að lækka sem því nemur. Annað gengur einfaldlega ekki upp! Annað hvort er heilbrigðisþjónustan á vegum ríkisins eða einkavædd.

Þetta er hættulegur leikur sem gamalmennin í ríkisstjórn leika. Ef til valda kemur ríkisstjórn með hörð kapítalísk sjónarmið, sem alls ekki er ólíklegt eftir frammistöðu þessarar ríkisstjórnar, er þegar búið að einkavæða heilbrigðisþjónusuna að hálfu. Einungis er eftir að skipta um eigendur, gjaldtakan er þá þegar komin á fót. Það er kannski það sem Steingrímur er að gera, að undirbúa jarðveginn fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins?

Þegar atvinnuleysið er í hæðstu hæðum og ekkert lát á því, þegar sífellt fleiri þurfa að leita á náðir hjálpastofnunar kirkjnnar til að fá mat, meðan tekjur elli og örorkulífeyrisþega eru skertar, meðan sífellt fleira fólk er að missa heimili sín og lenda á götunni og meðan bankar fá að mergsjúga lántakendur í skjóli ríkisstjórnarinnar, eru þessar gjaldtökur það síðasta sem þurfti. Þær munu auka enn á eymd fólksins í landinu, sem var þó alveg næg fyrir!

Það er bráð nauðsynlegt að stöðva þessa gerræðis ríkisstjórn gamalmennana. Hvar er stjórnarandstaðan?

 


mbl.is Kostnaðarsamar krabbameinsmeðferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband