Sumum liggur á að fórna sjálfstæðinu á altari ESB !!

Björgvin G Sigurðsson vill hraða aðlögunarferlinu að ESB. Maður skyldi ætla að menn sem lenda í sömu sporum og Björgvin, reyndu að nýta sér það sem lærdóm, reyndu að nýta sér það til að verða betri og skynsamari en áður. Því miður virðist Björgvin ekkert hafa lært af eigin mistökum í undanfara bankahrunsins, hann er enn jafn blásaklaus fyrir áróðri þeirra sem urðu honum að falli.

Þegar Björgvin var ráðherra bankamála tók hann þá afstöðu að hundsa öll rök og tákn um það sem framundan var. Að lokum lét hann yfir sig ganga að vera settur til hliðar af formanni flokks síns, sem yfirtók ráðuneyti hans. Björgvin lét sér það í léttu rúmi liggja þó völd væru þannig tekin af honum, þvert á lög og reglur um stjórnskipan.

Enn hundsar Björgvin öll rök og tákn um það sem framundan er. Hann ákveður að horfa framhjá þeirri staðreynd að Evrópa logar, hann vill komast inn í eldana sem fyrst. Enn er Björgvin leiksoppur formanns flokks síns, þó formannsskipti hafi orðið. Enn lætur Björgvin sér í léttu rúmi liggja þó hann sé notaður af fársjúkum valdafýklum!

Ef eitthvað væri sem Björgvin ætti að hafa lært af störfum sínum sem ráðherra og verða nefndur við landsdóm vegna þess, er það að líta örlítið í kringum sig, skoða hvað er í gangi og meta síðan stöðuna út frá því. Að temja sér að tjá sig ekki um málefni fyrr en að vel skoðuðu máli. Því miður virðist sem hann hafi ekki lært þessa lexíu.

Hver sá maður sem hefur kjark til að skoða og meta ástandið innan Evrópu, sérstaklega evruríkjanna, sér að við eigum einmitt að flýta okkur hægt. Okkur liggur ekkert á að komast inn í ESB og alls ekki meðan enn ríkir nánast styrjaldarástand innan þess. Skynsamlegast væri að draga umsóknina til baka, bíða og sjá hver þróunin verður og ákveða síðan hvort það ESB sem út úr þessum væringum kemur, henti okkur. Þá er hægt að láta þjóðina ákveða hvort vilji er til að ganga til viðræðna um inngöngu í það nýja ESB. Ef þjóðin kýs svo, er hægt að ganga á fullum krafti til þeirra viðræðna.

Að halda áfram þessum hráskinningsleik núna, þegar allt logar innan ESB og nánast styrjaldarástand ríkir milli landa þess, að halda áfram þessum hráskinningsleik þegar vitað er að stór meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild, er eins andskoti hálvitalegt og frekast getur. Það er ekki einungis hálvitalegt af þeirri ástæðu að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu og vill ekki eyða fjármunum og starfsorku stjórnvalda í þennan leiðangur, heldur er hálvitaskapurinn ekki síður vegna þess að þetta frumhlaup gæti orðið til þess að aðildarsinnar gætu með þessu framferði sínu gert að engu frekari tilraunir til umsóknar í ESB. Jafnvel þó, einhverntíman í framtíðinni, þróun þess yrði á þann veg að þjóðin vildi þangað inn.

Það síðasta sem Ísland þarfnast nú, er að flýta aðildaraðlögun. Þó Jóhanna hafi sagt á lansdfundi Samfylkingar að hún vonaðist til að aðild yrði í höfn fyrir lok þess kjörtímabils, er engin ástæða fyrir aðra þingmnn flokksins að apa það rugl eftir henni. Menn eiga ekki að láta valdasjúka formenn segja sér fyrir verkum.

Við eigum að fara varlega, fljótfærni og viljaleysi til að meta aðstæður rétt, settu landið á hausinn. Það varð til þess að efnahag landsins var fórnað á altari Mammons. Það er engin ástæða til að láta sömu mistök verða til þess að sjálfstæðinu verði fórnað á altari ESB!!

 


mbl.is Jón hraði vinnu í aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; fornvinur góður !

Björgvin digurbarki; frá Skarði í Eystri- Hrepp, hefir ekkert lært - fremur en þau hin, sem með honum sátu - og hafa setið.

Því; er málum komið, sem við okkur blasir, Gunnar.

Með beztu kveðjum; á Skipaskaga vestur - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband