Pönnukökur í Stjórnarráðinu

Það hefur örugglega verið slegið í nokkrar pönnukökur í stjórnarráðinu í dag í tilefni sigursins. Jafnvel einhver verið sendur eftir rjóma á pönnsurnar.

Afturhaldið í Stjórnarráðinu gleðst meðan Húsvíkingar sjá á eftir atvinnutækifærunum og þjóðin missir af tekjum. Í forsendum AGS var alltaf gert ráð fyrir þessu álveri til að koma okkur út úr kreppunni, nú eru þær forsendur brostnar.

Þá á afturhaldið í Stjórnarráðinu bara eftir að fá staðfest frá Norðurál að þeir séu hættir við í Helguvík.

Það er öruggt að Steingrímur og Svandís finna einhverja leið til að hjálpa Norðuráli við þá ákvörðun.


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það eru frábærar fréttir að búið sé að slá þetta rugl út af borðinu. Ekki fleiri álver takk!!

Guðmundur Pétursson, 17.10.2011 kl. 18:17

2 identicon

Alcoa hættir við þetta verkefni á viðskiptaforsendum.

Ísland getur ekki lengur undirboðið þróunarlönd þegar kemur að raforkuverði og það eru sannkölluð gleðitíðindi ef dagurinn í dag þýðir endalok þeirrar vondu stefnu.

BS (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 18:21

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það breytir ekki þeirri staðreynd að þessi tvö álver voru forenda allra útreikninga AGS til að við kæmumst út úr kreppunni.

Hvað á að koma í staðinn? Það þarf minnst 8 þokkalega stór fyrirtæki á Húsavík til að veita jafn mörg störf.

VG vill "eitthvað annað". Nú verða þeir að benda á hvað þetta "eitthvað annað" er og vinna að því.

Ekki vilja þeir þó uppbyggingu í ferðaþjónustunni ef útlendingur á þar í hlut, svo það er enn spurning hvað þetta "eitthvað annað" er.

Gunnar Heiðarsson, 17.10.2011 kl. 18:30

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru iðnir við að kenna ríkisstjórninni um ákvörðun sem þeir álbræðslumenn tóku eftir að litið ísköldum augum á staðreyndir málsins.

Í bloggi mínu dreg eg fram helstu ástæður ákvörðunar þeirra Alkóamanna.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2011 kl. 18:43

5 identicon

Ég skil ekki alveg eftir hverju er verið að kalla. Á Steingrímur J. að þvinga erlent stórfyrirtæki til að byggja verksmiðju á Húsavík sem getur ekki staðið undir sér á viðskiptalegum forsendum? Ég veit ekki betur en að Landsvirkjun hafi verið í viðræðum við 4-5 aðra aðila um orkukaup á norðausturlandi, en það er kannski alveg óboðlegt fyrir þá sem þjást af rörsýn og sjá ekkert annað en frumvinnslu á áli. Inn í þetta 2000 manna samfélag þá dugir sko ekkert minna 800-1000 ný störf í einu lagi! Þvílík geggjun.

BS (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 18:43

6 Smámynd: Óskar

Gunnar " Hvað á að koma í staðinn"?  Svarið er einfaldlega , ekki neitt!  ÞAÐ ÞARF EKKERT AÐ KOMA Í STAÐINN!  Hvað er mikið atvinnuleysi á Húsavik?  Getur heimafólk bara ekki startað einhvern bisnes í hófsamri stærð eins og gert er annarsstaðar? 

Alcoa vildi fá orkuna OKKAR gefins.  Ég er búinn að fá nóg af því að aumar sjallastjórnir gefi orkuna til stóriðju sem skapar frumstæð og illa launuð störf.  Orkan er ekki óþrjótandi og það LIGGUR EKKERT Á AÐ KOMA HENNI ÚT.  Leifum komandi kynslóðum að ráðstafa því litla sem eftir er í staðinn fyrir að "gefa" orkuna í reykspúandi austantjaldsstóriðju, nóg komið af því rugli takk.

Óskar, 17.10.2011 kl. 19:09

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Það þarf ekkert að koma í staðinn", segir Óskar. Þið sem gert hafa athugasemdir við þetta blogg mitt eruð greinilega mjög þröngsýnir. Þið einblínið á samfélagið á Húsavík í þessu sambandi, þegar dæmð er mun stærra. Þetta álver var einn af stóru þáttunum til að ná Íslandi út úr kreppunni. Þetta var ein af forsendum þess að við næðum að borga okkar skuldir. Þegar það fellur frá, VERÐUR eitthvað annað að koma í staðinn!

Guðjón, þú bloggar um ástæður þess að Alkoa hætti við álver á Húsavík. Þar ferð þú eftir fréttum Rúv og 365 fjölmiðla. Það gleymdist þó að klippa út úr viðtalinu við forstjóra Alcoa, eitt atriði, sem þessir fjölmiðlar tala þó ekki um. Það var að hann sagði að ein af megin ástæðum þessa væri að síðastlðið ár hefðu ríkisstjórnin og Landsvirkjun ekki verið með þeim í þessu máli, að ekki hefði verið vilji af hálfu þessara aðila að halda málinu gangandi og því ekki annað í stöðunni en að hætta. Næg orka og verð hennar er í raun aukaatriði og leysanlegt vandamál. Það er hins vegar óleysanlegt þegar stjórnvöld vilja ekki ganga í takt.

BS, það er rétt að Landsvirkjun hefur hafið viðræður við fleiri aðila varðandi orkukaup á norð austurlandi, en það hefur einnig komið fram að einungis er um viljayfirlýsingar að ræða, þar sem það magn orku sem þessir aðilar vilja dugar engan veginn til að hefja vinnslu, að ekki sé talað um lagningu lína. Það þarf einfaldlega stærri kaupanda af orkunni til að hægt sé að virkja og koma orkunni á staðinn.

Hvaða skoðun sem menn hafa á stóriðju, þá verður því ekki neitað að Ísland væri öðruvísi í dag ef ekki hefði verið farin sú leið á sínum tíma. Þá verður því heldur ekki neitað að það stóriðjuver sem byggt er á Íslandi og knúið endurnýjanlegri orku, er betra fyrir heimsbyggðina en ef það er byggt í þróunarlöndunum og knúið áfram af orku framleiddri með olíu eða kolum. Þetta vilja íslenskir umhverfissinnar auðvtað ekki hlusta á, enda sjá þeir rétt fram á nefbroddinn á sér.

Sú afturhaldsstefna sem tekin hefur verið upp hér á landi er skelfileg, sérstaklega þegar hún kemur í beinu framhaldi af stæðst bankaráni íslandssögunnar.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2011 kl. 07:07

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnar: Er skynsemi afturhaldsstefna?

Álbransinn er að breytast: aukinn áhugi er fyrir endurvinnslu í BNA og það eitt út af fyrir sig dregur úr áhuga fyrir nýjum álbræðslum nema mjög góð kjör eru í boði þ. á m. að rafmagnsverð sé í lágmarki.

Um 80% rafmagns sem framleitt er í landinu fer í álbræðslurnar. En aðeins um þriðjungur tekna Landsvirkjunar og jafnvel tæplega kemur frá stóriðjunni. Það er einmitt þetta sem forstjóri LV hefur áhyggjur af: það er ekki unnt að gefa meiri afslátt nema tekjur komi annars staðar frá.

Þeir sem eru núna í táradalnum vegna áhugaleysis Alkóa: væruð þið til í að taka þátt í því að stórhækka rafmagnsverð til almenningsveitna svo álverin fái rafmagnið á lægra verði?

Ætli nokkur heilvita manni dytti það í hug.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 13:34

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú veit ég ekki hvort þú manst þá tíma er rafmagnsskömmtun var viðloðandi hér á landi og það verð sem við þurftum að greiða fyrir það rafmagn sem þó fékkst, var svo hátt að það þótti fjarstæða að skipta út olíukyndingu fyrir rafmagnskyndingu.

Að halda því fram að almenningur sé að greiða niður orkuna fyrir stóriðju er auðvitað svo fjarri sanni að ekki tekur að svara því. Þó ætla ég að benda þér á að stóriðjan var forsenda fyrir uppbyggingu orkuvera. Búrfell og Sigalda voru beinlínis byggðar vegna stóriðju og þær virkjanir, sérstaklega þegar Sigalda kom inn, treystu mjög orku til landsmanna.

Allt fram yfir 1990 var t.d. Grundatangaverksmiðjan notuð sem stuðpúði fyrir raforkukerfið í landinu. Þegar mikil notkun var á landsnetinu var lækkað í ofnum verksmiðjunnar, svo komist væri hjá skömmtun til almennings. Þegar lítið safnaðist í uppistöðulón virkjananna var slökkt á þessum ofnum, svo öruggt væri að næg orka yrði til fyrir landsmenn fram á vor!

Sem betur fer eru þetta liðnir tímar og ber að þakka uppbyggingu orkuvera landsins. Sú uppbygging kom til vegna stóriðjunnar.

Það er hins vegar spurning hvenær nóg er komið af stóriðjunni og mörg rök sem segja að svo sé. En nú eru aðrar hörmungar sem að okkur steðja. Kreppan. Henni verður erfitt að vinna á, það hafði verið tekin ákvörðun um þessi tvö stóriðjuver, á Bakka og í Helguvík. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur verið stuðst við áhrif þeirra framkvæmda í öllum spám og útreikningum um það hvernig við ynnum okkur út úr vandanum. Bæði AGS og ríkisstjórnin hafa notað þessar forsendur í sínum útreikningum.

Það er alveg ljóst, hversu andvígir menn eru stóriðjunni, að þessi leið er sú eina sem var í hendi til hjálpar við að losna undan oki kreppunnar. Allar aðrar hugmyndir eru bæði of smáar og fáar við það verk.

Nú hefur ríkisstjórnin kastað þessu frá sér og sumir þingmenn stjórnarflokkanna hæla sér að því í ræðustól Alþingis.

Svo ég svari nú spurningu þinni Guðjón, þá er skynsemi ekki afturhaldsstefna, eða öllu heldur afturhaldsstefna er ekki skynsöm. Það er einmitt það sem ég óttast mest, nú þegar afturhaldið hefur enn hert tökin á stjórnartaumunum!!

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband