Tvíhöfða þurs
29.10.2011 | 09:44
Það er vissulega hægt að taka undir áhyggjur Hjörleifs Guttormssonar varðandi ESB ferlið og þann stóra þátt sem VG á í því.
Það væri einnig gaman að fá svör við spurningu hans til flokksforustunnar um hvernig ráðherrar flokksins hyggist taka á þeirri stöðu, ef aðildarviðræðum ljúki með samningi fyrir næstu kosningar. Hvort ráðherrarnir ætli að skrifa undir slíkan samning.
En áhyggjur Hjörleifs af því að Vinsti græn gætu orðið eins og tvíhöfða þurs eru óþarfarfar. VG er þegar orðinn tvíhöfða þurs. Það er bara spurning hvorn hausinn á að höggva af, þann sem vill fylgja kjósendum flokksins eða þann sem vill fylgja Samfylkingunni út í ófært fen ESB.
Hjörleifur vill hætta viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður að höggva báða hausana af, VG (WC) er hvort eð er höfuðlaus her og ég held að það geri flokknum ekki nema gott að losna við Gunnarsstaða Móra, Árna Þór og Björn Val.............................
Jóhann Elíasson, 29.10.2011 kl. 10:10
VG verður að losna við mennina 3 sem Jóhann nefndi og að mínum dómi líka Álfhildi og Lilju Rafney ef þeir ætla aftur að verða teknir alvarlega.
Elle_, 29.10.2011 kl. 14:55
Já, og nokkra enn, minnst 1/2 flokkinn væntanlega og allt EU- og ICESAVE fólkið sem studdu og styður enn Samfó.
Elle_, 29.10.2011 kl. 15:00
Auðvitað ætti að höggva báða hausana af tvíhöfða þursinum, Jóhann. Það er þó spurnig hvort þörf sé á því, það verður ekki betur séð en þér séu að éta hvorn annan. Kannski drepst þursunn, hauslaus, fljótlega.
Það er vissulega þörf á að losna við sem flesta þingmenn VG af þingi, Elle. Ekki bara vegna ESB málsins, þó það sé vissulega stæðsta ógnin við þjóðina í dag, heldur bara svona yfirleitt.
Gunnar Heiðarsson, 29.10.2011 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.