Guðbjartur vanvirðir Alþingi og sig sjálfann

Guðbjartur fer þarna út á hálann ís. Hann fetar þarna leið sem hann hefur ekki farið áður. Hann tekur upp upphrópunar og svíviðingar, málfar Jóhönnu og Steingríms.

Það er Guðbjarti ekki til sóma.

Guðbjartur Hannesson hefur hingað til látið vera að koma með upphrópanir og svívirðingar á Alþingi, hann hefur verið kurteis og málefnalegur. Nú þegar stjórnarandstaðan vill skýringar á því að hann svíkur gefin loforð, grípur hann til þessa ósiðar, sem einkum hefur verið bundinn við Jóhönnu og Steingrím, ósiðar sem þjóðin vill ekki sjá á Alþingi.

Það er vonandi, virðingu Alþingis vegna og ekki síður hans sjálfs, að hann láti strax af slíkum aumingjaskap. Guðbjartur er meiri maður en svo að hann þurfi að notast við gamaldags aðferðir í sínum málflutningi. Aðferðir sem eru hverjum til lítillækkunar sem þær nota!!

 


mbl.is „Og svo koma brennuvargarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er honum ekki vorkun?

Þessar fasista-beljur geta gert alla menn, einnig þá stilltustu, brjálaða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeim ferst Samfylkingunni að tala um bernnuvarga þau eru sem sé löngu búin að gleyma því að þau sátu sjálf við völd í hruninu, og hans formaður Ingibjörg Sólrún lofaði bankana um allar trissur.  Ja hérna hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 12:04

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við skulum heldur ekki gleima öllum eldunum sem núverandi ríkisstjórn hefur kveikt, Ásthildur. ESB klauf þjóðina, icesave sprengdi gjá á milli þjóðar og þings. Svona væri lengi hægt að telja.

Þá má ekki gleima þeirri staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu hefur sagt atvinnulífinu stríð á hendur!

Eldarnir sem nú brenna eru ekki minni en þeir sem brunnu haustið 2008!

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2011 kl. 12:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðbjartur lofaði góðu en hann hefur fetað vafasem spor eftir þessa yfirlýsingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gleymi því ekki Gunnar minn.  Sérstaklega hef ég alla tíð sagt að þau klufu þjóðina með að setja ESB á oddinn og hvorki heyra né sjá það fleigarflan og nú er það samstarf komið að fótum fram.  Og ekkert heyrist í okkar ráðamönnum, þeir hljóta að vita að þetta er allt á heljarþröm, en geta ekki viðurkennt það.  Já og svo allt hitt, niðurskurður, um leið og þeir ætla að byggja fleirimilljarða hátæknisjúkrahús.  Það er algjörlega í hnotskurn gjörðir þessarar lánlausu ríkisstjórnar.  Best væri að senda forsetanum áskorun sum sé þessa hér: http://utanthingsstjorn.is/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband