Alvarlegt mál fyrir lýðræðið

Þessi skoðanakönnun er skuggaleg og þurfa stjórnmálamenn virkilega að taka tillit til hennar.

Þegar maður sem hefur einungis vill ESB aðild og færa til klukkuna, fær þriðjun atkvæða, á sama tíma og fjórflokkurinn hefur gefið út sínar hugmyndir í löngu máli, er eitthvað stórkostlegt að. Stjórnarflokkarnir hafa gefið út sína stefnu í gegnum fjárlagafrumvarpið og tveir stæðstu stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvor um sig gefið út viðamiklar tillögur að nýrri stefnumörkun. Guðmundur hefur ekkert sagt hvað hann stendur fyrir, einungis stutt ESB aðlögun á þingi og flutt tillögu til að færa klukkuna til.

Er það virkilega svo a þjóðin hafi meiri áhuga á hvort klukkan er færð fram eða til baka, en hvort hún geti lifað af? Er það virkilega svo að þingmaður sem ekki gefur neitt um hvað hann stendur fyrir, er meira metinn en þeir sem leggja á borðið hvað þeir vilja gera fyrir þjóðina?

Ef svo er, er lýðræðið í mikilli hættu. Það er hættulegt þegar útlit, framkoma og ættartengsl vega meira en málstaður.

 


mbl.is Þriðjungur gæti hugsað sér að kjósa Guðmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mjög fer eftir orðalagi spurningar hver svör verða. Mun fleiri gefa jákvætt svar við spurningu um það "hvort til greina komi" að kjósa ný framboð heldur en ef spurt er hvort miklar líkkur séu á því.

27% aðspurðra kváðust myndu kjósa Borgaraflokkinn vorið 1987 og svipað var að segja um Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaka í upphafi kosningabaráttu þeirra.

27% sögðu líklegt að þau myndu kjósa nýtt þverpólískt grænt framboð í mars 2003 og svipað hlutfall kom upp í janúar 2007.

Ómar Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er mikið rétt hjá Ómari.  Prófessor, sem kenndi rannsóknir og rannsóknaraðferðir, þar sem ég var í skóla út í Noregi, gekk svo langt að segja að ekkert væri að marka skoðanakannanir jú fólk segir eitt og gerir annað.  Samt er alveg merkilegt hversu "nálægt" vel gerðar skoðanakannanir geta verið útkomunni en til þess þurfa kannanirnar að vera vel gerðar, svo viðist EKKI vera um þessa könnun..........................

Jóhann Elíasson, 20.10.2011 kl. 13:14

3 identicon

Takið eftir því að hann fiskar aðallega í gruggugum vinstri pollinum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:43

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þá er Kristinn búinn að afgreiða mikilvægt pólitískt mál. Vinstri pólitík er gruggugur pollur (drullupollur). Hægra megin er þá  líklega hin blátæra heiðatjörn sem býður upp á hið sanna og hreina umhverfi álbræðslunnar.

Árni Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 19:58

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Árni, Össur Skarhéðinsson skilgreindi sjálfur vinstrivæng á pólitíska sviðinu sem drullupoll, það gerði hann eftirminnilega á Alþingi.

Það segir þó ekki að hægrivængurinn sé tær sem heiðartjörn, en vissulega sér þó til botns þeim megin.

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2011 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband