Mun heimurinn fagna ?
27.10.2011 | 06:44
Leiðtogar evruríkjanna komu sér saman um lausnir á vanda evrunnar í nótt. Eða er svo?
Lausnin byggist fyrst og fremst á tveim atriðum; lækkun skulda Grikklands um 50% og stækkun björgunarsjóðsins úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða. Við þetta bætist svo ýmisar smærri aðgerðir, svo sem meiri afskipti af ákvörðunum þjóðþinga evruríkjanna.
Lækkun skulda Grikklands um 50% er af mörgum ekki talið nóg, þeim til bjargar. Þar að auki er bönkum ætlað að fella þessar skuldir niður, bankar sem margir standa tæpt. Eftir er að fá þessa banka til að samþykkja þetta, en trompið sem leiðtogarnir fara með heim er að þeir skuli þá hóta þeim bönkum sem ekki hlýða, þjóðnýtingu.
Illa gekk að fá þjóðríki evrulandanna til að samþykkja stækkun björgunarsjóðsins í 440 milljarða evra. Eftir langt þref samþykktu Finnar sinn hlut og hafa nú komist að því að sá hlutur þeirra er helmingi hærri en þingið samþykkti. Slóvakía, eitt af fátækari löndum evruríkja, var ekki tilbúið að samþykkja þá greiðslu sem þeim var ætlað, enda ný búnir að koma sjálfum sér á réttan kjöl, án hjálpar björgunarsjóðs. Þeir horfa nú upp á þann árangur sinn hverfa til hjálpar "betur" stæðum löndum. Það þurfti ESB kosningu á þingi þeirra til að samkomulagið yrði samþykkt. Nú á að fá þessi lönd til að samþykkja stækkun um 560 milljarða evra. Litlar líkur eru á að það takist, jafnvel þó ESB kosningakerfinu verði beitt til hins ýtrasta.
Ekki er víst að öll þjóðþing evrulandanna séu tilbúin til að taka við skipunum frá Brussel, að þeim verði breytt í afgreiðslustofnanir fyrir embættismennina í ESB. Jafnvel þó næðist samkomulag innan þessara þjóðþinga um að hlýta þessari kröfu, er ekki víst að þegnar þessara landa láti slíkt óáreitt. Við sjáum hvernig almenningur í Grikklandi tekur slíkum starfsháttum á sínu þingi.
Það er því fjarri að hægt sé að fagna. Samsuða málamyndar einkennir "lausnina". Stækkun sjóðsins er enganveginn í höfn og enn er eftir að fá banka til að samþykkja sinn hlut. Þá er þessi stækkun sjóðsins talin of lág, að mati hagfræðinga og niðurfelling skulda Grikklands of lítil. Þessi "lausn" er því ekki næg, jafnvel þó hún fengist samþykkt, sem litlar líkur eru á.
Barruso talar um að þetta sé maraþonhlaup, nær væri að tala um björgunarsund, þar sem björgunarhringurinn rekur hraðar frá druknandi manninum en hann hefur getu til að synda.
Leiðtogar ESB ná saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Ágætis vangaveltur hjá þér.
Þessi naglasúpa þeirra sem er búinn að vera lengi í smíðum og suðan ætlaði aldrei að ná að koma upp, hún mun ekki endist lengi.
Ég spái að hún dugi í mesta lagi í hálfan mánuð eða svo.
Þá verða allir sem smökkuðu á henni komnir með magapínu og sumir með bráða matareitrun.
Þá mun sami darraðardansinn á mörkuðunum byrja á nýjan leik, þar sem þeir munu segja þetta var allt of lítið og kom allt of seint.
Þá byrja þau skötuhjúin sem ég kalla einu nafni "MerKozy" enn og aftur á að sjóða saman enn aðra uppskrift af nýrri og fullkominni ESB/EVRU NAGLASÚPU ANDSKOTANS !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 07:36
Það segir sína sögu að "greiningadeild" fréttastofu ESB-RUV er ekki trúuð á að þessi "lausn" sé næg. Þegar menn á þeim bænum eru farnir að efast um ágæti evrunnar, er fokið í flest skjól!
Gunnar Heiðarsson, 27.10.2011 kl. 08:41
Það er erfitt að fagna nokkru, þegar maður er næstum veikur af áhyggjum yfir þessu öllu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2011 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.