Kvótasvind ríkisstjórnarinnar
26.9.2011 | 09:38
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar fara mikinn gegn einni af aðal atvinnugrein landsins, sjávarútveginum og vill koma honum á ríkisstyrkt plan eins og tíðkast innan ESB. Einkum hefur farið fyrir brjóstið á þeim Steingrími og Jóhönnu að útgerðin geti veðsett óveiddann fisk. Það kalla þau kvótasvindl.
En hvað er þetta sama fólk að gera núna? Það er að veðsetja gamalmennin í landinu og ekki nóg með það, það er að veðsetja væntanleg gamalmenni líka! Ríkisstjórnin hefur þó ekki sett kvóta á ellina, ekki enn. Eðli framkvæmdarinnar er þó hin sama.
Vissulega þarf að fjölga rýmum fyrir aldraða, sérstaklega dvalarrýmum. Staðan í dag er orðin með þeim hætti að stór hluti dvalarheimila er orðinn að sjúkrarými, á meðan verið er að loka heilu deildunum á sjúkrahúsum landsins og þær látnar standa auðar.
Þetta kemur til af því að ríkið borgar heimilunum meira fyrir hvert sjúkrarými en dvalarrými og á tímum niðurskurðar nýta heimilin sér þessa leið til að halda tekjum, þau breyta dvalarrými í sjúkrarými. Oftar en ekki fer þetta þó fram með þeim hætti að einungis er um nafnabreytingu að ræða, engar breytingar eru gerðar á rýminu sjálfu eða fjölgun starfsfólks.
Þetta kemur einnig til af því að verið er að skerða framlög til sjúkrahúsa landsins og hafa þau mælt eindregið með þessari eðlisbreytingu dvalarheimilanna.
Nú er svo komi að enginn kemst lengur á eliheimil nema að hann sé orðinn fársjúkur og hellst kominn á tíræðis aldur.
Þetta er öfugþróun og skapast fyrst og fremst vegna rangrar forgangsröðunnar. Hvernig í ósköpunum getur það verið betra eða hagkvæmara að loka deildum fyrir aldraða á sjúkrahúsum og færa fólkið inn á dvalarheimili, þar sem í fæstum tilfellum eru starfandi læknar.
Ef bráðatilfelli kemur upp þarf starfsfólkið fyrst að hringja í 112 og gefa upp nafn og kennitölu sína, hvar það er statt, hvaða sjúklingur er veikur og nafn hans og kennitölu, hvað er að honum og þá fyrst er gefið samband við lækni. Stundum þekkir hann til veikinda viðkomandi og getur kallað til sjúkrabíl strax, en oftar en ekki þarf hann að koma sér á staðinn og meta veikindin. Ef sá veiki er enn lifandi, getur læknirinn kallað til sjúkrabíl og komið þeim veika á sjúkrahús. Þetta getur vissulega verið liður í að minnka vandan við fjölgun aldraðra, en getur þó ekki talist eðlileg leið.
Þetta er eðlisbreyting á starfsemi dvalarheimila. Eðlisbreyting til hins verra fyrir aldraða. Þegar það fólk sem stóð í eldlínunni um uppbyggingu dvalarheimila um landið var að vinna þessu máli fylgi og lagði oft á tíðum ómælda vinnu til, kom engum til hugar að dvalarheimilin, sem áttu að vera til að auðvelda öldruðum ævikvöldið, yrðu orðin að sjúkrahúsum án lækna nokkrum áratugum síðar. Það datt engu af þessu fólki í hug sú fjarstæða að deildum fyrir aldraða sjúklinga á sjúkrahúsum landsins yrði lokað.
Það væri hægt að fjölga dvalarrýmum aldraða mikið með því að snúa dæminu við, með því að gera dvalarheimilin aftur að dvalarheimilum og opna deildir á sjúkrahúsunum. Samt þarf að fjölga dvalarrýmum, til að útrýma fjölbýlum innan þeirra og mæta fjölgun aldraðra.
Ef hlutverk dvalarheimila verður eins og það var upphaflega skilgreint, þarf fjölgun dvalarrýma ekki að verða eins mikil og nú.
Veðsetning framtíðarskatttekna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.