Ekki sjónvarpað frá mótmælum ?

RUV hefur ákveðið að hafa beina útsendingu frá Alþingi við setningu þess. Nú er það svo að Alþingi sjálft er með eigin sjónvarpsútsendingar, svo varla er þörf á að senda það út á tveim rásum.

Nær væri fyrir RUV að senda beint af Austurvelli, þá gætu þeir sem heima sitja ákveðið sjálfir hvort þeir vilja horfa á skrautsýningu þess fólks sem á Alþingi er, eða hvort það vill horfa á alþingi götunnar.

Hingað til hefur verið talið meira fréttaefni utan þinghússins en innan, við þingsetninguna. Hvort þessi forgangsröðun RUV er framhald þess leikrits sem það hefur verið með í boði fyrir áhorfendur og náði hámarki í Kastljósþætti gærkvöldsins, skal ósagt látið. Leikriti því er sett hefur verið upp til bjargar Jóhönnu og ESB aðildarinnar.

Sumir kalla þetta gamanleik en flestir líta þetta sem harmleik. Engum dettur þó í hug að um alvöru sé að ræða.


mbl.is Þingsetning í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugaðu það Gunnar að RUV þýðir "ríkisstjórnarútvarpið".

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, þeir eru ekki að vinna furir fólkið í landinu heldur ríkisstjórnina, stór munur þar á, og við þetta verðum við að borga í nefskattshítina. Svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband