Trú eða fræði

Eiríkur Bergmann kann mörg orð, en skortir greind eða skynsemi til að raða þeim í vitrænt samhengi. Þetta sanna hinar ýmsu yfirlýsingar sem frá honum hefur komið.

Rækt við eigið þjóðerni og upruna sinn, segir Eiríkur vera öfgaþjóðernistrú og andúð á innflytjendum. Það þarf verulega sýktan hug til að blanda þessu tvennu saman. Þó einn stjórnmálaflokkur öðrum fremur, vill rækta tengslin við þjóðina og gömul og góð gildi, er ekki þar með sagt að sami flokkur sé á móti innflytjendum eða iðki öfgatrú. Það segir einungis að þeim flokk og þeim sem hann kjósa, er umhugað um gamlar hefðir og það er vel hægt að gera án þess að loka á nýjar.

Eiríkur er hins vegar harður talsmaður ESB. Það eru vissulega trúarbrögð sem þeir eru haldnir sem enn tala máli þess. Það eru engin efnisleg rök lengur fyrir inngöngu í ESB, einungis trúin ein eftir. Að ætla að rökræða trúarbrögð við heittrúaða er aftur nánast útilokað.

Undir lok yfirlýsingar Eiríks undrast hann að verið sé að tengja málflutning hans við þann háskóla sem hann kennir við. Hvað er svo undarlegt við það? Þegar menn eru í stöðu til að móta ungmeni landsins og koma ætið fram í fjölmiðlum sem kennarar við æðstu menntastofnanir þess, er ekki nema eðlileg krafa að viðkomandi tjái sig fræðilegum grunni, ekki trúarlegum. Ef þeir hafa ekki vit til að greina þarna á milli, ber yfirmönnum þeirra að grípa inn í og beita þeim brögðum sem þarf.

Því miður er trú Eiríks sterkari en svo að hann sé marktækur. Því miður fyrir menntakerfi landsins er hann kennari við einn af háskólum þess!!


mbl.is Yfirlýsing framsóknarmanna röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni verður oft hugsað um trúverðugleika þeirra háskóla sem hafa svona prófessora sem sækja í sviðsljósið til að viðra sínar pólitísku skoðanir og nota akademíska stöðu sína til að  gefa þeim meira vægi. Ég er þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að fjalla um fræði sín á þennan hátt heldur birta vísindaritgerðir um þau.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er hægt að telja nokkra svona upp sem eru doktorar eða prófessorar sem eru að ala unglingana okkur upp, má þar nefna téðan Eirík, Þórhall Baldursson, Hannes Hólmstein, Matthías Vilhjálmsson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður.

Það er alveg óskiljanlegt að háskólar sem vilja láta taka sig alvarlega skuli hafa slíka menn innanborðs, sem geta ekki verið hlutlausir í málflutningi.  Það á hreinlega að spúla út úr háskólum landsins slika öfgamenn, ef menn vilja að háskólar standi undir merki sem menntastofnanir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband