Sannleikanum er hver sárreiðastur

Steingrímur sér bata og viðsnúning, þó enginn annar sjái þess merki. Reyndar hefur Steingrímur talað um bata og viðsnúning í meir en ár og ritaði mikinn bálk í Baugsblaðið um þá sýn sína, svo aðrir gætu einnig litið dýrðina. Því miður dugir ekki að tala og rita góða hluti, það þarf að framkvæma þá. Langur vegur er frá því að gerðir Steingríms bendi til þess að hann ætli að láta framkvæmdir fylgja orðum, þvert á móti.

Steingrímur segir menn fara með svatagallssöng þegar þeir segja sannleikan, þann sannleik sem Steingrímur óttast svo mikið.

Fjárlagafrumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi ber ekki beinlínis merki þess að hér hafi orðið viðsnúningur. Enn frekari niðurskurður í grunnþjónustunni og enn frekari skattar sem svo valda enn frekari hækkun lána hjá fólki. Varla telst þetta merki um bata í íslensku efnahagslífi.

Steingrímur segir atvinnuleysi hafa minnkað. Þó líður vart sá dagur að ekki séu fréttir af fjöldauppsögnum. Bara í síðasta mánuði fengu nærri 200 manns uppsagnarbréf. Þó tölfræðin segi að atvinnuleysið hafi minnkað, þá liggur þar að baki röng framsetning talna. Ekki er tekið inn í dæmið sá fjöldi sem hefur flúið land, ekki sá fjöldi sem er að falla af atvinnuleysisskrá og færast á framfæri sveitarfélaga og ekki sá fjöldi sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum. Þegar þetta allt er lagt saman er atvinnulesið meira en nokkurn tímann áður.

Steingrímur segir að vel hafi verið gert til hjálpar illa stöndugum heimilum. Önnur eins öfugmæli er vart hægt að hugsa sér. Það sem gert var til hjálpar heimilum var bæði lítið og lélegt. Þar létu stjórnvöld algerlega að vilja lánastofnana, enda hafa stjórnvöld staðið vel við bakið á þeim, allt frá hruni.

Það er auðvelt að fá út hagstæðar tölur með því að velja rétta viðmiðun. Jafnvel þó Steingrímur leiti þeirra talna sem verstar hafa verið og beri saman við það sem nú er, tekst honum ekki að sýna fram á viðsnúning. Talnarugl getur slegið ryki í augu fólks, en staðreyndir koma alltaf fram um síðir. Nú er fólk að átta sig á þessu blöffi Steingríms.

Fólk er orðið meðvitað um þá gjörð sem var þegar nýju bankarnir voru reystir á rústum þeirra gömlu. Þá voru lánasöfnin færð á milli með miklum afföllum. Þau afföll skiluðu sér þó ekki til þeirra sem áttu að fá þau, heldur var bönkum gefin heimild til að rukka lánþega að fullu. Þetta veldur þeim geigvænlega hagnaði bankana nú, hagnaði sem er meiri en fyrir hrunið mikla. Steingrímur hefur staðið sem klettur að baki þeirra sem eru að byggja upp sama gersýkta bankakerfið og hér var fyrir hrun. Hann er hinn nýji hrunverji, því það er ljóst að með sama áframhaldi munu bankarnir falla aftur. Það er ekki hægt að reka banka í landi þar sem alger stöðnun ríkir.

Ekki gat Steingrímur komist fram úr ræðu sinni án þess að kasta smá skít í þingheim. Hann kallaði andstæðinga sína "sundurlindisfjanda" og skipaði þeim að yfirgefa þingið ef þeir þyrftu endilega að vera að segja sannleikann.

Í augum Steingríms er ekkert skuggalegra en sannleikurinn!!

 


mbl.is Bati er genginn í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tek ég að láni ...

Ég skil alveg að vinstrisinnaðir vælukjóar séu í öngum sínum og finnist sem allt hafi klúðrast.

Einkavæðing bankana, klúður.

Endurreisn fyrirtækja, klúður.

Icesave, klúður.

Skjaldborg um heimilin, klúður.

Ný fiskveiðistjórnun, klúður.

Niðurskurður velferðarkerfisins, klúður.

Innrásin í Lýbíu, klúður.

Stjórnlagaþing, klúður.

ESB umsókn, klúður.

Peningamálastefna, klúður.

Landsdómur, klúður.

iskan (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband