Á þilfari Titanic

Ekki er beinlínis hægt að vera bjartsýnn á framtíðina. Evru tilraunin, sem nokkrir misvitrir stjórnmálamenn ákváðu að efna til fyrir áratug síðan, er runnin sitt skeið á enda. Það væri svo sem ekki stórkostlegt áfall, ef leiðtogar evruríkjanna væru tilbúnir til að viðurkenna staðreyndina, en svo er aldeilis ekki. Þessir leiðtogar, ásamt embættismannakerfi ESB hefur ákveðið að halda til streytu þessari vonlausu tilraun. Með því eru þeir að skaða heimsbyggðina, þeir eru að efna til hörmunga sem hægt væri að forðast.

Það er fyrir löngu vitað, var reyndar vitað áður en tilraunin hófst, að til að hún gæti heppnast yrði að stór efla vald ESB yfir þjóðríkjum þess, margir hafa haldið því fram að hrein og klár sameining þeirra undir eina stjórn með eitt hagkerfi væri grundvöllurinn fyrir slíkri tilraun.

Samkvæmt fréttum helgarinnar er ekkiað sjá að vilji stjórnmálaelítu ESB landa sé fyrir slíkri sameiningu, þó vissulega hugur embættismanna sé skýr. Nú um helgina hefur enn komið í ljós hversu langt er á milli stjórnmálamanna ESB, sundrungin er alls ráðandi.

Ítölum er skipað að koma með tillögur til samdráttar hjá sér, Frakkar og Þjóðverjar deila um hvernig neyðarsjóðurinn eigi að koma að málum, Rompuy vill auka vald ESB yfir þjóðríkjunum, Lagarde þykist ánægð með niðurstöðu, sem var í raun engin. Cameron er ósáttur við að vera settur út í horn og enginn minnist á Grikkland, enda búið að afskrifa það innan ESB. Nú er eingöngu rætt um hvernig bankakerfi ESB landa verði bjargað svo evran fái að tóra örlítið lengur. Hvernig hægt sé að soga meira fjármagn úr þegnum ESB svo bankakerfið fái lifað.

Meðan stjórnmálamenn ESB deila, ritar Paul Krugman, nóbelshafi í hagfræði, grein og lýsir evruríkjum við sárþjáðann sjúkling og segir stjórnmálamenn ESB setja plástur á meinið, sem sé þó innvortis. Að evran sé að deyja vegna sýkingar í innri líffærum.

-

Nú um helgina var einnig haldinn landsfundur Samfylkingar. Niðurstaða þess fundar minnti mjög á ástandið í ESB, enda ekki leiðum að líkjast. Á þeim fundi var staðreyndum snúið á hvolf og augum og eyrum lokað fyrir vanda íslensku þjóðarinar. Ekki var einu orði minnst á vanda ESB, þó eina mál flokksins sé að koma landinu þangað.

Það var þó merkilegt að Jóhanna Sigurðardóttir nefndi einmitt Paul Krugman máli sínu til staðfestingar, þó ekki væri það vegna ESB aðlögunar Íslands. Hún ætti kannski að lesa hvað sá maður hefur um evruna að segja! Reyndar ætti hún einnig að lesa greiningu hans á hvað það var sem varð til þess að Ísland fór ekki verr en raun varð á í kreppunni. Það var vissulega ekki aðgerðir núverandi ríkisstjórnar sem þar kom að máli. Reyndar eru verk núverandi ríkisstjórnar þvert á það sem Paul Krugman heldur fram. Eiginn gjaldmiðill og neyðarlögin komu í veg fyrir að landið færi endanlega á hausinn. Þessum gjaldmiðli vill ríkisstjórnin kasta fyrir róða, þvert á tillögu Krugmans og taka í staðinn upp gjaldmiðil sem hann segir vera deyjandi sjúkling vegan innra meins, að öll innri líffæri sjúklingsins séu sýkt, á meðan lækningin felist í plástrum!

Krugman segir að leiðtogar ESB ríkjanna sitji í stólum á þilfari Títanics. Jóhana sækir stíft að fá sæti á því þlfari, áður en skipið sekkur, enda segist hún vera fær í flestan sjó. Það mun á það reyna þegar Titanic er sokkið!!


mbl.is Hlutabréf hrynja í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður Titanic sokkið áður en Jóhanna kems þangað.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 12:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún má svo sem alveg sökkva með, svona prívat og persónulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 13:53

3 identicon

já Ásthildur þá á ég við að hún dröslist ekki líka með okkur hin sem viljum ekkert um borð í titanic.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 14:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha nei við látum ekki drösla okkur neitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 14:59

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jóhanna er með ESB heilkenni, Hún verður að fara frá, því hún ræður ekki við að stjórna sjálfri sér!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.10.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband