Ábyrgð Egils er mikil

Öllum getur orðið fótaskortur á tungunni. Það var það sem svo illa hennti Vigdísi Hauksdóttur.

En hver voru efnisleg mistök hennar í ræðunni? Engin, akkúrat engin. Hún gerði þá regin skyssu að ætla að grípa til málsháttar máli sínu til stuðnings og fór rangt með málsháttinn. Það var hennar sök og varla getur sú sök verið stór á mælikvarða stjórnmálanna.

Fjölmiðill, sérstaklega myndmiðill er öflugt vopn og í höndum þess er vill misnota slíkan miðil getur hann beinlínis verið hættulegur. Sá eða sú sem klippti saman þetta myndband af Vigdísi hefur sjálfsagt talið sig vera að vinna einhvern stórsigur í íslenskri pólitík, en bandið lýsir þó fyrst og fremst þeirri persónu sem setti það saman.

Það væri hægt að gera heilu kvikmyndirnar um svipaða hluti um flesta stjórnmálamenn og þáttastjórnendur líka. Egill gæti allt eins átt von á að einhver fari að grúska í öllum þáttunum hans og klippa til efni þannig að hann komi út sem fáráðnlingur, nóg er til af efninu og auðvelt að gera slíkt myndband, ef einhver telur sig hafa efni á slíkum sóðaskap. Verkefnið væri alla vega auðvelt.

Ábyrgð Egils er mest í þessu máli, hann er jú þáttastjórnandi á RUV og stjórnar þar umræðum um stjórnmál. Hann segist eingöngu hafa linkað á myndbandið. Hvers vegna var hann að linka á það? Var það ekki til að lesendur hans myndu skoða það?

Það þarf ekki að klippa til myndbönd af núverandi ráðherrum til að sjá tvöfeldni þeirra. Einungis þarf að skoða myndbönd af þeim frá því fyrir síðustu kosningar og svo aftur eftir þær. Þar er ekki um mismæli að ræða, heldur einskæra lygi. Allt sem þetta fólk sagði fyrir kosningar hefur verið svikið og nýjar skýringar komnar og ný loforð.

Ekki er Egill að leita þessara myndbanda og setja linka á síðuna hjá sér af þeim, það hentar ekki stjórnmálaskoðunum hans!

Egill Helgason fær að leika lausum hala í sjónvarpi allra landsmanna. Um þá stofnun gilda lög en þau lög hefur Egill að engu og það sem verra er, yfirmenn stofnunarinnar ekki heldur. Í krafti þess afskiptaleysis yfirmanna Egils hefur hann getað haldið uppi látlausum áróðri fyrir ESB aðild, látlausu lofi á stjórnvöld og reynda gert það sem honum sýnist. Til þessa verks hefur hann beytt þeirri aðferð að fá til sín í viðtöl valið fólk sem er honum sammála í einu og öllu. Þetta hefur úttekt sannað.

Fólki getur orðið á í ræðu og tali. Það er hins vegar mikill munur á því hvort um er að ræða mismæli sem kemur efni málsins ekkert við eða hvort um hreina lygi eða skrök er að ræða. Sá sem gerir sér mat úr meinlausu mismæli, er djúpt sokkinn í skít aumingjaskapsins. Þó Egill hafi ekki gert þetta myndband og ekki sett það á netið, þá linkaði hann það á sína heimasíðu og því er hann jafn djúpt sokkinn í skítinn og sá sem myndbandið gerði.

Yfirmenn hans á RUV hljóta að endurskoða þá ákvörðun sína að leifa Agli að leika lausum hala á stofnunni eftir þetta. Ef ekki, er skömm þeirra lítið minni en Egils sjálfs.

Þeir eru þá að samþykkja að starfsmaður þeirra sé að draga stjórnmálaumræðuna niður á áður óþekkt plan, plan lítilmennsku og aumingjaskapar!!

 


mbl.is Benti einungis á myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þetta er þeim Agli og Láru Hönnu til skammar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 10:07

2 Smámynd: ThoR-E

Hvað var að þessu myndbandi nákvæmlega? Þarna voru tekin saman hennar orð og þau klippt saman í myndband.

Yfir öllu er hægt að þrasa.

ThoR-E, 9.10.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband